24.6.2010 | 12:25
Pétur Blöndal og skuldaraþjóðin
Pétur vildi að sveitarfélögum yrði hreinlega bannað að taka lán. Þau hefðu alla möguleika á að ákveða hvaða tekjur þau vildu hafa og til hverra verkefna tekjurnar ættu að renna. Útsvar er nefnilega hugsað til að svara út gjöldum vegna heildarinnar.Pétur sagði lítið mál að bregðast við dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Ef menn ættu kröfur á bankann þá ættu þær að breytast í hlutfé í bönkunum alveg eins og kröfuhafar hefðu breytt þeim í hlutafé í nýju bönkunum. Hlutafé væri þolinmótt fjármagn mótsett við lánsfé. Ef hlutafélagi gengi illa þá biði hlutaféð eftir betri tíð. Það gerði lánsfé ekki og skuldsett félag færi á hausinn.
Aðspurður sagði Pétur að í rauninni væri ekkert val. Ef svo fer sem t.d. seðlabankastjóri útmálar, að bankarnir fari kannski á hausinn þegar fólk kemur að rukka þá, þá er í raun ekki um annað fyrir þann sem er búinn að borga of mikið að fá hlutafé bankanum uppí kröfuna heldur en að eignast almenna kröfu í gjaldþrota banka. Og margir vita hvernig innheimta á kröfum í gjaldþrota félög gengur.Pétur sér hlutina oft svo miklu skýrar fyrir sér í erfiðum málum að maður fyllist aðdáun. Og svo auðvitað öfund fyrir að vera sjálfur ekki svona klár. Rökvísi Péturs bregst sjaldnast þegar ræða þarf erfið mál í botn.
Af einhverjum ástæðum hefur Pétur átt fremur erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum og ekki valist til æðstu embætta . Skyldi það vera af því að lögfræðingaveldið og framsóknarelementið í flokknum er ekki yfir sig hrifið af svo mikið menntuðum mönnum eins og dr. Pétur er? Þeir fá minnimáttarkennd af því að tala við hann. Líklega hefði því margt orðið öðruvísi í þessu þjóðfélagi ef ráðum Péturs hefði verið fylgt meira í gegnum tíðina en raun hefur orðið. Ég er hinsvegar ekki í vafa með að ég vel Pétur með þeim fremstu hvenær sem hann vill fá mitt atkvæði.
Þarna talar Pétur um þann mun sem er á til dæmis Þ:jóðverjum og Íslendingum. Ég á góðan vin og skólafélaga í Þýskalandi, sem er nokkrum árum eldri en ég. Stríðið olli því að hann komst ekki fyrr en seint í skóla. Við fórum út að hjóla einu sinni í skógunum og töluðum um lífið og tilveruna. Hann var orðinn sjálfstæður verkfræðingur með litla stofu. Hörkuduglegur og iðinn. Ég var búinn að byggja í skuld og átti börn. Hann var nýgiftur og átti von á fyrsta barninu og bjó í leiguhúsnæði. Hann hefur eins og margir Þjóðverjar alltaf horft skeptískum augum á þá hæst settu í þjóðfélaginu og finnst lítið til þeirra koma. Fólk er búið að þola svo margar lygar og blekkingar í gegnum aldirnar. Afstaða hans gagnvart bönkum hefur ekki breyst í áranna rás. Þetta eru allt skítablesar í hans augum og óvinir þínir segir hann. Lán eru óþverri sem maður á að forðast. Ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að byggja. Jú, auðvitað ætla ég það. En ég á ekki nóga peninga, ég þarf að spara meira saman. Eru ekki bankar sem vilja lána þér ? Jú, þeir standa í röðum og bjóða mér gull og græna skóga helvítin. En ég ætla sko ekki að láta þessa andskota fara að græða á mér með því að borga þeim vexti. Ég spara heldur lengur. Hann fór eftir þessu og innan fárra ára var hann kominn í glæsilegt einbýlishús og skuldaði sáralítið.
Þetta var dásamlegur hjólatúr í minningunni. Núna erum við báðir gamlir menn og hann er orðinn svo moldríkur að ég veit ekki aura hans tal. Hann er alltaf sami indæli drengurinn. Hann borgar það sem hann þarf til lífsins en ekkert umfram það fyrir sjálfan sig. Hann er ekki ginkeyptur fyrir nýjum græjum eða lúxus. Hann veit að hann getur ekki verið á fínnibíl en kúnnarnir. Vinnan og fjölskyldan er honum allt þó hann hafi enga þörf á tekjunum lengur. Sami góði drengurinn og þegar við vorum fátækir stúdentar. Greinir hismið frá kjarnanum og lætur ekki plata sig upp úr skónum af einhverjum nýjum sléttgreiddum nýstúdentum. Þeir eru bara lærlingar í hans augum.
Þetta er munurinn á íslenskum skuldafíkli og skynsömum mönnum.
Þessi þýski vinur minn og Pétur Blöndal gætu deilt mörgum skoðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er svo hjartanlega sammála þér að ég verð bara að láta á því bera, fyrst ég rakst á þetta hérna.. :)
Jón Ásgeir Bjarnason, 24.6.2010 kl. 17:14
thanks and tell your friends
Halldór Jónsson, 24.6.2010 kl. 17:41
Það er ekkert mál að verða ríkur sem glæpamaður enn og Pétur Blöndal er og vita ekki aura sinna tal vegna þess. Hann verður aldrei marktækur á neinu sviði. Það sem hann veit minnst um er fjármál. Ekki frekar enn maður sem lifir á bankaránum. Hann nýtur þess núna að glæpir hans eru fyrndir. Pétur Blöndal er peningaróni.
Óskar Arnórsson, 24.6.2010 kl. 17:52
Óskar,
finnast þér þetta málefnaleg skrif og rökstudd?
Halldór Jónsson, 24.6.2010 kl. 18:15
Já, mér er málið skylt oersónulega.
Óskar Arnórsson, 24.6.2010 kl. 18:26
Peningar, ég hef aldrei heirt Pétur tala um
neitt annað en peninga.
Aðalsteinn Agnarsson, 24.6.2010 kl. 18:53
Íslenskir sparisjóðir eiga Pétri Blöndal mikið að þakka.
Eða var það kannski á hinn veginn?... nú man ég þetta ekki nógu vel en áreiðanlega hagnaðist annar aðilinn vel á hinum!
Árni Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 20:20
Þrátt fyrir að nokkra þætti vanti inn í myndina hjá Pétri, þá er þetta eitt best skrifaða blogg sem ég hef lesið.
Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2010 kl. 22:27
Mikill happafengur í Pétri.
Aðalsteinn Agnarsson, 24.6.2010 kl. 22:31
Pétur metur allt út frá krónum og aurum. Hann hef engan sans fyrir því að það er meira í lífinu. Ekki góður leiðtogi sem sér bara eina hlið á málunum.
Sigurður Sigurðsson, 24.6.2010 kl. 22:54
Þú færð 5 stjörnur frá mér fyrir að vekja máls á hvað Pétur Blöndal er eftirtektarverður maður.
Það er eitt af grundvallaratriðum í lífinu að fara vel með peninga. Sé það gert verður allt sem á eftir kemur miklu auðveldara viðfangs. Ég man eftir manni sem vildi aldrei skulda neinum neitt. Hann safnaði fyrir því sem honum langaði til að eignast. Það er hið heilbrigða. Hitt, að fá lán fyrir hverjum hégóma sem er, það er í sjálfu sér sjúkt ástand.
Þess vegna er það nauðsynlegt að hamra á því að fara vel með peninga. Svo vil ég nefna að það sem ég hef séð til Péturs þá hugsar hann um heilsuna, sem er einnig sérstaklega lofsvert.
Geri aðrir betur, ef þeir geta.
Ég virði Pétur og styð hann til allra góðra verka.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 25.6.2010 kl. 00:45
Þakka þér Halldór, Pétur biður líklega ekki um neitt og tranar sér lítt fram, en hann talar einfalt skýrt mál og mætu fleiri temja sér þann sið.
En þegar við veljum menn til stjórnunarstarfa þá erum við ekki endilega að biðja þá að finna handa okkur kærustu. Bara sagt til að upplýsa þá sem ekki skilja mismuninn á ást og peningum.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.6.2010 kl. 01:24
Pétur bindur sína ást peningum. Hvaða maður talar um dóttur sína að hún sé sníkjudýr á þjóðfélaginu´í blaðaviðtali? Ástæðan var að hún tók frekar á móti peningum frá félagsmálastofnun enn frá pabba sínum. Er gullfiskaminnið svona algjört Sigurður og Hrólfur? Eða er þetta kanski alveg rétt hjá Pétri?
Óskar Arnórsson, 25.6.2010 kl. 02:32
Ég þakka ykkur fyrir góð orð í garð minn og Péturs. Ég skal taka það fram að ég er rétt málkunnugur Pétri eða hann mér, því ég hef frekar hlustað á hann en talað til hans og get ekki sagt að ég þekki manninn. Hann getur þessvegna átt fleiri hliðar en ég hef séð ef það er það sem Óskar er að tala um. Því enginn er algóður en heldur ekki alvondur.
Ég skil nefnilega ekki þessa bræði í honum Óskari, það er eins og Pétur hafi gert verulega á hluta hans. Menn geta misskilið eitthvað og magnað sig svo upp. Vonandi er þetta ekki svo alvarlegt að ekki megi greiða. Menn eiga til dæmis í fjölskylduvandamálum alveg óháð skólagöngu og vitsmunum. En það kemur ekki öðrum við yfirleitt sem betur fer, enda væru þá fáir á einhverjum stalli.
Tilfinningamál eru nefnilega ekki alltaf rökrétt mál. Við verðum að horfa á vandamál mannlegs lífs ef við eigum að geta hjálpað náunganum.
Hvað er helsta vandamál mannkyns ? Peningaleysi er það ekki? Er ekki fátækt er sama og peningaleysi ?
Andleg fátækt getur líka verið til staðar í auðæfunum. Hvaða gagn er af peningum ef heilsan er farin og fæst ekki keypt?"Það er bara eitt sem skiptir máli" hvíslaði dauðvona vinur minn að mér, "HEILSAN!"
Fátækt verður ekki læknuð með lánum. Lán gerir fátækt verri og steypir fóli í fátækt þegar minnst varir. Lánin vinda uppá sig þannig að áður en menn vara sig er það orðið of seint.
Lán er ólán í flesturm tilfellum.Má bjóða þér milljón evrur að láni? Þýsk kjör. 17 % vextir staðgreiðasta á hverjum mánaðarmótum. Greiðslufall í þrjá daga varðar uppsögn lánsins og aðför að lögum og búið spil.
Fátækt læknast aðeins með tekjum. Gjafir duga aðeins skamma stund. Sá sem gefur á að finna til gleði yfir að geta gefið. Aðrir gefa og halda innst inni að Guð mun verðlauna þá fyrir gæskuna. Verða svo fúlir útí Guð þegar þeir vinna ekki í Lottóinu næst.
Í sveita þíns andlits skaltu neyta brauðs þíns. Það voðalegasta sem til er í þjóðfélagi er atvinnuleysi. Það er hægt að leysa á ýmsan hátt.Napoleon og Hitler leystu atvinnuleysið með því að setja þá atvinnulausu í uniform og fara í stríð. Roosewelt fór að byggja Turnpíkurnar og Hitler Autobahnana. Jóhanna og Steingrímur hækkuðu skattana til að geta gefið hundinum rófuna á sér að éta. Peningaprentun ein dugar ekki til langframa. Það verður fleira að koma til. En það er hinsvegar erfitt í heiminum núna þegar sama ástandið breiðist út meðal allra landa. Það er kreppa sem enginn skilur til fulls hvað veldur.
Það hafa margir talað við mig og lýst aðdáun á mínum þýska vini. Ég hef engu logið um hann. Hann er manna skemmtilegastur yfir bjórglasi í golfskálanum. En um mörg veraldleg gæði og vandamál í stjórnmálum segir hann yfirleitt: .."alles Scheize." Ef menn hefðu þann fyrirvara á oftar heldur en að gleypa allt hrátt sem að manni er rétt, þá væri margt öðruvísi
Halldór Jónsson, 25.6.2010 kl. 11:28
Ég sem hélt að það eina sem getur komið okkur út úr þessu rugli sem VITRÆN peningamálastjórn. Verðtryggig komst á vegna léglegrar peningamálastjórnunar.
Ég botna stundum ekkert í Pétri, hann er ekki jarðbundinn á stundum.
Eggert Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 14:47
Eggert, hvað er vitræn peningastjórn? Ef engin er verðbólga þarf enginn að hafa áhyggjur af verðtryggingu. Verðbólga verður til þegar verkalýðurinn skrúfar upp kaupið með ofbeldi.Flugumferðarstjórar, ljósmæður,kennarar osfrv. Allir eru með stöðvunarvald og við hin erum aumingjar.
Ég heyrði einhverntíman að það hefði orðð verkfall í Svíþjóð 1905 sem stóð í einhver ár. Það urðu engin verkföll í næstu 50 ár eftir það. Verkföll eru alltof kæruleysislega meðhöndluð hjá okkar þjóð.Þau hafa fært landslýð meiri hörmungar en orð fá lýst. Og þeim sem stóðu að þeim í nafni réttlætisins hreint tap.
Halldór Jónsson, 25.6.2010 kl. 22:20
Sé efnahagur blóðrás þjóðarlíkamans, geta verkföll virkað eins og blóðtappi. Enn séu örfáum einstaklingum og fyrirtækjum leyft að að sjúga til sín óeðlilega mikið af fjármagni til sín og flytja úr landi, blæðir þjóðalíkamanum og hann verður lamaður. Dreifing fjármagns verður að sitja í fyrirrúmi. Og það gerist best í gegnum laun til verkamanna.
Óskar Arnórsson, 26.6.2010 kl. 04:34
Vitræn peningastjórn er að eyða ekki um efni fram. Horfa fram á veginn og gera áætlanir fyrir alla þá sem skapa verðmætin. Það eru góðir stjórnendur sem skapa afgang. Afgang er hægt að nota til áframhaldandi uppbyggingar og skapa ánægju hjá öllum.
Það er eitt aðalsmerki góðs stjórnanda að láta alla njóta ávaxtanna. Ávextirnir góðrar stjórnar er skipt á milli eiganda sem tekur áhættu og þeirra sem unnu verkið með honum. Góðir stjórnendur vita að þeirra hugmyndir að framlegð er ekki nóg. Það verður að fá menn (vinnuafl) og fjármagn, til að koma hugmyndum í framkvæmd og gera þær að arði, sem báðir njóta.
Verðbætur á lánsfjármagn er uppgjöf á því að geta stjórnað. Verðbætur á lánsfé er mælikvarði á getu stjórnanda verkefnis sem hann er að vinna að.
Það verða aldrei verkfall hjá ánægðum verkmanni. Verkföll koma vegna þess að stjórnandi peningamála hefur ekki staðið sig.
Íislendingar hafa notið þess i næstum 60 ár hversu ríkt landið er. Við erum komin á þennan stall velvegunar vegna ríkisdæmis okkar lands, en ekki vegna góðrar stjórnar á peningamálum þjóðarinnar.
Verðbætur voru settar hér á með lögum, vegna þess að löggjafinn hafði hafði gefist upp með stjórnun peningamála hér á lándi.
Halldór. þú hefur aðra skoðun væri gaman að heyra hana og hvernig þú sérð framhaldið.
Eggert Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 20:39
Halldór. Hvað eigum við að gera í stjórn peningamála, ef þjóðin samþykkir að ganga í ESB?
Eggert Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 20:41
Ef þjóðin vill vera með í ESB þá sér ESB um alla stjórn á peningum sem skipta máli.
Óskar Arnórsson, 6.7.2010 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.