11.5.2010 | 08:21
Jónína kveður að !
Eitt af fyrirheitum pottaglamursríkisstjórnarinnar var að gegnsæi í stjórnsýslunni myndi aukið og hætt yrði spilltum mannaráðningum flokksgæðinga Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks.
Stjórnin byrjaði á því að ráða sér seðlabankastjóra frá útlöndum án auglýsingar. Og svo að handvelja næsta mann úr sínum röðum eftir einhverja málamyndaleiksýningu. Síðan hefur hver ráðningin rekið aðra án auglýsinga á fólki úr öðrum hvorum stjórnarflokknum. Sama er með Icesave málið. Þar gildir leyndin og pukrið og ekkert má ræða opinskátt.Ráðningar í stjórnarráðið eru ekki auglýstar, menn verða ráðuneytisstjórar og sérverkefnamenn eftir geðþótta. Þjóðinni er hrundið fram í Evrópubandalagsviðræður þrátt fyrir skýra andstöðu sína. Við stjórnarandstöðuna er ekki talað heldur er látið að því liggja að hún sé of spillt og vitlaus til þess að vera samboðin hinni flekklausu ríkisstjórn.
Langir fundir um ráðstöfun ráðuneyta og allra þeirra starfa sem af því munu hljótast eru haldnir bak við lokaðar dyr og ein sem heyrist eru mótmælaöskur þeirra sem á að slátra. Af því sem óeirðaflokkarnir lofuðu Austurvallarindjánunum hefur ekkert verið efnt. Ekkert hefur verið gert í skjaldborgarmálum eða atvinnumálum. Allt er fast í endalausum samráðum og nefndarskipunum. Ríkisstjórnin er svo heppinn að uppákomur í þjóðlífinu hafa raðast saman þannig að Baugsmiðlarnir hafa geta séð um að halda kastljósinu frá getuleysi hennar . Og séu Baugsmiðlarnir samtaka um upphrópin hleypur afgangurinn af fjölmiðlunum á eftir og tyggur upp það sem hinir segja. Nema Mogginn en hann lesa bara alltof fáir.
Í Baugstíðindum í dag skrifar Jónína Michaelsdóttir góða grein þar sem hún veltir ástandi stjórnmálanna fyrir sér. Ástæða er til að vekja athygli á nokkrum punktum úr grein hennar:
Nú, þegar vönduð rannsóknarskýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sækist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnumálum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfsvirðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaðurinn á fætur öðrum segir að ástandið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðanir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenning á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar.
Heilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. "Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði," segir ráðherrann.
Lögin geri ekki ráð fyrir að heilbrigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu daglega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. "Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaumhverfið sniðið að þörfum markaðsaflanna."
Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einkaframkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfsvirðing og efling skapandi hugsunar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir.
Það er við þessar aðstæður sem einhverjir litlir spámenn í liði Sjálfstæðisflokksins á þingi á Suðurnesjum töldu seg þess umkomna að breyta Sjálfstæðisstefnunni með því að taka orðið einstaklingsfrelsi" út úr henni. Skyldii jafnvel Gordon Brown hafa dottið í hug að breyta Magna Charta fyrir kosningar? Á ég að trúa því að formaðurinn láti þetta yfir sig ganga? En ég og fleiri ætlum ekki að breyta okkar útgáfu á stefnunni héðanaf þar sem jafnvel Jónína Michaelsdóttir skilur þýðingu þess betur en þessir fulltrúar á fundinum á Reykjanesi. En líklega verða allir flokkar að fá sína Egilsstaðasamþykkt" einhvern tímann.
Jónína heldur áfram:
Sitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyðilögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra gengur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lakari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum.
Þeir sem tala hæst um valdagræðgi og leynd annarra stjórnmálamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokksbræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfirlæti dylst engum.....
Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. ,,,,
...Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, "svokallaðar einkaframkvæmdir", má alveg eins segja "svokallaðir ráðherrar" um suma sem því embætti gegna.
Jónína kveður fast að orði og segir það sem ég vildi sagt hafa en hef ekki getað komið orðum að á svona skýran hátt. Sérstaklega er þetta athyglisvert þar sem hún er ekki þekkt að því að hampa sjálfstæðisstefnunni sem hljóðar svo án afskipta útnesjamanna:
- 1. Að standa vörð um frelsi og sjálfstæði Íslands"
- 2. Að vinna í innanlandsmálum að þjóðlegri og víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Það eru þessi einföldu grunnatriði sem eru Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað sem rógberarnir og götustrákarnir í öðrum flokkum, kostunarmenn þeirra og leigupennar, framleiða af rógburði og auri um Sjálfstæðisflokkinn þá breytist þetta ekki. Allt sem reynt er að klína á flokkinn sem vitnisburð um hans illa eðli er einfaldlega rangt. Hafi orðið mistök þá er það einstökum mönnum að kenna, ekki grunnhugsjóninni. Og mistök í Sjálfstæðisflokknum verða alltaf til þess að menn reyna að læra af þeim. Öfugt er því farið með vinstra fólkið vegna þess að það veit aldrei í hvaða flokki það er. Það hefur enga skýra grunnstefnu heldur er hún matreidd ofan í þá af kokkum hvers tíma. Það eru vinglar í eðli sínu, veikgeðja lið sem hleypur eftir hverju mýrarljósi sem það sér. Kommúnistaflokkurinn, Sameiningarflokkur Alþýðu-Sósíalistaflokkurinn, Þjóðvarnarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki, Samfylking, Vinstri hreyfingin-grænt framboð.
Er ekki tími Jóns Gnarr greinilega kominn ?
Spyrji menn Steingrím eða Jóhönnu hverjar séu þeirra grunnhugsjónir ? Hversu langt orðaflóð myndi koma útúr þeim ? Myndi nokkur maður geta skilið það frekar en stjórnarathafnir þeirra ? Allt saman skilyrt og háð aðstæðum og auðvitað stöðugri andspyrnu og skemmdarverkum Store Stygge Ulv þeirra vinstri manna, Sjálfstæðisflokksins.
Ísland mun ekki rísa úr öskustónni fyrr en þessi sundurlynda pottagaldursríkisstjórn er farin frá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sterkasta ríkisstjórn sem við gætum fengið er Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, en ætli það sé nokkuð í boði eftir stóra hvellinn?
Polli, 11.5.2010 kl. 09:38
Hvað er efnahagslegur stöðuleiki í siðferðilega þroskuðu Ríki? Almennur launastöðuleika grunnur. Til þess að byggja einkaframtak og hlutafélagaframtak um áhættumeiri rekstur. Til þess að tryggja almennan launa stöðuleika þarfa að tryggja að almenn laun nægi stöðugt til Híbýli, Neyslu, sparnaðar og skatta.
L= H + N + Sp + Sk.
Neysla og híbýli takamarkast við lágmarksframfærslu. Sparnaður greiðir vexti og umfram [óþarfa?] neyslu og áhættufjárfestingar hins almenna launþega. Þar sem allir eru jafnra tækifæra er ekkert óeðlilegt að fastsetja lögbundna lámarks almenna launavístölu til að tryggja langvarandi grunn stöðugleika næstu 30 ár.
Þess vegna er ekki hægt að gera ávöxtunar kröfu á almennan launþega um fram almenn stöðug laun, híbýli og neyslu verðlag. Hinsvegar getur almenni launþeginn gert ávöxtunar kröfu um sinn sparnað, því meiri sem hann er meiri.
Þess vegna eru íbúðalán til almennra launþega þar sem verðbóla er stöðug lág meint YTM: Yield to maturity (YTM) is the yield promised by the bondholder on the assumption that the bond will be held to maturity, that all coupon and principal payments will be made and coupon payments are reinvested at the bond's promised yield at the same rate as invested. It is a measurement of the return of the bond. This technique in theory allows investors to calculate the fair value of different financial instruments. The YTM is almost always given in terms of annual effective rate.
Á Íslandi vaða hinsvegar um stórhættulegar hugmyndfræðilegar villur og leiddar fram af ráðandi stöðugleika launþega íbúðalána sjóðum að veðbandalán stöðuleika hópsins séu IRR: internal rate of return (IRR) A rate at which the accounting value of a security is equal to the present value of the future cash flow.
M.ö.o. Hagstjórnarfræðingur viðkomandi Íbúðalánsjóðs gerir ráð fyrir almennri launhækkun til, að meðaltali, 30 ára. Einnig að veðið vaxi í samræmi við vaxandi neysluverðbólgu stig á lánstímanum.
Það er þessi vaxtaleiðréttingar útreikningur sem almennir launþegar frá um 1982 hafa ekki skilið. Það er ekkert til að skammast sín fyrir, þetta skilur ekki almenningur né hagstjórnarfræðingar annarra þjóða heimsins þar sem þetta fæst ekki staðist nema með einni undantekningu.
Gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis styrkist gagnvart helstu viðskipaaðilum til lækkunar neysluútgjalda í samræmi við vöxt verðtryggðu nafnvaxtanna á veðbandabréfinu umfram neysluverðlag allan lánstímann að meðaltali 30 ár.
Það skiptir engu máli hver á húsnæði [tekur lánið] almenna launþegans meðan þessir sagðir verðtryggðir fastir nafnvextir veðbandbréfanna eru reiknaðir breytilegir stigvaxandi verðtryggðar ávöxtunar. Unga fólkið í dag eins og afi og amma getur ekki með berum höndum byggt upp einingarhús og aukið verðmæti eignar sinnar í sama mæli.
Neysluverðtrygging YTM lána er stöðugleiki sem tryggir að fastir nafnvextir veðbandalánsins haldist verðtryggðir allan tímann en vaxi ekki umfram neysluverð eins og IRR neysluverðtryggt bíður upp á réttara er tryggir ef helstu viðskiptaaðilar eru sáttir við það.
Öllum ætti að vera frjálst að stofna hlutafélög um arðbæran rekstur þá og því að eins að hann sé ekki niðurgreiddur af sameiginlegum skattatekjum sem eiga alfarið að veittast jafnt í þágu grunnsins almennara launþega.
Júlíus Björnsson, 11.5.2010 kl. 19:08
Halldór. Ég held að pólitískur þroski byrji þar sem skil eru gerð á milli pólitíksks orðaglamurs á borð við stefnuskrár og þeirra pólitísku vinnubragða sem drýgja fólki örlög.
Kaþólska kirkjan byggir boðun sína á helgiriti kristinna manna en klerkar hennar verð daglega uppvísir að níðingsverkum á börnum.
Kaþólska kirkjan hefur um aldir tekið sér fjárhagslega næringu með sölu á eilífri fyrirgefningu synda.
Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrir sig "víðsýna umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á lengri setu sinni í ríkisstjórn varið með klóm og kjafti að sérvaldir einstaklingar og útgerðarfyrirtæki hefðu einkaafnot af verðmætustu auðlind þjóðarinnar og lifðu síðan kóngalífi á því að leigja þessi afnot frá sér til einstaklinganna sem vilja bjarga sér með stjórnarskrárbundnum atvinnuréttindum við þessa auðlind.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt mikla vinnu, fjármuni ríkisins og eigin orku til að verja útvaldar búrtíkur fyrir raunverulegu frelsi einstaklingsins. Það er raunverulegt frelsi sem máli skiptir en ekki frelsi boðað með pólitískri yfirlýsingu.
Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 23:25
Fögur fyrirheit lofa ekki gæfuríkri ferð. Síst af öllu ef þau reynast innihaldslaust orðagjálfur sem fáir fara eftir. Því miður virkar annars ágæt stefnuskrá Sjallana á mann í dag, sem hluti blekkingarvefsins mikla.
Dingli, 12.5.2010 kl. 03:58
Því miður er sitthvað ti í því sem þið Díngli og Árni segið. En allir geta villst af leið eins og prestar pápískunnar. Þið virðist mér hinsvegar vera þeir sem ekki kunnið annað en lifa eftir kenningunni:
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt,
fordæmir hann skóginn.
Mannkynið kemst ekki áfram með barasta niðurrifi og nöldri heldur vilja þeirra sem sjá þörf fyrir breytingar. Mér finnst að þið séu meiri atvinnukverúlantar en menn sem vilja taka höndum saman við aðra til að bæta eitthvað. Hafa eitthvað að leiðarljósi til að stefna að. Ekki bara þrugla stöðugt um svarta helvíti heldur gera eitthvað í því. Þið þykist vera einhver eylönd sem geta slett skít í alla aðra en gerið ekki neitt sjálfir til þess að gefa ekki færi á ykkur.
Halldór Jónsson, 12.5.2010 kl. 13:40
Halldór: Það sem ég er að reyna að koma til skila er ekki það að ég sé helgur maður og geti djarft úr flokki talað.
Ég er aðeins að benda á þá einföldu staðreynd að kennisetningar og stefnuskrár í rituðu máli til að lesa upp á fundum eru haldlitlar þegar þær henta ekki til síns brúks og unnið er eftir öðrum og þverstæðum formerkjum.
Sá forystumaður sem lætur viðgangast að liðsmenn hans hlaupi frá markmiðum hópsins og tekur eftir atvikum sjálfur þátt í leiknum er ekki mikill bógur. Nema að skýringin sé sú að hann noti stefnumiðin og prótókollinn til þess eins að lesa yfir lýðnum á hátíðum og tyllidögum.
Fólk er löngu búið að sjá pólitísk vinnubrögð sjálfstæðismanna í reynd og það svo áratugum skiptir.
Það nægir til þess að engan varðar lengur um hvaða texti var skrifaður á prótókoll í árdaga handa þessum flokki til leiðsagnar.
Árni Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.