Leita í fréttum mbl.is

Upplausn-Uppgjöf

Þessi tvö orð koma í hugann þegar maður leiðir hugann að stjórnmálaástandi þjóðarinnar yfirleitt.

Fólk hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli í trausti á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Niður með flokkana, niður með  þennan og hinn. Allir eru taldir spilltir. Kjósum Jón Gnarr í Reykjavík, Sigurjón Kjarans í Kópavogi eða Helga Helgason eða Ásdísi Ólafsdóttur. Guðríði sem bæjarstjóra í Kópavogi  og Guð veit hvað ekki.

Samt veit fólk innst inni að stjórnmál eru átak fjöldans, Menn renna saman í flokka til þess að lyfta meiri þunga en einn maður getur. Ef menn hlaupa út og suður þá verður ringulreið það sem upp verður skorið. Menn verða að sameinast undir gunnfánum sameiginlegra hugsjóna og leita leiða sem koma sem flestum að gagni. Múgur sem æðir stjórnlaust á götum Grikklands kemur engri lausn til leiðar. Múgur er alltaf miklu vitlausari en einstaklingarnir sem mynda hann. Það sáum við Íslendingar í búsáhaldabyltingunni þegar þeir vitlausustu fengu öll völd með öskrum og lúðurþeytingum. Hverju skilaðu þessi skrílslæti nema verstu ríkisstjórn Íslandsögunnar. Vitlausustu ríkisstjórn sem hægt er að ímynda sér, þar sem einn flokkur vill afsala sjálfstæðinu til Brüssel en annar veit ekkert hvað hann vill nema að hanga í valdastólum,  tilbúinn að selja allar grunnhugsjónir sínar fyrir kæfubelgi handa forystunni og feitra eftirlauna fyrir hvert ár sem þeir tolla. Hækkun skatta til að gera góðverk fyrir sig og sína eru efnahagsráðstafanir sem þeir kunna útí æsar.

Líklega er fullið þjóðarinnar ekki tæmt ennþá. Við sitjum uppi með  kommúnistaískan Seðlabanka, sem sér það eitt framundan að kreppan dýpki og atvinnuleysið aukist. Þar er ekki hugsað nema til næsta gjalddaga erlendra lána sem á að borga með nýju lánsfé. Ef ekki væri mikill útflutningur okkar besta fólks væri hér orðið ægilegt ástand í atvinnuleysi. Á meðan syndir fiskurinn framhjá vegna kreddufestu og aulaháttar stjórnvaldanna sem varðveita fjöregg LÍÚ sem er kvótaverðið.

Eftir sitja hér öryrkjar, aldraðir,glæpamenn  og  þeir ómenntuðu.  Aldeilis kjarni til að byggja upp nýtt Ísland! Framundan virðist vera  svartnætti í boði Seðlabanka og svo viðskiptabankanna, sem sjúga lífsblóðið þeirra sem enn reyna að þrauka og hanga á íbúðunum sínum.  Bankar sem hafa það eitt að hugsjón að  rukka inn eins og hægt er af kröfum sem þeir hafa oft keypt á hrakvirðinu einu af skilanefndunum og flytja féð heim til eigendanna. Bankar sem eru ekki íslenskir nema að nafninu til og er skítsama um framtíð þjóðarinnar svo lengi sem þeir geta krafsað eitthvað upp í kröfurnar sínar.

Það er algert svartnætti framundan og kreppa ægilegri en nokkur hefur getað ímyndað sér ef svona heldur áfram.  Vantrúin á land og þjóð grefur um sig. Fjölmiðlarnir eru að hluta í höndum þeirra glæpamanna sem þjóðin á sem mest sökótt við.  Enginn hörmung í Íslandssögunni, hvorki af mannavöldum, eldgosa, kuldaskeiða eða gamlir glæpamenn í stjórnmálasögu hennar, hafa uvaldið þjóðinni öðru eins tjóni og útrásarvíkingarnir gerðu. Og þeim er hampað enn í dag og veitt lán og fyrirgreiðsla eins og ekkert hafi í skorist. 

Fólki er um megn að taka sig saman í andlitinu, renna saman í stjórnmálaflokka  og heita því að berjast gegn skelfingunni sem er í aðsigi þegar skrílmenningin ein hefur náð yfirhöndinni eins og birtist í skrípaframboðunum undir forystu þegar fullgerðra stjórnmálabjálfa eða atvinnufífla, sem enginn vildi sjá þegar aðstæður voru eðilegar.

Þegar slíkt er orðið ástandið á þjóðmálasviðinu geta útrásarvíkingarnir fullkomnað verk sitt og áætlanir að stinga af með þýfið í rólegheitum og skilja aðra eftir með skaðann.

Upplausn og uppgjöf þjóðarinnar  er það sem útrásarvíkigunum og keyptum stjórnmálaþýjum þeirra kemur best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Allir flokkarnir frá því síðustu þjóðarsátt, veðbandatengingu krónunar og vertryggingu ávöxtunar áhættuvaxta á Íbúðalánum virðist ekki hafa hugsað um neitt annað en ESS og hluthafagróða fjármálakostnaðargeirans.

Almennir Íslenskir neytendur smásalar og smáþjónustufyrirtæki og arðbær hluthafa tækni og fullvinnslu fyrirtæki gleymdust. Sem eru undirstaða allra alvöru fjármálageira þroskaðra þjóða.

Búnir að afvopna sig gegn erlendri samkeppni þykjast vera að sækja um að komist inn í lokað innri efnahagssamkeppni EU.

Betra er að lán öðrum Ríkjum en fá lánað ef hernaðmáttur er ekki til stað segja allir sannir hægri menn heimsins.  Íslenskir stjórnmálamenn eru komnir svo langt frá hægri að það má byrja að flokka þá í mismunandi vinstri flokka.

Það er neytenda fjöldi allra kapítalskra Ríkja sem halda upp gengi allra arðbærrar rekstraframleiðslu.

Fyrst hækka laun þá hækkar neysla þá hækkar sparnaður þá hækkar fasteignaverð. Það skapar raunverulegar þjóðartekjur á haus.

Falsa almenn íbúðaverð gagnvart alþjóðsamfélaginu er lásí.

Til þess að hækka laun fyrst er betra að ráð fólk m.t.t gæða.

Til að hækka neyslu hjá fáum neytendum er betra að framleiða gæði og flókið.

Þetta er einföld hægristefna.

Skortstefna eða sósíalismi er uppgjöf sem sumar þjóðir ekki vegna greindarskorts og almennar andlegrar leti heldur vegna orku og hráefna skorts þurfa að búa við.   

Þeir sem gefa skít í hornsteinanna og almenna neytendur endast stutt.

Júlíus Björnsson, 7.5.2010 kl. 04:10

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kosturinn við að almenningur sé búin að greiða um íbúðina sína um 60 ára er að hann getur alveg komist af með 70% þeirra tekna sem hann hafði fyrir töku lífeyris.

Þess vegna ættu allir sem kaupa íbúð í fyrsta skipti að fá að veljum um það hvort þeir vilji greiða 30% minni lífeyrisgjöld með þeir eru að greiða íbúðalánin gegn þvi að fá minni lífeyrir.

Þegar fólk um 40 ára dreymir að komast á eftirlaun þá er áhuginn fyrir starfinu ekki mikill. Ástæður geta verið tvær vanhæfni eða lítið að gera í vinnutímanum.

Margur verður af aurum api.

Júlíus Björnsson, 7.5.2010 kl. 04:20

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

,,Eftir sitja hér öryrkjar, aldraðir,glæpamenn  og  þeir ómenntuðu.  Aldeilis kjarni til að byggja upp nýtt Ísland!'' Eru ekki glæpamennirnir farnir? Ég treysti þér, öryrkjum og ómenntuðum vel til að byggja upp betra Ísland en við búum í nú.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.5.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Dexter Morgan

HRUN - SPILLING

Þessi tvö orð koma í hugann þegar ég les blogg frá þér.

Dexter Morgan, 7.5.2010 kl. 13:21

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Heyr þér síðasti ræðumaður!!

Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 19:57

6 Smámynd: Ásdís Ólafsdóttir

Blessaður "framsóknarkall" hverra hagsmuna ert þú að gæta? Er ég Helgi eða Sigurjón eitthvað verri kostir en þú og þínir vinir sem eru búnir að koma okkur í þessa fjárhagsstöðu sem við erum í

Ásdís Ólafsdóttir, 9.5.2010 kl. 12:27

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæl Ásdís "kommakelling", til lukku með listann þinn. Þið hafið allavega hreinan skjöld þar til þið hafið gert eitthvað. Þangað til eruð þið óskrifað blað með enga fortíð.

Halldór Jónsson, 9.5.2010 kl. 15:40

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenska ný-stjórnmáslmenn má greina:

Hægri siðspillta.

Vinstri siðblinda.

Miðjuna siðlausa.

Júlíus Björnsson, 9.5.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband