Leita í fréttum mbl.is

Hvað segja kratar nú ?

Gunnar Rögnvaldsson skrifar vel að vanda um myntbandalagið og grikkina þar.
" Hvernig gat þetta brot á sáttmála mannréttingarverkstæðis Samfylkinga Evrópusambandsins gerst? Þessi lönd eru jú með evru. Bankakerfi evrulanda áttu að vera alveg 100% örugg gegn því að nokkuð slíkt gæti gerst. Það sagði Samfylkingin okkur. En nú hefur þetta sem sagt gerst.

Mun þá fara eins fyrir bankakerfi Grikklands, Portúgals, Spánar, Írlands og Ítalíu eins og fór fyrir íslenska bankakerfinu? Já, það gæti vel hugsanlega gerst. Það var einmitt þess vegna sem lánshæfnismat bankakerfis Grikklands var lækkað af bæði S&P og Moody's í þessari viku. 

Staðreyndin er sú að mamma þessara bankakerfa, ríkissjóðir þessara landanna, er nú í verulegri hættu á því að verða gjaldþrota. Mamma skrifaði uppá fyrir þessi bankakerfi og nú er hún sjálf í gjaldþrotahættu. Hún er reyndar í bráðri gjaldþrotahættu vegna þess að hún er læst föst inni í gildru myntbandalags Evrópusambandsins. Þetta myntbandalag er nú að verða líkleg endastöð og líkklæði fyrir samfélag Grikkja í Grikklandi; sjálft gríska lýðveldið. 

Fjármagn alþjóða samfélagsins lítur frá og með nú á mörg lönd myntbandalagsins á sama hátt og það lítur á fjárhag margra landa í Suður Ameríku, sem sum eru kennd við ávaxtategund sem nefnist bananar. Við skulum ekki minnast á neinar sardínur og spilavíti að þessu sinni. 

*******************

And when crisis strikes, governments need to be able to act. That’s what the architects of the euro forgot — and the rest of us need to remember.

******************* 
Nóbelsverðlauna hagfræðingurinn Poul Krugman er með ágætis grein um þetta "getur ekki gerst - mun ekki gerast - en hefur samt gerst". Það eina sem við þurfum að muna, segir Krugman, er það að við verðum að passa okkur á því að lenda aldrei í svona gildru eins og lönd myntbandalagsins eru nú læst inni í. Það er hinn einfaldi sannleikur. Ríki  eiga aldrei að ganga í endastöð myntbandalags Evrópusambandsins. Aldrei. | Poul Krugman: The Euro Trap "
Það sem mér finnst athyglivert er það, að Grikkirnir eru ekkert á því að láta hjálpa sér. Þeir neita að lækka hjá sér kaupið sem er auðvitað forsenda þess að þeir fari ekki lóðbeint á hausinn aftur. Írar eru að reyna að axla ábyrgð með niðurfærslu.
Niðurfærsla launa kom eitt sinn til álita á Íslandi í stað gengisfalls. Stjórnvöld þá þorðu ekki í launþegaskrílinn. Gengisfall varð því fyrir valinu.
Hvernig ætli Jóhanna skýri þá hagfræði sem að baki Grikkjagrikkjunum liggur. Hvað myndi hún gera ef hún væri við völd í Grikklandi ? Ætli hún myndi fárast yfir verðlaginu á matvörunni ? Ætli hún myndi slá skjaldborg um heimilin? Líklegra þykir mér að innsogið yrði langt og mikið áður en hún gæti fundið gríska Sjálfstæðisflokkinn til að skella skuldinni á.
Evran er allra blessun er það ekki ? Sérstaklega fyrir krata sem aldrei geta sagt nei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er allavega hægt að nota Evru í viðskiptum.

Ég veit ekki betur en það séu gjaldeyrishöft hérna, krónan er orðin einhverskonar Disney peningur sem enginn vill taka við, tæplega 10% vextir í miðri kreppu og verðtryggingin eru að leika heimilin grátt....... það væri skömminni skárri að hafa evruna.

Þá værum við allavega ekki í gjaldeyriskreppu ofaná alltsaman.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2010 kl. 08:42

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór! Launþega-skrílinn? Skammastu þín ekki að segja svona?

Þetta er vanvirðing við launþega-skrílinn sem heldur fyrirtækjum uppi með striti og lágum launum, sem svo halda gamla heiðarlega og stritandi fólkinu uppi með lífeyrisgreiðslum? Þetta er hringrás sem ég þú og allir aðrir verða að fara að taka tillit til af réttlæti!

Skattar?

Hvað er það Halldór?

Eru það bara fyrirtæki sem blæða skattpeningum? Hvar er sanngirnin og réttlætið gagnvart þeim sem hafa haft ó-lífvænleg laun í fyrirtækjum, fyrir þrældóm fátækra og sjúkra á Íslandi í marga áratugi og eiginlega alla tíð!?

Vegna ó-líðandi stéttarskiptingar, fátæktar, lesblindu, og ótal annarra svika gagnvart þeim sem eru minni máttar og sviknir af kerfinu og fyrirtækjunum að einhverju leyti á Íslandi er hægt að svíkja minni máttar?

Hvað gera fyrirtækin ef launþega-skríllinn sér ekki um að vera hornsteinar undir öll horn fyrirtækjanna?

Fara þá fyrirtækja-eigendur sjálfir að vinna "HORNSTEINA-VINNUNA"? Svona eins og t.d.bændur strita frá sér heilsu og réttlæti?

Við höfum fræðinga til að miðla sinni þekkingu í þágu þjóðarinnar!

En misnota fræðingarnir menntunina sem "lág-launþega-skríllinn" borgar oftar en ekki fyrir fræðingana með sínum sköttum og skorti?

Ég er á mörkunum að nenna að taka þátt í umræðunni í þessu spillta og brenglaða Íslands-kerfi! Settu þig nú í spor allra ef þú vilt hljóma sanngjarnt fyrir fjöldann Halldór, en ekki sérvisku-stefnu eiginhagsmuna-seggja og klíku-flokka-hagsmuni!

Niðurlæging verkamanna-þræla er næg fyrir!!!  M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er launþegaskríll sem böðlast áfram og knýr fram kaupkröfur sér til handa, oft fámennum hópum með kverkatök,  uppá tugi prósenta með ofbeldi og gíslatökum meðan láglaunafólkið situr eftir eins og þú lýsir. Þetta dót hefur eyðilagt gjadlmiðilinn okkar góða. Án svona bandíttahópa væri danska krónan enn jöfn eirri íslensku Anna mín.

Halldór Jónsson, 3.5.2010 kl. 17:40

4 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Ekki ætla ég að þykjast fróðari en allir þessir ffínu hagfræðingar, en ég velti fyrir mér hvar þeim þykir best að setja mörkin. Í USA er dollar í öllum ríkjum en þau eru afar mis vel stæð, Kalifornía í raun gjaldþrota, samt heyri ég ekkert um að leysa ætti upp það myntbandalag. Ekki eru aðstæður líkar á Reykjavíkursvæðinu og Vestfjörðum, má þá ekki beita sömu rökum fyrir því að þau svæði ættu að hafa hvert sinn gjaldmiðil?

Spyr sá sem ekki veit.

Kjartan Björgvinsson, 3.5.2010 kl. 18:18

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland hefur sérstöð hér er skylda með lögum um 1982 að setja CIP vaxtáhættu vexti á alla veðbanda lánasamninga eftir logrithma leiðréttingar formúlu sem á að vera svo nákvæm 25 til 30 ár fram í tíman að ekki skeiki eyri á lánstímanu.  

Þetta gefur á væntingar meðlgreindra lándrottna hér um gífurlegar vaxtatekjur til að byrja með.

Erlendis líta lándrottna til þess hlut vaxta sem fellur undir áhættu á öryggi veðsins eða greiðslu lánsins á lánstímanum.

Því hærri sem  þessi vaxta áhætta er því meiri afföll af Bankabréfum með veð í slíkum bakveðum.

Löglegir CIP áhættu vextir langtíma veðbandalána þegar um örugg verðmæti [veða] er að ræða í EU  er hámark að lögum 2,5%  hjá þeim ríkjum EU sem gefa mega út evrur er hámarkið 1,5%.

Kallast líka hámörk verðbólgumarkmiða við komandi Seðlabanka.

Áhættu afföll af bréfum með 1,5% verðbólguvöxtum eru um 5%, 2,5% gefa 10% afföll og 10% áhættuvextir skila 40% afföllum.

Þegar Seðlabanki gefur út meiri evrur í Meðlima-Ríki en veðmat Ríkisinsins  og verðmætasköpun stendur undir til að tryggja tilvist kauphallar þá að ekki valda meiri væntingum eða áhættu en 2,5% á ári.

Neytendur eins lands ráða nefnilega eftirspurninni eftir tæki og fullvinnslu varningi á þess heimamarkaði.  Aukning í viðskipum á þeim markaði vegna ólögleg auka mangs evra er að kallað að draga til sín evrur frá öðrum Meðilma-Ríkjum og skekkja samkeppni stöðu milli Ríkja. Við þessu er refsingar sem samkvæmt lögum EU eiga að frara leynt fyrir almenning meðan viðkomandi lærir að sýna sjálfsaga og virðingu við hin Meðlima-Ríkin aftur.

Þau ríki sem eiga hollustu neytendurnar og ódýrust framsleiðurnar  hafa rétt til samsvarandi mestu evrur útgáfu, miðað við innri tekjur síðustu 5 ára.

Apa eftir þeim sterkasta í EU samkeppinni er áhættu minna en skammtíma gróða-sjónarmið. 

Sumir sossar er jafnari en aðrir. Það gildir á milli sossa Ríkja meginlandsins og er varið í milliríkja samningum: grundvelli sameiginlegra laga EU. 

Meðal greindir sossar vanleshæfir virast ekki greina þetta.

Aðilar merkja ekki örugg lángtíma lán með áhættu vaxtar álagi yfir 2,5% nema að vera gaga.

Labor merki Launþegi í nútíma menntamáli hinna yfirgreindu. Verkamenn eru ekki lengur 80% aðalatriðið. Vandmál en ekki vandamálið.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 20:42

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aðilar merkja ekki örugg lángtíma lán með áhættu vaxtar álagi yfir 2,5% nema að vera gaga. Með lögum almennt.

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 20:44

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór! Þegar ég flutti til Noregs 1995 dugðu ekki verkakvenna-launin mín fyrir húsaleigu, hvað þá framfærslu barnanna minna tveggja!

Sem betur fer áttu börnin mín góða feður og ekki síst afa og ömmur sem hjálpuðu þeim í gegnum þetta allt og það er ég þakklát fyrir í dag!

Þessi sjónarhorn skilja ekki allir og þess vegna er opin umræða nauðsynleg fyrir alla!

Nú er ég orðin dálítið þreytt og gömul og þá á maður ekki margra kosta völ í Íslands-klíku-veislunni að fá vinnu á gamla Fróni?

En ég hef aldrei farið og mun líklega ekki fara "klíku-hræsni-leiðina" til að fá létta vinnu sem ég ræð við.

þess vegna er ég án vinnu í dag! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 21:22

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég get ekki lifað af 120.000 króna ráðstöfunartekjum [46.000 evrum á EU gengi 41.000 evrum eftir 12 mánuði] og verða að treysta á mína fjölskyldu og vini.  

Neytendamarkaður hverrar þjóðar er sterkasta samkeppni vopnið í samskiptum við aðrar þjóðir hann tryggir hráefnisviðskiptin grunn allra annara viðskipta milli Ríkja. [IMF sér um að jafna hann]

Fámennar þjóðir gera best í að auka verðmæti innflutnings með háum gæðakröfum.  Til að tryggja sér meira af hráefnum.  

Hráefni jarðar eru misskipt og mörg af skornum skammti. Hinsvegar er nóg af orku. 

Þjóðverjar reyna að byggja á bjargi.  Til að stand við langtíma samninga til að fá betri kjör.

Víxalar sköpuð verðmæti meðan orð stóðu.

Í stöðunni í dag eiga Íslendingar vart afturkvæmt upp í þjóðartekjur á haus sem laða að eða halda í.

Brussel flytur ekki 3 milljónir launþega til Íslands en getur vel tekið við 60.000 manns jafn vel 260.000. Til lækkunar hráefnis og orkuverða EU heildarinnar.  

Júlíus Björnsson, 3.5.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband