Leita í fréttum mbl.is

Skjaldborgin týnda !

Ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er sú ríkisstjórn í lýðveldinu Íslandi sem hefur brugðist flestra vonum á sínum stutta ferli.

Menn trúðu því unnvörpum að ríkisstjórnin myndi einhenda sér í það verk, að taka a vanda heimilanna, sem stefna  í gjaldþrot. Nánast lítið hefur áunnist og sýnist flestum lítið til um ágæti ráðstafananna nema forsætisráðherra, sem finnur þó að sögn til samkenndar með fólkinu.

 

Hjá þessum mistökum stjórnarinnar eru vangaveltur um landafræðikunnátta forsætisráðherrans harla lítilvæg og ómerkileg. En hún ætti sjálfs sín vegna að láta vera að breyta athugasemdalaust sagnfræðilegum heimildum eins og hún gerir á vef ráðuneytis síns. Enda virðist frekar djúpt á Bermúdaskálarhúmor hjá þessum forsætisráðherra.

 

Stjórnarliðar hafa þann hátt á, séu þeir gagnrýndir,  að ráðast umsvifalaust á Sjálfstæðisflokkinn. Hvaða tillögur hafi hann? Það er eins og menn hafi ekki verið kosnir til að stjórna vegna eigin ágætis, heldur er auglýst eftir ráðum og heilræðum frá fólki sem það vildi ekki heyra né sjá við kosningarnar.

 

Nú stendur fyrir dyrum einskonar aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins. Flokksmönnum finnst mismikið til þessarar boðunar landsfundar koma en mæta þó væntanlega samviskulega þegar boðið er. Ég er víst einn af þessum flokkshestum sem fór að kaupa miða á síðu flokksins. Þar datt ég hinsvegar um ágæta grein eftir Kristján Þór Júlíusson. En hann hefur tapað bæði kosningum um formannsembætti og varaformannsembætti á sinni tíð. En þetta er hörkukall og duglegur, gamall skipstjóri og bæjarstjóri í Guðmávitahvað mörgum bæjum á sinni tíð.

 

Þar sem ég sá þarna ýmislegt sem ég hef reynt að tala fyrir daufum eyrum, þá get ég ekki stillt mig um að lista hér upp nokkur atriði sem Kristján telur upp í grein sinni, sem hann telur að grípa megi til. Það hlýtur að hafa meira vægi þegar einhver annar en ég leggur svona til.

Grípum niður í grein Kristjáns(leturbreytingar eru mínar):

06. mars 2010

"Hvar er hún þessi margumrædda skjaldborg?"

"Í heilt ár hefur ríkisstjórn Íslands haft tækifæri til þess að bregðast við afleiðingum fjárhagslegra hamfara sem bitnað hafa á þúsundum íslenskra heimila. Aðgerðir hennar hafa verið máttlitlar og ekki í takt við gefin fyrirheit um »skjaldborgina« margfrægu. Miklu fremur má segja að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafi myndað »gjaldborg« um heimili landsins. Á sama tíma vinna skilanefndir gömlu bankanna, á ofurlaunum, í umboði ríkisstjórnarinnar að því að hámarka arð umbjóðenda sinna, sem enginn veit hverjir eru...."




..."Í ljósi fullyrðinga ríkisstjórnar eru niðurstöður í skýrslu Kjartans Brodda Bragasonar hagfræðings, sem hann vann fyrir Neytendasamtökin, sláandi. Þar kemur fram að um 30% heimila landsins safni skuldum, gangi á eignir eða hafi dregið gríðarlega úr neyslu. Að mati Kjartans eiga um 20-30% skuldsettra heimila landsins í verulegum greiðsluvandræðum og fjöldi einstaklinga á bak við þessar tölur geti legið á bilinu 48-72 þúsund manns..... " 

....."Um 15 þúsund manns eru atvinnulausir, tæp 10 þúsund hafa flutt úr landi og tugir þúsunda hafa tekið á sig launalækkun. Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar... ".
 



...."Það dugar ekki eitt og sér að einstaka stjórnarþingmaður sé bara reiður og svekktur út í aðgerðarleysið og það dugar ekki heldur að forsætisráðherrann sitji agndofa yfir sjónvarpinu og upplifi sig sem áhorfanda að þrengingum heimila landsins....."

... "Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.



Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til:

*   Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008.

*   Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána. Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna - til hækkunar og lækkunar - þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði.

 

*   " Áhrif aðgerða skv. tölul. 1 og 2 verði stillt af eftir á í gegnum skattlagningu og vaxtabætur. Þak verði með þeim hætti sett á niðurfærslu lána hjá eignasterkum einstaklingum....."

*

*   *   "Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma...."

*   " Hætt verði að beita gjaldþroti sem refsingu þar sem einstaklingar eru dæmdir til útlegðar. Að óbreyttu munu hundruð einstaklinga »flýja« þvingaðar greiðslur, draga sig í hlé og svört atvinnustarfsemi aukast...."


"Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar  .."

 

Mér finnst þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson sýna að honum er alvara með að reyna að hjálpa til.

Ég er ekkert að segja að allar tillögurnar í greininni á www.XD.is sé góðar enda hef ég sleppt þeim sem mér líkar ekki kannski af því að ég skil þær ekki til fulls að svo komnu máli.

 

Ég hef sjálfur margreynt að fá flokkinn minn til þess að taka á gjaldþrotalögunum og venjunum í því skyni að hætta að dæma mönnum skóggang og útlegð vegna gjaldþrots. En áhrif lögfræðinga innan flokksins eru líklega svo mikil að maður kemst ekkert með þetta.

 

Það sem ég hef lagt til er að einstaklingur sem verður gjaldþrota fái sín mál uppgerð, fasteignarmissir sé endir veðskuldar og bílalánstap endi með bílmissi. Skattskuld endi með gjaldþrotið þó hörð refsing falli ekki niður vegna vörsluskattasvika. Einstaklingurinn getur að þessu búnu byrjað nýtt líf. Það er ekkert leyndarmál að hann hefur orðið gjaldþrota en það er heldur engin skömm né eilífðarfylgja því samfara. Hann getur byrjað uppá nýtt með hreint borð.

 

Það er kominn tími til að fara að taka á málunum í stað þess að bara að tala eins og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru iðnastir við. Þeir eru búnir að hafa nógan tíma til að sýna hvað í þeim býr. Tími Jóhönnu er liðinn og frá henni kemur ekkert hjálpræði úr þessu. 

 

 Tími Kristjáns og auðvitað þarmeð Sjálfstæðisflokksins þyrfti að koma og sjá hvort hann getur eitthvað betur í skjaldborgarbyggingum en þeir klömbrusmiðir sem ríkisstjórnarheimilð nú byggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

ER ekki í  lagi með þig Halldór, það eru bara nokkrir mánuðir

síðan ÞJÓÐIN hennti þessu fólki  ÚT. En fólkið sem kom í staðinn,

það er farið að reyna á  þolrifinn í manni.

Aðalsteinn Agnarsson, 21.6.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband