22.4.2010 | 20:37
Hvar er Jóhanna?
Ég sá viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpinu rétt áðan. Hún var stödd í galtómum stórum sal, þar sem umhorfs var eins og allir hefðu hlaupið þaðan úr veislu í skyndingu.
En það var ekki umhverfið sem vakti athygli mína heldur hvað Jóhanna sagði. Hún sagði að matvara hefði hækkað alltof mikið að undanförnu. Verðbólgan hefði verið á uppleið en nú væri þetta allt að lagast með örri lækkun stýrivaxta og afnámi gjaldeyrishaftanna og því færi verðbólgan ört minnkandi.
Hvar er Jóhanna eiginlega stödd?
Væri ekki ráð að Sjónvarpið spyrði seðlabankastjóra hennar hversu mikið af erlendu fé biði þess að komast úr landi ? Eru það 300 milljarðar eða 700 ? Hvenær gjaldeyrishöftunum verði aflétt ? Í ár ? Næsta ár ? Hitt árið ? Þarnæsta ár ? Hvort það væri tæknilega hægt að fella gengi krónunnar í einu Nordælsku slagi þannig að dollarinn færi í svona þúsundkall og flytja þessa erlendu peninga hreppaflutningi úr landi á því gengi ? Auðvitað ósvífið en hvað skal gera ? Hversu lengi myndi ástandið vera óþolandi eftir það ? Hversu fljótt gætum við tekið upp flotgengi aftur ? Það er ekkert náttúrulögmál að halda dollaranum þar sem hann er núna. Þetta er aðeins slembitala eins og hver önnur og hefur ekkert að gera með gengi krónunnar.
Fólk getur spurt sig sjálft hvort það sjái batamerki í þjóðlífinu ? Hefur vandi heimilanna minnkað ? Hefur verðlag lækkað ? Hefur atvinnuleysi minnkað ? Hafa atvinnutekjur aukist hjá þeim sem hafa vinnu ? Hafa skattar lækkað ? Hefur uppboðum fækkað ?
Ég verð að játa það að ég veit ekki hvaða vitneskju Jóhanna Sigurðardóttir býr yfir sem fær hana til að tala með þessum hætti. Var hún upptendruð af fögnuði yfir því sem slangur af einhverjum þýskum þingmönnum var að segja í tómum sal á þýska þinginu, að nú væri Ísland á leiðinni í ESB með fiskimiðin sín og hernaðarlegt mikilvægi ? Er Jóhanna búin að fá einhver loforð frá ESB sem valda hér straumhvörfum ? Hefur hún eitthvað til að selja okkur í pokahorninu ?
Ef ekki, þá velti ég alvarlega fyrir mér í hvaða veröld forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, er stödd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Jóhanna var stödd á ársfundi SA. Þá væntanlega fyrir utan fundarsalinn.
Hún hélt víst ræðu þar í gær, síðasta vetrardag.
Það virðist sem að fréttamaður Sjónvarps hafi náð af henni tali og spurt hana nokkra spurninga. Síðan er það "planið" að spinna eina frétt úr hverri spurningu sem að spurð var. Það voru tvær til þrjár fréttir byggðar á þessu viðtali í báðum fréttatímum Sjónvarps í gær.
Ruglið er sjálfsagt hvílíkt í blessaðri konunni að það er ekki hægt að sýna viðtalið í heild sinni, þar sem að hún talar í hringi, samkvæmt venju.
Þá telja væntanlega blaðafulltrúar stjórnvalda (fréttastofa sjónvarps), það vænlegra að birta viðtalið í pörtum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 22.4.2010 kl. 21:53
Þjóðartekjur á haus hefðu átta að vera hér 68.þús dollarar, en vor um 58.000 til 48.000 er nú á leið í 32.000 sennilega til að hægt sé fixa viðskiptajöfnðinn til þær hækki í 36.000 eftir formlega efnahagslega yfirtöku hæfs meirihluta EU. Við eru nú sérlega mikilvæg heildar hagsmunum þessa meiri hluta og útvíkkunar plan hans á sínum tíma ekkert leyndarmál. Þótt lítið hafi verið rætt um útfærsluna er hún í dag augljós.
Þetta kalla ég gífurleg stöðuleika gjaldeyrishöft fyrir Íslenska neytendur almennt. Nýju þjóðartekjurnar í evrum eða dollurum talið.
Þroskuð ríkistjórn gerir ekki sitt besta hún gerir það eina rétta á hverjum tíma.
Júlíus Björnsson, 23.4.2010 kl. 00:06
Já ég var að enda við að blogga um þetta Halldór, get svo sem bara gert smá paiste hérna;
"
Hvernig Jóhanna Sigurðardóttir fer frá því að væna kaupmenn um okur yfir í að planleggja hvenær gjaldeyrishöftum verði aflétt á innan við 2 mínútum, er mér óskiljanlegt en báðir hlutirnir eru jafn mikið bull.
Allt gumsið sem Jóhanna fjallaði síðan um í millitíðinni frá okri til gjaldeyrishafta var síðan þessum hlutum alsendis óviðkomandi. Einhverskonar sefjunarblaður og þvæla.
Jæja greyin mín, hérna er skammturinn, bla bla bla, og kyngja, svona já.
En á meðan er ríkisstjórnin á slæmum stað og innihaldslaust og meiningarlaust orðsalat forsætisráðherra hljómar í mín eiru eins og falskur útfararsöngur.
Hér á Íslandi varð ekkert kerfishrun, nei hér var ekkert kerfi og er ekkert kerfi. Við breytum engu með því að láta alþingismenn segja af sér í tonnatali.
Þú getur höggvið hausinn af snáknum en skrokkurinn er áfram í fullkomnu ólagi. Kerfið er ónýtt og jafnvel ekki til staðar að stórum hluta. Nýtt höfuð breytir engu þar um"
sandkassi (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 01:59
Bankarnir hér stjórna álagninu allra fyrirtækja og neyslu allra neytenda. Ríkistjórn sem ræður ekki yfir sínum bönkum í slíku skuldaþræla landi. Gerir best að láta fjármálstofnanir allfarið um alla stjórnsýslu þeir gætu þá grætt ennþá meira. Allir sem hafa rekið óeðlilega skuldugt fyrirtæki vita að forstjórar þeirra eru undir ósjálfstæðir undirverkatakar Bankanna. Þegar fjölda einkaframtakið réð hér ríkum var ábyrgt afskrifað til að mæta áföllum. Þegar gervi-einkaframtak ríkistjórnanna tók við. Voru eðlilegir varasjóðir greiddir út sem ofurbónusar og súperarður hluthafa [oft stjórnmálmenn]. Bara það að græða til að borga skatta þegar það er óþarft vakti og vekur eðlilegar grunsemdir frá hægri.
Júlíus Björnsson, 23.4.2010 kl. 03:15
þetta eru bara dylgjur hjá henni.
sandkassi (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 03:20
Það sem vakti athygli mína var hvernig síðuhöfundur orðaði upphaf umræðuefnisins.
Jóhanna var stödd í "galtómum sal!" Þetta stenst að minni hyggju. Salur sem hýsir Jóhönnu forsætisráðherra eina er auðvitað galtómur efir sem áður.
Árni Gunnarsson, 23.4.2010 kl. 16:57
Árni, þér fer greinilega fram!
Halldór Jónsson, 23.4.2010 kl. 21:07
Gunnar, mér líkar vel 2.málsgreinin þín. Hún er stödd einhversstaðar í Shangríla held ég.
Halldór Jónsson, 23.4.2010 kl. 21:13
Allavega einhversstaðar í Evrópusambandinu:).
sandkassi (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.