Leita í fréttum mbl.is

Harðnar á dalnum.

Ríkisstjórnin hefur verið heppin að því leyti, að allskyns uppákomur uppá síðkastið  hafa dregið frá henni athyglina og fengið menn til að gleyma eymd okkar augnablik. Skýrslan um hrunið, síðan gosið daginn eftir, forsetablaðrið og áhrif þess á ferðamennina,  kosningarnar í Bretlandi, óeirðirnar í Grikklandi og olíulekinn á Mexicoflóa, allt dregur þetta athyglina frá þjáningum þjóðarinnar undir ráðlausustu ríkisstjórn lýðveldisins frá upphafi.

28 þúsund störf hafa tapast frá því í hruninu. Dulið atvinnuleysi og landflótti draga atvinnuleysið niður í 17 þúsund segja fréttirnar í kvöld. Samdráttur í ríkisrekstri eins og skólum og heilbrigðiskerfi ásamt skattahækkunum eru ráð ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuleysi og fallandi tekjum almennings.

Ef við hugsum til baka frá valdatöku þessarar ríkisstjórnar og spyrjum í einlægni; Hvað hefur gerst ?

Hefur atvinnuleysið látið undan síga ? hefur vandi heimilanna verið leystur ? Hefur gengið styrkst? Hafa vextir lækkað? Hafa aflaheimildir verið auknar ? Hafa bankarnir verið endurreistir til þess að koma atvinnulífinu í gang? Höfum við tekið upp evruna?.Erum við gengin í Evrópubandalagið ? Hefur bjartsýni þjóðarinnar og trú á framtíðina aukist ? Hefur landflóttinn minnkað? Er efnahagslífið að taka við sér ? Eru stóriðjuframkvæmdir að hefjast? Er ferðamannaiðnaðurinn á uppleið? Hafa vextir Seðlabanka haft minnstu áhrif til að koma efnahagslífinu í gang ? Hefur eitthvað gerst?

Því miður ræður samanburðarfræðin ein ríkjum hjá ríkisstjórninni. Hennar höfuðmál er að sverta Sjálfstæðisflokkinn og halda honum frá áhrifum.  Reyna að rægja þingmenn og formann flokksins frá störfum vegna spillingarumtals en þegja sem fastast um eigin misgerðir og mútuþægni. Allt til að draga athyglina frá sér sjálfri og ömurleikanum. Ekki að koma með lausnir eða tillögur.

Að mínu viti er allt á niðurleið hér ennþá og verður það þar til að eitthvað það gerist sem örvar atvinnulífið. Óbreytt atvinnuleysi og lággengi krónunnar  heldur þjóðinni niðri í svaðinu. Það er ekkert að gerast neins staðar. Túrisminn lætur á sér standa, salan á Laugaveginum dottinn niður um tvo þriðju og bensínsalan dregst saman. Vantrúin og vonleysið endurspeglast í gengi fíflaframboðs  Jóns Gnarr. Verðbólgan vex. Fólk er búið að glata trúnni á allt og getu okkar til að komast út úr ástandinu. Trúir ekki á stjórnmálamenn okkar, Alþingi eða aðrar stofnanir þjóðfélagsins. Og ef vonin hverfur, hvað er þá eftir ?

Að mínu viti gerist hér ekkert meðan þessi ríkisstjórn situr. Mér er slétt sama hverju öðru stuðningsmennirnir halda fram. Þetta er svona og verður því miður svona. 

Á meðan ríkisstjórnin situr harðnar bara  á dalnum. Gæfuleysi hennar er algert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkistjórnin er í mótun. Við þurfum fullmótaða stefnufasta ríkistjórn. Óháð ástandinu í EU. UK að mínu mati á nóg af áunnum neytendamörkuðum til að fella evruna, getur sleppt Íslandi.

Staðreyndin sú að þjóðartekjur Færeyinga á haus eru 25-30% hærri en Íslendinga og þeir vita hvað þeir skulda með réttu. Enda hluthafafjármálageirinn einn sá hlutfallslega minnst í heimi. Seðlabankakostnaður  á  neytenda hverandi.

Vil benda þér Halldór á hvernig ég skynja hugtakið "prize guarantee", hjá Alþjóðasamfélaginu.  

Einnig grunn að verðtryggðu veðbandalána íbúðajafngreiðsluformi þar sem afborgun af höfuðstól og vextir eru eins allan lánstímann t.d. 30 ár. Innhalda vexti til neyslutryggingar miðað við hámarksverðbólgu allan lánstímann og að sjálfsögðu upphaflegu ávöxtunarkröfuna.

Þá ætti ekki að þurfa mikla menntun til að reka íbúðalánsjóði, sjálfstæða eða innan fyrirtækjabanka.

Júlíus Björnsson, 6.5.2010 kl. 02:19

2 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það verður enginn friður í þessu þjóðfélagi fyrr en búið er að leysa upp núverandi stjórnmálaflokka, og refsa þeim sem rændu landið.

Sigurjón Jónsson, 6.5.2010 kl. 11:32

3 Smámynd: Björn Emilsson

Það þarf að gera betur en það. Stinga Icesafe riddurunum þremur Steingrími, Svavari og Indriða í fjóshauginn hjá Jónasi fyrir meint landráð að nóttu til.

Björn Emilsson, 6.5.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Alþingi Íslendinga ber ábyrgð á menntun. Alþingi Íslendinga  sett lög um prize-guarantee connected to consumer index prize. Sem tryggt lækkun á verðmæti neysluvarnings og húsnæðis í öllum gjaldmiðlum heimsins. 

Verðtrygging í Alþjóðasamfélaginu hvað varða út og innlánstarfsemi er tryggð til 5 ára í einu í EU með lögum um löglega hámarks verðbólgu á tímabilinu. Seðlabankar EU er þess vegna ábyrgir fyrir þessu hámarki.

7,5% verðbólga er hámarkið hjá þeim ríkjum sem að gefa út evru og 12,5% hjá þeim sem markaðasetja hana og kaupa af Seðlabanka EU á innragengi þessarar þjóðar.

Til að tryggja hlutahafa gróða í tækni og fullframleiðslu fyrirtækjum verður að tryggja að almennir neytendur geti haldið verðlagi uppi. 

Sparfé almennings til skammstíma  [minna 5 ára] er vertryggt m.t.t til skammtíma lána sama almennigs, með lögum ef starfsmönnum almennt í innlánstofnum er ekki treystandi.

Þetta þjófseðli er ekki opinberlega viðurkennt utan Íslands.

Setja slíkar bull verðtryggingar lagareglur á öll út og innlán skapaði tækifæri fyrir hálvita eða glæpamenn að fara eftir þeim.

Íslenskur banki vegna fáránlegrar skammtíma leiðréttingar formúlu.

Í fastri 2,5% árlegri neysluvístölu næstu 30 árin leggur um 9.000.000 kr verðtryggðar á 10.000.000 kr sem greiðast niður frá 1. afborgunardegi.

Þessi upphæð í EU er hjá þeim sem miða við verðtryggingar Seðlabanka: er um 2.000.000. kr. verðtryggðar á lán sömu upphæðar sömu verðbólgu á lánstímanum sem greiðist jafn niður allan lánstímann.  6.000.000 verðtryggður vaxtaskattur á hverjar 10.000.000 kalla ég ekki snilld bankastjóranna heldur heimsku löggjafans.

Virðing alþjóðasamfélagsins kemur ekki fyrr enn búið er að fjarlægja þetta okurlaga ákvæði í sjálfum sér. Sem tryggir enga neytendur.

Kynna sér hvað neytenda verðtrygging er hjá hinum þroskuðu. 

Þetta kallast vanþroski  hjá alþjóðasamfélaginu.

Júlíus Björnsson, 6.5.2010 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband