Leita í fréttum mbl.is

Hver borgar ?

Þessi frétt er sett fram án athugasemda í Mbl. Það er eins og hér sé um þjóðþrifamál að ræða: 
"Fjarskiptasamstæðan Teymi hefur fengið um 21 milljarð afskrifaðan af vaxtaberandi skuldum. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2009. Á árinu 2008 fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu, ekki síst þegar gengi krónunnar féll og eigið fé í árslok var neikvætt um 25 milljarða. Stór hluti skulda Teymis var í erlendri mynt, en stærstur hluti þeirra hefur nú verið afskrifaður. Í lok árs 2008 námu vaxtaberandi skuldir Teymis tæplega 36 milljörðum króna, en samkvæmt ársreikningi ársins 2009 voru þær 14,6 milljarðar. Fjármagnsuppbygging félagsins á árinu 2008 var heldur óhagstæð. Til að mynda bar stærsta einstaka lán fyrirtækisins upp á 12,5 milljarða 18,1% vexti. Sú skuld hefur ekki verið afskrifuð, en vextir hafa verið lækkaðir í 10,9%. Í skuldasafninu var 770 milljóna lán víkjandi lán með 24% vöxtum.....

Teymi skilaði tapi upp á 2,5 milljarða á síðasta ári, en eftir skatta stendur eftir 545 milljón króna tap. Þórðar Á. Þórðarson, stjórnarformaður Teymis, segir að hár fjármagnskostnaður félagsins skýrist meðal annars af því að fyrirtækið hafi borgað vexti af skuldbindingum sínum fyrir afskriftir fyrstu fjóra mánuði ársins. Jafnframt hafi nauðasamningaferlið verið afar dýrt ferli, og hár einskiptiskostnaður sé tilkomer raureiknar með því að fyrirtækið skili hagnaði á yfirstandandi ári. »Ég vil ekki nefna neina tölu, en við sjáum fjarskiptahlutann halda vel sjó á fyrstu þremur mánuðum ársins. nar framar okkar væntingum,« segir Þórður í samtali við Morgunblaðið. inn vegna samninganna. Þórður telur að núverandi skuldastaða fyrirtækisins sé sjálfbær, og Upplýsingatæknihlutinn stendur vel og ....

 

Fjöldi fyrirtækja eru innan Teymissamstæðunnar. Ber þar helst að nefna Vodafone á Íslandi og í Færeyjum. Kögun, Skýrr, Landsteinar Strengur, Hugur-Ax og EJS eru einnig hluti af Teymi. "

Hvað er verið að bera á borð fyrir okkur ? Hvað af þessu má ekki hreinlega missa sig ef þetta fyrirtæki er einfaldlega sett á hausinn ? Hver myndi sjá eftir þessu ? Jú, Þórður alveg áreiðanlega. Hann vill fá að að halda áfram að  hafa það gott.
Til hvers er verið að láta almenning standa undir þessu ? Er það ekki kallað  sósíalismi andskotans að fara að gera út á almannafé Þórður gerir sig breiðan um hvernig allt verði í lagi ef hann bara fær meiri peninga ? Hversvegna spilaði hann  rassinn úr buxunum egar allt lék í lyndi fyrir hrun ?
Þarf ekki frekar að loka fallíttfyrirtækjum og leysa upp ?
Er það ekki  drifkraftur kapítalismans að menn fari á hausinn og svo sé málið búið ? Ný fyrirtæki rísi upp og nýir menn taki við af fallíttistunum ? Ekki að einstaklingur sem ekki getur borgað húsnæðisskuld missi það á uppboði og sé svo eltur útýfir gröf og dauða með það sem á vantar.
Myndi þessi aðferð sem er verið að lýsa í frétt Morgunblaðsins eiga sér stað í Bandaríkjunum ?  Skila menn ekki lyklinum sem borga ekki af húsinu sínu ? Sækir ekki  Lýsingin þar  bílinn sem ekki er borgað af en hrekur ekki ekkjuna á vergang í framhaldinu. Af hverju er verslað með sálir og hluti á Íslandi en ekki hluti  eins og þar ?. Af hverju ber lánveitandi enga ábyrgð á Íslandi ? 
Í Bandaríkjunum eru málin afgreidd á grundvelli þess sem verslað er með. En á Íslandi skaltu gjalda fyrir með lífinu alveg eins og sá sem borgar ekki Mafíunni. Bankamaðurinn hér fær bónus ef hann getur fíflað einhvern til að taka við láni sem hann getur ekki borgað. Fíflið er réttlaust. 
Hér?
Húsasmiðjan, Steypustöðin, BM Vallá,Kögun,Vodafone,Strengur,HugurAx,EJS,Hagar,Penninn,365 miðlar með Fréttablaðið og Stöð2,Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion Banki, Byr ,Sjóvá, Bónus, Hagkaup  osfrv.
Skyldum við ætla að hafa bara eitt fyrirtæki í landinu ? Ríkissjóð hf ? Hafa menn tekið eftir því hvílíkan fjörkipp auglýsingar frá fallítt fyrirtækjum taka eftir að þau komast í eigu bankanna ? 
Heimilisfeðurnir á uppboðunum í haust geta velt því fyrir sér af hverju þeir geti ekki fengið afskrifaðar skuldir? Eru þeir eitthvað ómerkilegri en þessar fyrirtækjasúpur sem sífellt er verið að ýta í fang ríkisins og bankanna ? 
Hver borgar á endanum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þetta er góð grein hjá þér Halldór og ég bið þig að lesa mitt seinasta blogg um þessi mál.Aðalmeinsemdin hér er vaxtaokrið og verðtryggingin sem er því samfara.. Hér er hvorki lífvænlegt fyrir fólk né fyrirtæki á meðan þetta kerfi er við líði og við neydd til að borga þessa ofurvexti. Hvaða vit er í því að þurfa að borga vexti og verðbætur af smáíbúðarláni sem aldrei lækkar og á endanum er 10-20 falt upphaflegt lán. Og hvaða fyrirtækjarekstur í mikilli samkeppni getur staðið undir 10-25 % vöxtum + verðtr. Þetta er frekar  kapitalismi andskotans eins og þú segir og það þarf að stokka hann upp og gefa upp á nýtt.

Sigurður Ingólfsson, 15.6.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkis kapitalismi er aðal óvinur vestrænar lýðræðismenningar þar sem sjálfsábyrgum eintaklingum er hampað.

Forréttinda kommarnir geta markaðsett sig og kallað sig ýmsum nöfnum, en verkin koma upp þá.

Þessi almenni undirlægju og afætu hugsunarháttur má rekja til grunnmenntunar hér síðust 40 ár. Æðri menturnar síðustu 55 ár.

Íbúðalánasjóður er settur í ruslflokk. Vegna þess að í hundrað ára hafa grunnvextir á 1 veðréttar hornsteinum vestrænna lýðræðisborga  verið á bilinu 1,79% - 1,91% hitt kallast verðtryggingar vextir 3-5% sem samsvara 5%-7% nafnvöxtum á jafngreiðslu 1 veðbandallánum. Samkvæmt alþjóða skilgreiningu er gjöld þau sömu allan lánstímann.

Þegar verðbólga er reiknuð fyrirfram í nafnvöxtum fastra langtíma grunnlána í borgarlegum lýðræðis samfélögum sem eru jafngreiðslu. Vita allir millistéttar borgarar að greiðslur, miðað við neysluverðbólgu og fastar tekjur, verða ódýrari eftir því sem líður á lánstímann.

Ísland er ein vanþroskað efnhagslega ríkið í heiminum þar se, þessi útlána flokkur er einokaður almennt af ríkisstjórnum, útlána flokkur með hámarks áhættu dreifingu og fellur undir NegAm lána skilgreiningar erlendis þar sem  greiðslur fara vaxandi eftir 3 ára og eru komanar langt yfir verðlag í lánstímans.

Í þessum langtíma grunnflokki kallast þessir viðbótarvextir á eðlillega raunvextir 1,79-1,99% og verðbólu vextir 3% -5%. áhættuvextir og því hærri sem þeir eru því minna lánstraunst hefur lánasjóður í þessum grunn langtíma útlánaflokki.

Íslendingar er ekki 80% sjálf þurftarbændur í dag og verða að fara að kynna sér langtíma grunnlán  efnahagslegra stöðugra ríkja.   

Verðtrygging miðað við neyslu verðlag er grunndvöllur allrar lýðræðislegar réttlátar útlánstefnu.  Bætist á grunn vextina. Aldrei þegar um 1 veðréttar starfsæfislán fastlaunaþega er bætta þar ofan á fölsku áhættu vaxtarálagi sem hér kallast verðbætur.  

10.000.000 í lýðræðisríkjum er lánað til 30 ára á 1 veðrétti í hornsteini með 2.000.000 -3.000.000 grunnvaxta kröfu [millistétt til efri millistétt] of an á þetta bætast svo verðtryggingar vextir 5.000.000 til 6.000.000.

Heildar skuldin til jafngreiðslu verður því um 18.000.000.

Hér montar íbúðalánssjóður sig af því við þroskaða þegna lýðræðissamfélaga sem í margar kynslóðir af tekið jafngreiðslu lán að grunnvextir hér séu minnst 8.000.000.-

Sannarlega gera verðbætur þessa raunvaxtakröfu mikið hærri en hún hækkar í samræmi við aukna verðbólgu.  

Þessi ríkisstjórnarvernduð  Negamlán eru í Ríkjum þar sem þau eru leyfð er skammtíma að hámarki 5 ár.

Horsteinalánin eru svo þekkt og einföld í framkvæmd að þau teljast ekki til háskólavísinda erlendis. Þeim er alfrai blandað inn í skammtíma áhættu lán eins og hér. Allir þurfa á öruggum veðum að halda til að bæta lánshæfi sitt.

Þessvegna  bera hornsteinaláninn ekki áhættuvaxtakröfu.

8.000.000 er 80% álagning á 10 milljónir og öll efnahagslega  stöðug lýðræðiríki líta á þetta sem hámark hvað varðar verðbólgu tryggingu næstu 30 ára.  Bréfin hinsvegar eru reiðsufé í sjálfum sér sem þarf ekki hafa áhyggju af enda þrautavarsjóðurinn sem stendur af sér verðbólgu efnhagslegs stöðugleika. 

Þótt ráðmenn og vanhæfir aðilar í hornsteinlánaum kemmi verðtryggin vmiðað við neyslu vístölu um, þá er sökin verðbætur og áhættu lánsform á röngum lánum.

Logið hefur  að þetta flokkist undir jafngreiðslu lán sem stenst ekki greiðsluyfirlit sjóðanna. Sagt er að lána borta af heildar skuldinni lánininu og vöxtum auðveldi fastlaunfólki að eignast þak yfir höfðið.

Þetta er á alþjóða þroskaðan mælikvarða hauga lygi. 

Framreiknað miðað við verðbólgu 3,2% þá eru horsteinalánin hér með 8% grunnvöxtum, hversvegna Íbúðlásjóður segir IMF 2005 að grunnvextirnir séu 5,1% [ekki 1,79-1,99%]  feslst í því að hann fjármagnar sig hjá vinum sínum með t.d. kúlulánum  næsta bæ við NegAm lán, þannig að að hann tapar því sem er umfram af raunvvaxta kröfunni.

Stóra efnahags vandamálið er að verðbólgu [leiðréttingar] er ekki hægt að verðtryggja almennt og samsafnast þá upp hér falskt eigið fé sem kostar verðbólgu, hrun og erlendar lántökur. Sem að sjálfum sér skapar þörf af fullt af afætu fræðinga störfum. 

N.B  ef Ísland tekur upp sama horsteinalangtíma lánagrunn og önnur efnhagstöðuleika ríki að öllu leyti þá verður Ísland kallað þroskað efnahagslega.   

Júlíus Björnsson, 15.6.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Halldór: Pólitísk rétthugsun er nú búin að taka völdin á Mogganum. Hér á eftir fer nýjasta færsla mín,en skömmu eftir að hún birtist var bloggsíðu minni lokað á þeim forsendum að um „fordóma“ væri að ræða. Færsan er eftirfarandi:

    Gengið heimskunni á hönd

Ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum allt frá því í barnæsku á sjötta áratugnum, því strax sem barn veitti ég athygli sýndarmennsku vinstri manna, hræsni þeirra og tvöfeldni, þótt aldrei væri talað um pólitík á mínu heimili. Samt hef ég aldrei haft minnstu afskipti af flokknum síðan Þráinn Bertelsson dröslaði mér upp í gömlu Valhöll og skráði mig í Heimdall fyrir hálfri öld eða svo þegar við vorum saman í landsprófi. Ég er einfaldlega ekki gefinn fyrir félagsmálabrölt. Andstyggð mín á vinstri mennsku hvers konar hefur hins vegar ávallt verið alger. Vinstri mennn voru fólkið, sem með mannúð og manngæsku á vörum gengu erinda alræðisaflanna og kúgaranna í austri ýmist leynt eða alveg ljóst. Þeir voru innri óvinir Vesturlanda þá og eru það enn. Þeir grípa enn í dag á lofti hvern þann málstað sem er Vesturlöndum andstæður, auk stjórnlyndisins, sem hvarvetna gætir innan um alla hræsnina og yfirdrepsskapinn. Þar ber hæst hjalið um „lýðræði og mannréttindi“ sem þeir botna þó hvorki upp né niður í. Innihaldslaust, fyrirframvitað blaður þeirra hefur heldur magnast hin síðari ár, ef eitthvað er.

Það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn er kenndur við „sjálfstæði“. Stofnendur hans stóðu framarlega í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins frá Dönum, þar á meðal afi minn Gunnar Ólafsson á Tanganum í Vestmannaeyjum, sem sat á þingi fyrir flokkinn. Síðan skipaði Sjálfstæðisflokkurinn sér afdráttarlaust í hóp með þeim sem studdu hinar frjálsu þjóðir Vesturlanda gegn alræðisöflunum og vinstra- liðinu, fólkinu, sem gekk, ýmist ljóst eða leynt, ýmist vitandi vits eða óvitandi, erinda alræðisafla og kúgara í austri. Slíkur flokkur má aldrei styðja innlimun landsins í fjarlægt ríkjasamband og afsala okkur þannig því frelsi sem forfeðurnir börðust svo einlæglega fyrir. „Garður er granna sættir“ og við eigum að hafa góð samskipti við löndin beggja vegna Atlantshafs, en þó aldrei gangast þeim á hönd.

Ég hef litið á Sjálfstæðisflokkinn sem eins konar eyju sæmilega heilbriðgrar skynsemi í hafsjó af vinstri- kjánum. Davíð Oddsson hef ég aldrei þekkt neitt, en ég hef veitt því athygli að hann hefur í flestum málum komist að sömu niðurstöðu og ég og verið á sömu eða svipaðri skoðun. Þannig má vafalaust telja mig stuðningsmann Davíðs, ekki vegna þess að ég éti allt upp eftir honum, heldur vegna þess að skoðanir okkar fara mjög oft saman, alveg óháð hvor öðrum. Það voru þannig mikil viðbrigði til hins betra þegar hann tók við ritstjórn Morgunblaðsins og er nú að endurreisa það. Mogginn er nú eini fjölmiðillinn, sem ekki er alfarið undir stjórn Baugs og/eða vinstri- kjána. Þeir hafa á móti hafið haturs- og rógsherferð gegn blaðinu og Davíð sem vart á sinn líka, en hann og Mogginn munu standa þetta af sér. Eftir alllangt niðurlægingartímabil er blaðið aftur orðið fulltrúi fyrir þær skoðanir og lífsviðhorf, sem sjálfstæðismenn hafa aðhyllst í öllum meginatriðum síðan ég man fyrst eftir mér.

Aðalsmerki hins sanna íhaldsmanns er eitt og aðeins eitt í mínum huga: Hann hlustar ekki á blaður. Hann aðhyllist ekki tískuhugsun og tískuskoðanir, en er samt opinn fyrir öllu því sem raunverulega horfir til framfara. Ég kaus flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum í trausti þess að sæmilega vitiborið fólk væri á framboðslistanum, þótt mér litist ekki vel á hann. Ég treysti því þó, að að minnsta kosti einn flokkur mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum kringum Jón Gera Narr Kristjánsson.

En sú eyja heilbrigðs vits og skynsemi sem ég hef alltaf talið Sjálfstæðisflokkinn vera er nú sokkin í hafsjó heimskunnar, a.m.k. í borgarstjórn.

Ég mátti vita að hverju stefndi þegar Hanna Birna skrifaði margra milljóna ávísun á rassinn á homma nokkrum. Peningana átti að nota til að útbreiða það, sem ég kalla kinnroðalaust og fullum fetum „kynvillu“ meðal barna í skólum borgarinnar. Mér er ekkert illa við homma. Þeir eru haldnir tilteknum geðrænum kvilla og ég sé enga ástæðu til að ofsækja þá eða gera á hlut þeirra. Hins vegar er útbreiðslustarf þeirra meðal barna hreinræktaður viðbjóður í mínum huga. En þarna var farið eftir ríkjandi tískuskoðun vinstri- kjána sem áreiðanlega á engan hljómgrunn meðal mikils meiri hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins og raunar margra sem kjósa aðra flokka. Þetta sýndi mér að þessi manneskja er ekki í neinu sambandi við þá eyju skynseminnar sem ég tel flokkinn alltaf hafa verið. Hún er gengin heimskunni á hönd.

Nú er hún búin að bíta höfuðið af skömminni með því að gerast þáttakandi í skrípaleiknum í ráðhúsinu. Niðurlægingin er orðin alger.

Ég skammast mín orðið að ganga niður í bæ því ég veit að þriðji hver maður sem ég sé á götunni kaus Jón Gera Narr. Mér finnst ég umkringdur hafsjó af hálfvitum. Ég hélt þó að að minnsta kosti Sjálfstæðisflokkurinn mundi neita að taka þátt í skrípaleiknum, en þær vonir brugðust. Borgarstjórnarferill Jóns Gera Narr verður ekki langur, örugglega ekki fjögur ár. Líklegra er að hann endist aðeins í fjóra mánuði, eða jafnvel í fjóra daga. Brandarar hætta að vera fyndnir þegar þeir dragast á langinn. Við Jón er ekki að sakast. Hann er jú aðeins að gera narr að samborgurum sínum.

Komandi kynslóðir munu veltast af hlátri yfir því sem nú er að gerast. Þeir munu hlæja með Jóni Gera Narr, því brandarinn er góður. Við Jón er ekki að sakast. Hann hefur jú sjálfur lýst því margsinnis yfir að hann sé flón.

Þeir munu hins vegar hlæa að kjána- bjánunum, sem kusu hann yfir sig og létu hann svo plata sig til að taka þátt í skrípalátunum. Skömm þeirra mun uppi vera og munuð svo lengi sem landið byggist.


 

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 00:27

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég fékk tilkynningu frá einhverjum Árna Matthíassyni þess efnis að síðunni hefði verið lokað vegna „fordóma“ í færslunni. Veit Davíð hvers konar fólk hann hefur í þjónustu sinni?

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 00:51

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilhjámur Eyþórsson,

Ég bara varla trúi mínum eigin augum, hvað þá mínum skilningi. Mér hafa þínar skoðanir verið hreinskiptnar og ákveðnar. En að þær séu annað en þínar skoðanir skil ég ekki.

Hvað eru fordómar ? Er það að hafa aðrar skoðanir en Árni Matthíasson ? Ég get ekki séð að skoðanir þínar á því að hommar séu að breiða sinn lífsstíl óbeint meðal unglinga eiga rétt á sér því þetta finnst mörgum öðrum.

Og að maður hljóti að vera í miðjum hafsjó af hálfvitum skil ég líka þó maður móðgi einhvern með því að segja frá því.

ÉG hef lesið mikið af þínu bloggi og finnst það eiga mikið erindi til hugsandi manna.  Ég bara trúi því ekki að Mogginn ætli að fara svona fram gegn þér.

Sé samt svo, þá mun ég hugsa mig um hvar ég verð sjálfur. Heldurðu að þeir taki okkur á Pressunni ?

Halldór Jónsson, 16.6.2010 kl. 08:11

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég skrifaði bréf til Davíðs og vona að þeir taki sönsum. Allt þetta dæmi er í raun og sannleika yfirgenilegt og ég hefði varla trúað þessu að óreyndu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.6.2010 kl. 13:44

7 identicon

Af hverju var bloggfærslunni "Ritskoðun á blogginu" eytt???

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 3420082

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband