Leita í fréttum mbl.is

Kratarnir í Kópavog karpa

Ekki byrjar það vel hjá krötunum í Kópavogi að vera komnir í alvöru pólitík eftir 20 ára hvíld. Það gengur nú hinsvegar oft til svona þegar á á að herða og meirihlutinn er tæpur.Kannski hefðu þeir átt að taka Framsóknarmanninn með svona til þess að hafa borð fyrir báru. Því nú eiga þeir við þrjá aðra flokka til viðbótar eigin varabæjarfulltrúa. Það má ólíklegt telja að enginn þeirra hafi sérþarfir sem verði að uppfylla áður en lengra sé haldið. 

Elfur Logadóttir segir á síðu sinni, að aðalkosningamál Samfylkingarinnar um ágæti þess að kaupa íbúðir af bönkunum og leiga út á félagslegum grunni, sé stórkostlegt fjárhagslegt feigðarflan. Samylkingin hélt þessarri áætlun mjög á lofti fyrir kosningarnar og kallaði Kópavogsbrú. Elfur Logadóttir segir að ekki sé heil brú í þessu kosningaloforði. Það var ærlega sagt alveg eins og Samfylkingunni væri ókunnugt um það, að Húsnæðisnefnd Kópavogs, sem á og rekur nærri 400 slíkar íbúðir,  hefur  ekki getað nema safnað skuldum á slíkum rekstri og þarf hundruðir miljóna úr bæjarsjóði ár hvert. En uppbygging félagslega húsnæðiskerfisins var mikil og jöfn alla samstarfstíð fyrri meirihluta í 20 ár. 

Elfur segir oddvita sinn og varaoddvita hafa vitandi vits lagt upp með þetta kosningaplagg og vitað að það væri óframkvæmanlegt nema með stórtapi. Þau afgreiddu aðfinnslu Elfar með því,  að það væri þá hægastur vandinn að svíkja þetta loforð eftir kosningar. Ekki var Elfur Logasóttir dús við svona yfirlýsingar kennaranna Guðríðar Arnardóttur og Hafsteins Karlssonar, sem eiga víst að innræta börnum okkar Guðsótta og góða siði,- þar með talið væntanlega að segja ávallt satt.

Menn hafa kannski  heyrt söguna af unga nýkjörna breska þingmanninum, sem fékk eldri þingmann til að sýna sér bresku málstofuna áður en þinghald hæfist.

"Hérna megin við ganginn sitjum við og hinu megin við ganginn sitja andstæðingarnir, " sagði eldri þingmaðurinn við unga manninn. 


 " Mikið hlakka ég til að sitja hérna í fremstu röð og takast á við óvinina hinu megin við ganginn " sagði þá ungi þingmaðurinn.


" Óvinina ? Nei sonur sæll, þetta er ekki rétt hjá þér"sagði þá eldri þingmaðurinn, " Andstæðingarnir sitja þarna.  Óvinirnir sitja hérna fyrir aftan þig."

Innanflokksátök eru það sem stjórnmálaforingjar allstaðar verða að búa við. Sá einn er foringi sem getur sett niður deilur í eigin flokki og haldið lokinu á suðupottinum.  Bjarni Benediktsson sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið:  "Það er kannski erfitt að vera forsætisráðherra og berjast við erfiðleikana. En það er miskunnarlaust starf að vera formaður í Sjálfstæðisflokknum."

Gallinn við  íslenska jafnaðarmenn er sá, að þeir eru svo miklir ójafnaðarmenn í sér.  Saga vinstrihreyfingarinnar á Íslandi ber þessu órækt vitni við hlutlausa athugun. Hvergi hafa pólitískar innanflokksdeilur risið hærra en þar.  Man einhver Alþýðuflokkinn, Kommúnistaflokkinn, Sameiningarflokk Alþýðu-Sósíalistaflokkinn, Alþýðubandalagið,  Bandalag Jafnaðarmanna, Á rauðu ljósi,  Þjóðvaka, Samfylkinguna og svo vinstri VG ?

Því miður eru vinstri menn oft ekki sammála um neitt annað en að vera á móti Sjálfstæðisflokknum. Það kom berlega fram við myndun meirihlutans í Kópavogi, að engin skynsemi komst að ofar þeirri hugsun, að koma Sjálfstæðisflokknum frá, hvað sem það kostaði. Nú eru verðmiðarnir að fara að koma í ljós.  

Vonandi ná þeir Samfylkingarmenn saman aftur svo að þeir geti farið að sinna bæjarmálunum með Guðrúnu Pálsdóttur, sem tryggir þó daglegan rekstur meðan kratarnir í Kópavogi karpa innbyrðis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna var bloggfærslunni "Ritskoðun á blogginu" eytt??? Ég sá að þú hafðir svarað mér Halldór en ég sá aldrei svarið. Geturðu sett það inn aftur?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, málinu er lokið. En við þig ætlaði ég að segja að vil ekki ræða við menn undir dulnefni. Komdu fram og vertu eins og uppréttur maður.

Halldór Jónsson, 17.6.2010 kl. 09:12

3 identicon

Fullt nafn mitt er á bloggsíðunni minni þótt ég noti höfundarnafnið Grefill. Til að stytta þér leið þá heiti ég Guðbergur Ísleifsson.

Hvað meinar þú með að "málinu sé lokið"? Hvernig lauk því?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 10:27

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Guðbergur

mogginn opnaði síðuna aftur og þarmeð hljóta aðilar að hafa samið um eitthvað sem ég veit ekkert um.

Hver var aftur spurningin ?

Halldór Jónsson, 17.6.2010 kl. 12:19

5 identicon

Okey, skil. Spurningin snerist bara um áhuga minn á að vita meira um þessa ritstjórnarstefnu blog.is sem ég hef dálítið furðað mig á. Sjá hér.

Þakka þér fyrir.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 15:06

6 identicon

Halldór ... Mogginn hefur ekki opnað síðuna hans Vilhjálms aftur. Hvaðan hafðir þú það?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 19:40

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Hún er opin hjá mér. Kannski er hún bönnuð fyrir börn þannig að þú færð ekki að sjá hana.

Halldór Jónsson, 17.6.2010 kl. 21:03

8 identicon

Vissulega er ég ungur í anda, en of gamall þó til að teljast til barna. Samt er ég langt frá því að vera orðinn jafn hrumur og þú.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband