1.5.2010 | 10:03
Breiðsíða Baugs
Leiðarasíða Baugstíðinda er glæsileg að vanda í dag. Efst er litmynd af Steinunni Valdísi með Helga Hjörvar í baksýn. Þau brosa breitt til lýðsins enda flekklaus og fögur.
Þar fyrir neðan breiðir fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins úr sér og vegur þar á penan hátt að stjórnskipun lýðveldisins sem hann eitt sinn stýrði við frekar gleymda frægð. Þar er nauðsyn á niðurrifi þjóðfélagsins lýst á penu lagamáli en með sömu niðurstöðu í raun og leiðarahöfundur blaðsins kemst á sinn mun heimskari eða bara hreinskilnari hátt.
í dag finnst mér nefnilega leiðarinn slá fyrri met í skrifum blaðsins og er maður þó ýmsu vanur. Páll Baldvin Baldvinsson er höfundurinn. ( Hvaða Baldvins nafn er þetta?) Mér finnst að hann komi sterklega til greina sem blaðamaður Íslands þegar sá núverandi verður of upptekinn við eigin fjármál.Grípum niður í þessi skrif:
...Saksóknarinn hefur reynst býsna vanmáttugur í hrunsmálum. Árásarmenn á þingið voru mun fleiri en skipuðu fjöldann sem stóð utan þinghússins og freistaði þess að komast inn á palla þingsins til að heyra þar umræður. Í sætum þingmanna var stór hópur þegna lýðveldisins sem eiðsvarinn hafði grafið skipulega undan lögum og rétti í landinu, í mörgu með vísvitandi aðgerðum, sinnuleysi og svo sannað hefur verið stefnt almannahag í bráða hættu og nú orðinn stórskaða með ábyrgðarleysi, óvandaðri lagasetningu, gáleysi af ásetningi. Sumt af því fólki hefur hrökklast úr sölum þingsins en situr eftir með ábyrgð sína ævilangt. Ekki kærir saksóknari það, ekki heldur sérskipaður saksóknari sökum vanhæfis og getuleysis hins fyrrnefnda. Það er lítil von til þess að það verði dæmt af Landsdómi, enda umkringt skjaldborg félaga sinna úr stjórnmálaflokkunum. Einn dóm getur Alþingi sem þá sat ekki umflúið: dóm sögunnar.
Þvílík mannvitsbrekka er þessi skrifari. Á Alþingi sitja sérvaldir sakamenn sem ekki hefur verið náð til. Líklega hefðu þeir betur verið hengdir í árás hinna réttlátu á þinghúsið í fyrravetur. Og með því að val þjóðarinnar er svona kolvitlaust í kosningum á þetta þing og líklega öll þing þar á undan, þá velti ég fyrir mér hvernig þessi Páll ætlar að stjórna landinu ? Er einhver leið að vera án manna með hans hæfileika á öllum stöðum ? Verður hann ekki að taka stjórnina að sér sjálfur og loka þessu mislukkaða Alþingi í eitt skipti fyrir öll ? Þangað veljast greinilega tómar liðleskjur ef ekki beinir glæpamenn. Varla á hann þó líka við Samfylkinguna þó hann viti flest um innræti frjálshyggjumanna og venjulegs fólks.
.....Sá dómur mun líka varða aðra: umsátursliðið var ekki eitt. Um þingið sat um árabil hópur varða, embættismenn þings og ráðuneyta, stór hópur í almannaþjónustu sem fljótt missti sjónar á hlutverki sínu og tók að þjóna framkvæmdarvaldi sem í nær tvo áratugi var keyrt áfram af einum stjórnmálaflokki fyrst og fremst. Alþingi var umsetið af flugumönnum sem höfðu í vörnum sínum fyrir þingið og lögin annað erindi en verja almannahag. Þegar múgamenn, fræðingar og rannsóknarnefndir kveða einum rómi upp þann dóm að stjórnsýslan hafi brugðist ætti að hrikta í sætaröðum hins opinbera. En það gerist ekki. Engan þeirra ætlar saksóknari að sækja að lögum. Hvernig er þessum Páli líft í þessari skítalykt sem hann er heltekinn af ? Er ekki nauðsyn á blóðugri byltingu undir hans forystu? Er ekki allt þjóðfélagið maðksmogið af óhæfu glæpapakki að hans mati ? Það sé skakkt í toppinn eins og Danaveldi og þrfi útskiptingar ?
En ber okkur ekki að athuga bakgrunninn? Hvað lætur manninn skrifa svona ?
Páll víkur ekki einu orði að húsbændum sínum. Þeim sem borga honum kaupið. Nákvæmlega í stíl Baugsveldisins. Að rakka niður allt þjóðfélagið en minnast ekki orði á hverjir stálu þjóðfélaginu og eigum þess. Allir eru sekir nema aðstandendur 365 miðla. Húsbændur Páls Baldvins.
Án þeirrar skýringar væri mér lífsins ómögulegt að koma auga á það, hvernig Páll gæti lifað í þessum drullupolli sem íslenskt samfélag er. Væri hann að skrifa útúr sínum eigin hugarheimi þá væri illt í efni. Það getur vel verið að það sé eftirspurn eftir slíkum hæfileikum annarsstaðar án þess að ég viti það. En menn geta líka tekið að sér skítverk fyrir aðra án þess að meina nokkuð með því persónulega og ég læt Pál njóta vafans.
En þessi breiðsíða Baugs er húsbændaholl að mínu mati. Vonandi vel borguð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Án þess að ég ætli að grípa til stórkoslegra varna fyrir þá sem sakaðir eru um vanrækslu í "Skýrslunni", þá er sumt í henni sem að vekur frekar spurningar en svör.
Ef við skoðum fyrst þessi hagstjórnarmistök sem stjórnvöld eru sögð hafa gert.
Ef við byrjum á húsnæðislánunum þá var hækkun þeirra samþykkt af studd af Samfylkingunni hið minnsta auk stjórnarflokkana, þannig að þar hefðu skýrsluhöfundar mátt skoða þingræður frá þeim tíma sem að Alþingi afgreiddi þá hækkun. Má í því efni benda á að Jóhanna Sigurðardóttir, skammaðist í ræðu sinni á Alþingi yfir Sjálfstæðisflokknum að hafa ekki gefið Íbúðalánasjóði lausari tauminn. Eins og kemur hér fram að neðan:
"En þó að ég tali fyrir því að útlánum sé hagað með þeim hætti að við missum ekki allt úr böndunum í meiri verðbólgu og óeðlilega hækkun á fasteignaverði sé ég ekki hverju það breytir í stöðunni nú varðandi hin efnahagslegu áhrif hvort strax á morgun verði farið í 90% lánshlutfall og hámarksfjárhæðin fari t.d. strax í 15–16 milljónir þegar bankarnir vaða fram algjörlega óheft varðandi þak á hámarksfjárhæð og með 80% lánshlutfall.
Hver verður afleiðing þess að bíða svona með að hækkun á lánshlutfallinu taki gildi eða að fara lengra varðandi hámarksfjárhæðina? Það mun ekki draga neitt úr útlánaþenslu, afleiðingin verður bara sú að bankarnir fá stærri hlut til sín af kökunni þegar svona er haldið á málum. Ég heiti hæstvirtan ráðherra stuðningi í því að afgreiða þetta mál fljótt og vel í nefndinni þannig að hægt verði að fara fyrr í hækkun á lánshlutfallinu, í 90%. Ég skora á hæstvirtan ráðherra að endurskoða ákvörðun sína varðandi hámarksfjárhæðina vegna þess að afleiðingin verður einungis sú að Íbúðalánasjóður mun í vaxandi mæli missa hlutdeild sína í fasteignaviðskiptum ef svo hægt er farið í sakirnar. Þetta hefur engin áhrif á verðbólguna eða þensluna, þessi viðskipti munu bara flytjast til yfir í bankana frá Íbúðalánasjóði."
Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. Máli sínu lauk hún svo með eftirfarandi orðum:
"Ég sé að tíma mínum er að ljúka, virðulegi forseti. Ég hef beint ýmsum spurningum til hæstvirts ráðherra. Ég held að staðan sé raunverulega sú að hæstvirtur ráðherra hafi verið píndur af Sjálfstæðisflokknum til að ganga ekki lengra varðandi þá breytingu sem hér er að ganga í gegn um hækkun á lánshlutfalli."
Hvað vildi Samfylkingin þarna? 100% lán og ótakmarkaða lánsfjárhæð? Veit ekki en þetta hljómar samt eitthvað í þá áttina.
Ákvörðun um Álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Við getum byrjað þar á því að velta upp hvernig meirihluti sveitastjórnar í Fjarðarbyggð var skipaður. Þar var við völd Fjarðarlistinn, sameiginlegt framboð vinstri manna og án hvatningar sveitastjórnar og vinnu hennar við skipulagsmál og leyfisveitingar, hefði aldrei orðið að framkvæmdinni.
Hverjir fóru með hlut borgarinnar í stjórn Landsvirkjunar á þessum tíma? Þá var eins margir muna kosningasamsull vinstri manna og Framsóknar við völd í borginni undir merkjum R-listans og fór sá hópur með hlut borgarinnar í stjórn Landsvirkjun.
Í umfjöllun um þetta mál, vantar einnig í skýrsluna, hvaða þingmenn greiddu atkvæði með virkjuninni og Álverinu. Það hlýtur að túlkast þannig að hvert atkvæði á þingi beri jafnmikla ábyrgð og hvert annað.
Hvað skattalækkanirnar varðar, þá hef ég ekki enn rekist á ræður þingmanna um það mál, en bendi á að í kosningabaráttunni 2003 voru fjórflokkarnir utan Vinstri grænir með skattalækkun á stefnuskránni og ætti kannski þar að birta líka með þeim dómi að skattalækkanirnar hafi verið "fíaskó" hvernig atkvæði féllu á þingi.
Hvað varðar skort á lagasetningum til hömlunar á "útrásinni", þá má segja að stjórnvöld hafi gert eina tilraun þess, sem má alveg segja að hafi átt að vera upphaf slíkra lagasetninga, þ.e. Fjölmiðlafrumvarpið. Það vita allir hver örlög þess voru og hverjir börðust harðast gegn því frumvarpi. Það kom meira að segja í ljós í umræðum um "skýrsluna" á Alþingi að Össur Skarphéðinsson, sem var á tíma Fjölmiðlafrumvarpsins formaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi það að TENGSL Samfylkingarinnar við Baug, mætti hugsanlega rekja til þess hversu hart sá flokkur barðist gegn því frumvarpi.
Merkilegt hvað þessi játning Össurar hefur annars farið lágt í umræðunni, enda létu flestir fjólmiðlar sér nægja að spyrja Ingibjörgu Sólrúnu, sem að sjálfsögðu þvertók fyrir allt slíkt, þó svo að ekki hafi í rauninni þurft "járningu" Össurar til þess að átta sig á þeim tengslum.
Það má þá alveg leiða líkum að því að bæði Baugs og ESB-ást Samfylkingarinnar hefði sett svipað ferli í gang, ef að stjórnvöld hefðu gert fleiri tilraunir til að hamla vöxt "útrásarinnar", með því að nýta þær undanþágur í botn sem EES-samningurinn bauð uppá.
Eins má bæði lesa úr skýrslunni og meta, miðað við þau umsvif sem að Björgólfsfeðgar höfðu í fasteignabraski í miðborg Reykjavíkur, að einnig hafi á þessum tíma verið að myndast tengsl á milli Samfylkingar og Landsbanka.
Á Landsfundi Samfylkingar fyrir kosningar 2003, er Björgólfur Guðmundsson gestur einhverrar málstofu á landsfundinum. Í kosningunum 2003 nær kjöri á þing fyrir Samfylkinguna Ásgeir Friðgeirsson. Ásgeir þessi segir sig frá þingmennsku til að gerast talsmaður þeirra Björgólfsfeðga. Á þeim tíma hefjast þessar greiðslur til á hinar mörgu kennitöur Samfylkingarinnar frá Landsbankanum, eins og Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri bankans greinir frá í skýrslunni. Um svipað leyti hefjast einnig stórfelld fasteignakaup Landsbankamanna mest í miðborg Reykjavíkur, sem að voru í rauninni, í flestum tilfellum, kaup á þeim lóðum sem fasteignirnar stóðu á, því að byggja skildi nýtt á þessum lóðum. Í slíkum framkvæmdum er gott að hafa skipulagsyfirvöld borgarinnar með í ráðum. Á þeim tíma var Þórólfur Árnason, svokallaður "faglegur" borgarstjóri, en getur samt varla talist sem slíkur vegna tengsla sinna við Samfylkingu. Hann hrökklast frá völdum vegna þátttöku sinnar í "Olíusamráðinu" og við tekur Steinunn Valdís og verður borgarstjóri út kjörtímabilið. Á þessum tíma var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingar í komandi borgarstjórnarkosningum, formaður skipulagsráðs.
Fólk má alveg eiga það við sig hvort að því finnist vera eða ekki tengsl á milli fjárausturs Landsbankans í Samfylkinguna og það nánast takmarkalausa leyfi sem að Landsbankamenn virtust hafa til að breyta skipulagi miðborgarinnar.
Núna einu og hálfu ári eftir hrun Landsbankans örlar enn á tengslum Samfylkingarinnar og fyrrverandi eigenda Landsbankans. Nægir þar að nefna gagnaverið á gamla varnarsvæðinu. Ég vil samt taka fram að ég er fylgjandi framkvæmdinni sem slíkri, þó setja megi spurningarmerki við nokkrar staðreyndir málsins.
Maður er nefndur Vilhjálmur Þorsteinsson. Vilhjálmur þessi, jafnframt því að vera viðskiptafélagi Björgólfs Thors í fyrirtækjum eins og CCP, er við einnig viðskiptafélagi hans varðandi þetta gagnaver. Vilhjálmur þessi er einnig eða í það minnsta var, formaður stýrihóps á sviði orkunýtingar, sem að var annað hvort skipaður af Iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar eða af flokknum sjálfum. Vilhjálmur hefur einnig verið Samfylkingunni innan handar varðandi atvinnumál. Vildhjálmur var kvaddur til í Silfur Egils, þegar mest reið á að troða Icesaveskuldaklafanum á þjóðina, til þess að "súmma" skaða skuldaklafans niður í svotil ekki neitt, með einhverjum "exelreiknikúnstum" eða einhverju slíku.
Það vita það flestir sem að hafa kynnt sér starfsemi gagnavera, að slík framleiðsla krefst orku og því er eflaust ekki verra en að vera í góðum tengslum við þann flokk sem fer með orkumál í stjórn landsins og enn betra ef að hægt er að fá til liðs við sig formann stýrihóps varðandi orkunýtingu.
Eins er athyglisvert að skoða hversu marga fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga ríkisstjórnin valdi sér til aðstoðar:
Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.
Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.
Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans
Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans
Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.
Einhverjir þessara mann og kvenna gætu verið hætt stöfum fyrir þessa ráðherra, en þetta gefur nú samt töluverða mynd af því hvernig þetta er/var.
Það má kannski líkja ónægri lagasetningu stjórnvalda við það að peningar hafi verið skildir eftir á glámbekk. En það tekur samt ekki burtu það staðreynd að þessum peningum var rænt af þjóðinni og rán er alltaf rán hvort sem það sé hlutur á "glámbekk" eða ekki. Og eigendur föllnu bankana eru sekir um þennan þjófnað og nutu til þess aðstoðar starfsmanna sinna og eflaust einhverra af þeim sem núverandi ríkisstjórn valdi sér til fylgilags.
Eins eru stjórnvöld ásökuð um handvömm vegna Icesavereikningana. Þar er helst fundið að því að stjórnvöld hafi ekki "vísað" þeirri starfssemi úr landi. Í því sambandi er ekki bent á neinn lagatexta sem hefði heimilað slikt. Það liggur einnig ljóst fyrir í skýrslunni að Landsbankamenn voru ekki "æstir" fyrir því að flytja reikningana erlendis, enda hefði það stöðvað þjófnað þeirra á þeim innistæðum sem þar lágu.
Varla gátu stjórnvöld "takmarkað" umsvif Icesavereikningana, því þá hefði orðið "run" á þá.
Alvarlegast er samt í sambandi við Icesave, að þrátt fyrir að það fyrsta sem "punktað" var niður á blað um þá eftir hrun, hafi borið með sér allt of háa vexti ( en það hlýtur að skýrast vegna þess ástands sem var á því augnabliki), þá var aðkoma ESB að málinu, skilyrði fyrir lausn málsins. Slík aðkoma hefði opinberað stórfellda galla á regluverki ESB og jafnvel kostað ESB óteljandi málssóknir, vegna annara mála sem byggð eru á þessu gallaða regluverki. ESB hljóp því frá málinu lágu viðræður lengi niðri. Spyrja má hvort ásetningur Samfylkingar um að sækja um aðild að ESB, sé ekki skýring þess að brotthlaupi ESB frá málinu var ekki mótmælt.
Siðan sendir Steingrímur J að áeggjan Samfylkingarinnar "félaga" Svavar í þann leiðangur sem færði okkur þessa "farsælu" lausn málsins, sem enginn mátti sjá, ekki einu sinni þeir þingmenn sem samþykkja áttu ríkisábyrgðina sem til þurfti til lausnar málsins.
Þó svo að þar hafi verið í boði lægri vextir, þá var og er það samkomulag ekki á þann veg að hægt sé að fallast á það.
Lausn Icesavemálsins, hvort sem að hún verði á pólitískum eða lagalegum grundvelli, snýst ekki um ríkisábyrgðir eða vexti, heldur túlkun á því regluverki sem að í boði var á þeim tíma sem þessir reikningar voru í boði.
Menn segja að þar sem Bretar láti embættismannakerfið hjá sér, þá sé þetta "smámál" frá þeirra hendi. Ég er samt þeirrar skoðunnar að Bretar vilja ekki blanda stjórnmálamönnum í málið, því að þrátt fyrir að upphæðin sem slík, sem málið snýst um, er ekki há á breskan mælikvarða, þá gæti aðkoma breskra stjórnmálamanna, að málinu skapað þeim ákveðin óþægindi, t.d. við að verja breska og evrópska lagasetningu, auk þess sem að leikar gætu borist út á Ermasundið í skattaparadísirnar þar og til þeirra skattaparadísa sem í Karabískahafinu eru.
Þessi "punktur" sem Rannsóknarnefndin setur við Icesavedeiluna, með því að ljúka umfjöllun sinni á henni á þeim tíma sem að bankahrunið var hér, er því alls ekki fullnægjandi og þarf því ef að mönnum er það einhver nauðsyn að draga til ábyrðgar alla "sökudólga" málsins, að halda áfram rannsókn á því máli, frá þeim tímapunkti sem rannsóknarnefndin hætti, til dagsins í dag.
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.5.2010 kl. 12:48
Heill og sæll Kristinn Karl
Ég þakka fyrir lengstu athugasemd sem ég minnist að hafa fengið hér á síðunni. Þú kemur víða við. En mér finnst aðalatriðið sem þú grípur á ver það, að Samfylkingarfólk lætur núna eins og það hafi helst ekki verið í stjórn nokkurn tímann áður. Þar af eliðandi sé allt nýtt og ferskt hjá þeim. Þeir eru saklausir af öllu og bera enga ábyrgð á neinu sem aflaga fór.
Þetta ástand núna á sér langan adraganda og enginn sem var á þingi síðustu áratugi, ekki einu sinni Steingrímur J. sem þykist vera hinn vammlausi kvótaframsalsmaður, getur neitað sínum þætti í ósköpunum. Við hefðum ladrei sloppið hérlendis þegar hamfarir fjármála hófust með Lehmann Bros. hruninu. Við hefðum mátt haga okkur öðruvísi, það er satt. Manstu þegar Davíð tók út aurana sína úr Búnaðarbankanum vegna sukksins á Sigurði Einars sem þá var að hefjast. Enginn gerði neitt með þetta og brjálæðið sem síðar varð var ekki nærri byrjað.
Rannsóknanefnd eða ekki. Við ráðum ekki við afleiðingarnar Íslendingar. Ekki stjórnskipunarlega, tilfinningalega eða framkvæmdalega. Við erum sokknir í svo djúpan skít að ef við nokkru sinni komumst uppúr honum, þá verður þetta allt orðið fjarlæg martröð sem við nennum ekki lengur að hugsa um.
Ef gullhringur liggur á Gnitaheiði án þess að einhver nálægur voldugur Fróðieigi stóran lurk, þá verður honum stolið. Þannig er maðurinn. Og líklega einbeittari í brotaviljanum sem hann talar meira um nauðsyn á siðareglum og lagaparagröffum. Það er uppeldið og innrætið sem er ekki alltaf í lagi hjá fólki sem rtar í freistingu.
Halldór Jónsson, 1.5.2010 kl. 13:30
Ég reyndi eins og gat að stytta mál mitt í fyrstu athugasemd. Væri sjálfsagt enn að skrifa hana ef ég hefði ekki reynt það.
En það hefur kannski "eitrað" umræðuna um skýrsluna, hvað hún er "túlkuð" gagnrýnislaust og þau vafaatriði sem í henni kunna að vera, eru túlkuð eftir því hvaða hagsmunahópi eða stjórnmálaflokki "túlkandinn" tilheyrir.
Mér finnst og kannski er það ekki hlutlaust mat, en við látum það liggja á milli hluta að sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun að taka hvað mest á sínum málum í kjölfar skýrslunnar, þó auðvitað sé umdeilanlegt, hvort afsagnirnar innan flokksins mættu vera fleiri.
Formaður flokksins hefur verið í fundarferð um landið (þar sem allir eru velkomnir á fundina, þó þeir sú á vegum flokksins) til þess tala um þátt flokksins í hruninu og framtíðarsýn flokksins.
Bjarni hefur setið undir ámæli vegna þáttar síns í Vafningi, þó svo að ekkert ólöglegt við aðkomu hans af málinu sé á borðinu, en auðvitað óþægilegt eftir á að hann skyldi hafa haft þessa aðkomu. Bjarna er einnig getið í sambandi við "Glitnisþotuna". Þar vekur það athygli, að aðeins í tveimur ferðum þotunnar er fullnægjandi farþegalisti og merkilegt nokk, akkurat þær ferðir sem Bjarni fór. En síðan eru ótal ferðir, þar sem á farþegalistanum er "unknown passengers" og virðist litlu púðri eytt í að reyna að komast að því, hverjir hinir óþekktu farþegar eru.
Framsókn, fékk sér nýja úlpu, þ.e. breytti um forystu en er samt ennþá gamla "góða" Framsókn.
Samfylkingin, lýtur á sinn þátt í hruninu á þann veg að hún hafi "smitast" af Blairisma og þurfi bara að finna "bóluefni" við þeirri óværu, ásamt því að skrifa nokkrar siðareglur og taka málskotsréttinn af forsetanum, þá sé hennar samviskuvinnu vegna hrunsins lokið.
Í vinnu sinni að endurreisninni hugsa stjórnvöld fyrst og fremst í lagasetningu sinni að setja engin ný lög sem eru á skjön við það skipunnarbréf um aðlögun íslenskra laga að ESBlöggjöfinni sem þau fengu frá ESB í kjölfar umsóknar. Þar ganga ESB-hagsmunir fyrir íslenskum hagsmunum.
Það skýrist fyrst og fremst af því að einu leiðir stjórnvalda út úr kreppunni sem að þau vilja skoða, eru þær að: Stofna nefnd um "málið", skrifa siðareglur um "málið", leggja á nýja skatta í stað þess að skapa aðstæður til betri nýtingar á þeim sem fyrir eru og að ganga í ESB.
Núna er þessi athugasemd líklega orðin í "lengri kantinum" líka, þannig að ég læt þetta nægja í bili :-)
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.5.2010 kl. 14:03
Sömu ótrúlega bjánalegu skrifin og renna venjulega úr þínum penna. Fyndið að lesa hvernig þú sífellt talar um Baugstíðindi og hvernig menn séu á mála við að verja eigendur þess, þegar þú ert í þvílíkri vörn fyrir Davíð Oddsson og meðreiðarbjálfa hans að ómögulegt er að ímynda sér annað en að þú þiggir frá þeim feitan tékka um hver mánaðarmót. Ásamt öllu því fé, sem þú hefur auðvitað þegið frá Kópavogsbæ fyrir ábyrðarmikil "eftirlitsstörf". Hafðu skömm fyrir þessi varnarskrif þín fyrir hönd þessara þjóðníðinga. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur sýnt fram á að þetta lið hefur mikið maðkað mjöl í pokahorninu.
Jón Kristjánsson, 1.5.2010 kl. 15:14
Netop Kristinn Karl
"Það skýrist fyrst og fremst af því að einu leiðir stjórnvalda út úr kreppunni sem að þau vilja skoða, eru þær að: Stofna nefnd um "málið", skrifa siðareglur um "málið", leggja á nýja skatta í stað þess að skapa aðstæður til betri nýtingar á þeim sem fyrir eru og að ganga í ESB. "
Hefurðu tekið eftir því hvað orðaforði Jóhönnu Sigurðardóttur er takmarkaður. Ég held að hann sé einhver hundrað orð. Þetta eru bara klisjur, endurteknar upp aftur og aftur. Segjandi ekki neitt.
Steingrímur bunar og bunar um norrænt velferðarkerfi án þess að segja neitt um útá hvað það gengur eða hever eigi að borg.Segir ekki neitt nema bunar sömu ræðuna upp aftur og aftur með ógurlegum orðadyn eins og kjaftakyndið kennt við Guðlaugssatði.
Staðreyndin er að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt nema kjafta í klisjum. Það breytist ekkert. Heimilin eru ráðalaus. Atvinnuleysið er óbreytt. Árni Páll þvælir um að lækka bílalán í samvinnu við lánveitendurna, sem geta ekki annað en farið beint á hausinn ef ríkið ekki borgar mismuninn.Bankarnair græddu 50 milljarða á síðasta ári á því að skrúfa upp lán og vexti á gömlu skuldurunum því engir aðrir en Jón Ásgreir eru að taka lán því það er ekkert að taka lán í í dauðu hagkerfi. Hagkerfið er steindautt, túrisminn er nýdauður eftir að forsetinn fældi þá burt. Hótelbókanir og sala á Laugaveginum er niður um 80 %. Svo heldur Steingrímur áfram að buna og hækka skatta.og Jóhanna talar um að matvaran hafi hækkað alltof mikið. Seðlabankastjórinn hvíslar að gjaldeyrishöftin verði mörg ár enn. Það er ekkert framundan nema píslir hjá þjóð sem þarf að læra bitra lexíu.
Það er helsvart myrkur framundan en ekki birta ef atvinnulífið kemst ekki gang.
Halldór Jónsson, 1.5.2010 kl. 15:20
Kæri litli kommatittur Jón !
Nei því miður þigg ég ekki feitan tékka frá Davíð. Ég er atvinnulaus eins og fleiri verkfræðingar. Og heldur "þigg" ég ekki neinar greiðslur frá Kópavogi þar sem engin verkefni né eftirlitsstörf hafa komið þaðan í langan tíma.
Heldurðu annars virkilega að ég sé bara á mútum hjá íhaldinu ? Dettur þér ekki í hug að ég hafi unnið fyrir greiðslum? Eru það bara kommar sem vinna í þinum huga? Allir aðrir séu arðræningjar ?
Halldór Jónsson, 1.5.2010 kl. 22:09
Þessi leiðari er afbragðsgóður enda er maðurinn óvenju góður penni og hvass. Ég held að flestir Íslendingar skrifi undir þetta allt að undanskildum fáeinum sjálfstæðismönnum.
Mér sýnist þú verja stjórn Geirs H.og falla í sömu gryfju þar og Jóhanna með takmarkaðan orðaforða og minnist á "run." Þetta run kom en á meðan við biðum eftir því töpuðust meir fjármunir en nokkurn órar fyrir. Ránsferð bankanna þar sem sparifjáreigendur voru heimsóttir og hringdir upp á nóttunni bar þann árangur að skndilega streymdi mestallt sparifé fólks inn í bankana þar sem því virðist hafa verið rænt jafnharðan og skipt á milli vina og vandamanna.
Bretar voru búnir að hvetja til þess að Icesave yrði flutt í þeirra lögsögu og buðu auk þess seðlabankanum aðstoð en var ekki svarað.
Íslenskur almenningur hafði ærnar ástæður til að ganga lengra í mótmælum en gert var. Lögreglan brast undan álaginu og gerði skyssu í Alþingishúsinu. Hafði fram að því sýnt aðdáunarverða rósemi og yfirvegun. Skandallinn í Héraðsdómi núna var framhald skyssunnar.
Ég kvíði því þegar fólk verður búið að fá nóg af vinstri stjórninni og grípur til aðgerða. Mér sýnist að þess verði ekki langt að bíða.
Hér eru athugasemdir langar enda ekki efni til annars.
Árni Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 08:53
P.s. Ég fæ ekki betur séð en að allar þær ályktanir sem P.B.B dregur fram í leiðaranum eigi stoð í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Aldrei fyrr hef ég séð því haldið fram að þar hafi Baugspennar verið að verki.
Árni Gunnarsson, 2.5.2010 kl. 09:08
Fastir í fortíðinni
Afskaplega er sorglegt að lesa afneytunar skrifin. Menn benda á mistök annarra í stað þess að líta í eigin barm og verður það þá oft til þess að þeir sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í auga sjálfs sín.
Hrunið og staðan í dag ber augljóst vitni um að Alþingi og stjórnsýsla íslendinga hefur mistekist hlutverk sitt hrapalega. Það þar ekki einu sinni að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis til að komast að þeirri niðurstöðu. Fólki og flokkum væri hollt að líta yfir farinn veg og vega og meta eigin gjörðir með hliðsjón af niðurstöðunni. Þar á eftir geta menn farið að koma með tillögur um endurskoðun og endurskipulagningu stjórnsýslunnar þannig að sagan geti ekki endurtekið sig. Karpið um hverjum allt þetta er mest að kenna þjónar engum tilgangi. Öllum geta orðið á mistök en það eina góða við mistök er að það er hægt að læra af þeim. Að neita að horfast í augu við mistökin og þar með eiga á hættu að endurtaka þau er hins vegar til marks um takmarkaða vitsmuni.
Af því að ég skrifa þetta á þinni síðu Halldór er rétt að taka fram að ég lít svo á að þetta eigi við um alla stjórnmálaflokkasem störfuðu á Íslandi fyrir hrun, marga embættismenn, fjölmiðla og stóran hluta almennings.
Uppbygging efnahagsins getur vart tekist fyrr en traust skapast að einhverju leyti í samfélaginu og það skapast ekki fyrr en endurskoðun og breytingar hafa átt sér stað.
Með von um breyttar áherslur.
Kjartan Björgvinsson, 2.5.2010 kl. 09:30
Árni og Kjartan
Ég velti því fyrir mér hvort þið trúið því eins og Ibsen, að mannlegu eðli sé hægt að breyta með trúarbrögðum eða siðaprédikunum eins og í Brandi og Pétri Gaut. Ég held að maðurinn sé að einhverju leyti rándýr og skepna, undirförull og lyginn. Honum verður ekki breytt með eftirlitsnefndum eða rannsóknaskýrslum. Hann óttast hinsvegar svipuna og það fær hann til að láta ýmislegt ógert sem hann annars gerði. Það var svipan sem klikkaði og leiddi til þess að þessir tiltölulega fáu glæpamenn gátu komið okkur á núverandi stað.
Hvað sem Jóhanna talar mikiðá innsoginu um að allt verði gott með nýjum rannsóknanefndum og reglugerðum um siðferði, þá vnatar agann í þjóðfélagið. Sáuð þið Bernard Maddox sem stal ekkert meiru en okkar glæpamenn gerðu. Hann var kominn í hundraðog fimmtíuára tukthús innan við þremur mánuðum eftir að hann var tekinn fastur.
Þar eru sakamenn handjárnaðir og leiddir í réttarsal. Hér sitja þeir með skíðagrímur eins og svarti september og bjóða okkur byrginn. Hér eru menn ekki settir inn í gæsluvarðhald þar til dómur gengur. Íslendingar tíma ekki að byggja nægilega mörg tukthús svo hægt sé að setja reyfarana inn.
Án agavaldsins er ekki hægt að reka neitt þjóðfélag, það sagði hann Hörður kommi alltaf við mig þegar hann skýrði út afrek Stalins. Íslenskt samfélag er gerbreytt eftir að útlensku glæpamennirnir hópuðust hingað og kenndu okkar eigin glæponum alvöru trix.
Halldór Jónsson, 2.5.2010 kl. 15:08
Ég er sammála þér um mannlegt eðli, en það var hlutverk stjórnvalda að vera svipan og eins og þú segir brást hún, ráðherrar áttu að sveifla svipunni en gerðu ekki. Þess vegna er þörf á endurskoðun og endurskipulagningu stjórnkerfisins, til þess að koma í veg fyrir að þeir sem eiga að gæta hagsmuna samfélagsins lendi í vasanum hjá þeim sem þeir eiga að hafa eftirlit með.
Ég undrast einnig mjög hversu hægt gengur að gefa út ákærur og hversu lítið hefur verið rætt um ákærur vegna vanrækslu.
Ég held nú ekki að það hafi þurft útlendinga til að kenna íslendingum að stela, við höfum meira að segja hefð fyrir að einstakir aðilar fái að stela auðlindum þjóðarinnar með samþykki Alþingis, samanber kvótakerfið.
Það sem ég kvarta yfir er að enginn stjórnmálafflokkur hefur enn tekið ferlið til athugunar með áherslu á eigin mistök, heldur eru allir enn í því að kenna öðrum um. Ábyrgð er ekki eitthvað sem maður fær, heldur eitthvað sem maður tekur, ef flokkarnir vilja ekki taka ábyrgð eru þeir ekki þess verðugir að stjórna samfélaginu.
Kjartan Björgvinsson, 2.5.2010 kl. 17:09
Þannig að í stað þess að kvarta sífellt yfir kommunum, ættir þú að beita þér fyrir tiltekt í eigin flokki. Það væri best fyrir flokkinn ef hann vill vera stjórnmálaafl sem mark er á takandi.
Kjartan Björgvinsson, 2.5.2010 kl. 17:11
Kjartan, ég er ekkert sérstaklega að kvarta yfir kommunum. Ég er að kvarta yfir því að glæpamennirninr eru ekki teknir núna. Að þeir fái að vaða svona uppi ennþá. Það er ömurlegt að þú skammast bara útí Eliot Ness en ekki glæponana sem ganga lausir.
Halldór Jónsson, 2.5.2010 kl. 20:41
Þar erum við allavega sammála.
M.b.k.
Kjartan
Kjartan Björgvinsson, 3.5.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.