Leita í fréttum mbl.is

Styrkur ESB-sinna liggur fyrir

Í dag var rafmagn í loftinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hvort flokkurinn myndi klofna eins og Baugsmiðlarnir héldu fram´ef ESB-umsókn yrði hafnað á fundinum. Forystan var enda greinilega ákveðin í að fara varlega í málið til að halda friðinn og var því fremur þokukennd tillaga í stjórnmálaályktuninni um að þjóðin yrði að ákveða og svo framvegis, sett í stjórnmálaályktunina sem menn ættu að geta unað við allir.

Það var þó óhjákvæmilegt að einhverjir fundarmanna myndu tjá sig um málið og myndu ekki sætta sig við hálfkák og loðmullulega tillögu um að leiða þetta hitamáli hjá átökum. Framkom breytingartillaga um að hætta við umsóknina. Þegar hún kom til afgreiðslu lagði einn þingmaður  til að þeirri tillögu yrði vísað til þingflokks til afgreiðslu.

En þá var landsfundi nóg boðið og felldi þá tillögu með nærri öllum greiddum atkvæðum. Ungur maður Hallgrímur Viðar Arnarson fór í pontu og flutti knallharða breytingartillögu um að umsóknin yrði dregin til baka tafarlaust. Enda SUS liðar manna harðastir í andstöðunni við ESB. Mikið klappað fyrir Hallgrími. Um þetta varð því að greiða atkvæði  sem þýddi þá klofning flokksins ef styrkur ESB-sinna reyndist mikill. Ég skyggndist því grannt eftir nei-spjöldunum og mér til furðu sýndust mér þau varla ná 2-5 % af fundarmönnum meðan já-spjöldin voru yfirgnæfandi.  Og þetta er þúsund manna fundur skyldu menn athuga. Slíkum ketti sveiflar enginn kringum sig á rófunni.

Landsfundur fylgir því einhuga tillögu Unnar Brár um þetta mál sem komin var fram á þingi. 

Það gengu einhverjir 3 fundarmenn fyrir formann sá ég og sögðu einhver vel valin orð við hann upp á sviðið  og strunsuðu svo á dyr líklega einhverjir 5 saman.  Þar með sáu menn þá Sjálfstæðisflokkinn  klofna í beinni. Landsfundur sýndi þarna svo ekki var um villst að hann lætur ekki virta þingmenn segja sér fyrir verkum ef svo ber undir og fer sínar eigin leiðir.

Þannig er vilji Sjálfstæðisflokksins skýr hvað varðar afstöðu til Efnahagsbandalagsins. Hann vill ekki ganga þar inn, hann vill ekki sækja um aðild til þess að gá hvort eitthvað er í  boði sem ekki er þegar vitað, enda allt þrautrannsakað. Hann vill ekki sóa milljörðum í tilgangslausar viðræður um ekki neitt og standa fyrir einskonar bjölluati í Brüssel eins og einn góður maður orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn stendur því heill og ábyrgur með meirihluta þjóðarinnar í því að telja hagsmunum landsins betur borgið utan ESB en innan þess. QED

Slagurinn var tekinn og úrslitin liggja fyrir. Klofningurinn varð stormur í vatnsglasi þrátt fyrir áróðursherferð Baugsmiðlanna fyrir fundinn. Enda kominn tími til fyrir Sjálfstæðismenn að hætta að trúa á þá skolpveitu sem þessir miðlar með leigupennum sínum buna á flokkinn við öll tækifæri.

Styrkur ESB-sinna innan Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

ESB-sinnar eru sterkir í tilhlaupinu, en vita ekki hvað fallið verður mikið eftir stökkið http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1071460/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartanlega til hamingju með sigurdaginn, Halldór minn,

bæði í þessu EU-máli og eins í Icesave-málinu á landsfundi!

Jón Valur Jensson, 27.6.2010 kl. 00:40

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Menn er því miður mishæfir í málefnium sem tengjast raunverulegum arði.

Líkur á því að arðbærar sé fyrir hæfa meirihluta EU að innlima Ísland núna eða eftir 30 ár er mjög miklar. Þess vegna er allur kostnaður og tími sem fer í spila sig fávísan bruðl og vitleysa.

Staðreyndin er sú að hæfur meirihluti í ljósi menningararfleiðarinnar á alltaf fyrsta og síðast orðið í samningum við "developping" vanþroska þjóðir efnahagslega.  

Hér er best að fara ráðum Norðmanna og láta Brussel send tilboð í fjölmiðla hvað okkur stendur til boða sem er í samræmi við stjórnarskrá  EU sem allir sannir ESB sinnar kunna utan að af virðingu við Miðstýringuna og verðstýringargrunninn og handstýrða Kapitalismann. 75% af þessum viðbjóði er nú þegar búið að festa rætur hér.

Ríki sem getur lámarkað fastar tekjur langt fram í tíman býr við stöðugan efnhagsgrunn. Langt er síðan Ísland gat það. Fjöldi þjóðar skiptir engu máli í samanburði við þjóðar tekjur á haus. Gott og fámennt er fínt.  EU er opin fyrir ríkum útlendingum.  

Þjóðverji verður aldrei Íslendingur.

Júlíus Björnsson, 27.6.2010 kl. 01:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það er sama á hverju gengur,alltaf hægt að  treysta á hann.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2010 kl. 01:16

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Davæið var góður þegar hann talaði um klofning innan flokksins í Staksteinum nýliðnum :

"Föstudaginn 25. júní, 2010 - Staksteinar

Lýðræðislega klofningsbrotið

Valhöll
Valhöll


Stjórnmálaflokkar eru ekki eilífðarfyrirbæri fremur en flest annað þessa heims. Enda hafa slíkir komið og farið.

Í höfuðborginni er bara einn flokkur með borgarfulltrúa á sínum vegum, sem verið hefur þar lengur en svo sem einn áratug. Aðrir eru nánast fæddir í gær en virðast þó ógnvænlega fljótir að tileinka sér það sem helst hefur þótt skaða álit gamalla flokka.

Og innan flokkanna eru menn sem áður hafa verið í öðrum flokki eða flokkum.

Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins er þannig enn þingmaður sem þegar hefur verið í fjórum flokkum og á vonandi marga eftir.

Og nú hóta þeir sem eru með sérvitringsskoðanir í Evrópumálum innan Sjálfstæðisflokksins að segja sig úr þeim flokki ef allur þorri landsfundarfulltrúa lagar sig ekki að sérviskunni þeirra. Þeir kalla sig lýðræðissinna. Stofna kannski lýðræðislega klofningsflokkinn.

Sagt er að Ólafur snillingur hóti að segja sig úr flokknum. Hann getur þá notað gamla eyðublaðið þeirra Hreins Loftssonar, en þeir félagar sögðu sig úr flokknum þegar fjölmiðlafrumvarp var efst á baugi árið 2004 og sögðu þá að í flokknum væri „ógnarstjórn“.

Sjálfsagt hafa þeir tveir talið að flokkurinn hafi klofnað þegar þeir tveir fóru og fjörutíu þúsundin sátu eftir og söknuðu einskis."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.6.2010 kl. 02:53

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki sömu mistökinn og VG að gleyma grunninum. Skammtíma kjósenda minna minnkar í kreppu.

Brennt barn forðast eldinn.

Júlíus Björnsson, 27.6.2010 kl. 03:07

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Rétt greining hjá þér eins og oftast áður Halldór.

Glæsileg, og nauðsynleg, niðurstaða á landsfundinum. Nú vita kjósendur hvar Sjálfstæðisflokkurinn stendur í þessu og fleiri málum. Þess vegna var þetta góður landsfundur. Grasrótin hefur talað.

Jón Baldur Lorange, 27.6.2010 kl. 07:24

8 Smámynd: Klukk

Það þarf að hrekja alla ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum nú þegar. Líka þá sem kusu ekki Bjarna. Út með þessa svikara, á hárinu ef þeir fara ekki sjálfviljugir. Svo þurfa þeir Guðlaugur og Gísli að taka pokana sína fyrir fullt og allt auk nokkurra annarra sem setja svarta bletti á flokkinn og allir vita hverjir eru. Til hvers er þetta fólk í pólitík? Til að svíkja þjóð sína og flokkinn? Það mætti halda það.

Klukk, 27.6.2010 kl. 07:42

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Klukk þú ert auðsjáanlega ekkert fyrir lýðræði:

Það þarf að hrekja alla ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum nú þegar. Líka þá sem kusu ekki Bjarna. Út með þessa svikara, á hárinu ef þeir fara ekki sjálfviljugir

Á ekki bara að skjóta þá líka?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2010 kl. 11:56

10 Smámynd: Klukk

Ég er 100% fyrir lýðræðið, Magnús Helgi. En ég er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að sá flokkur lofaði því og hefur alltaf lofað því að framselja aldrei sjálfstæði Íslands né gera tilraun til þess heldur berjast á móti þeim sem það vilja. Þess vegna eiga ESB-sinnar bara að vera í öðrum flokkum þar sem þrælslundin og undirlægjuháttsemi þykir prýði, eins og til dæmis í Samfylkingunni.

Klukk, 27.6.2010 kl. 12:25

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU eða ES er Evrópska Sameiningin er ekki ESB. Til að vera Meðlimur í EU er gott að búa að almennu fjárlæsi og geta lesið stjórnarskrá EU á þremur tungumálum yfirstéttar skilningi. Skilja að 3 stendur fyrir fákeppni. Það þarf aga til að afskrifa 60% af vaxtaleiðréttingum þegar nafnvextir eru 5% og verðbólga 3%.

Til að flýta fyrir marktækri aðildar umsókn þarf mörgu að breyta hér til dæmis þjóðarhollusta þarf að aukast því hún er lykill að harðri samkeppni milli ríkja innan EU. Hún er líka grunnur fyrir EU hollustu.

ESB sinnar er réttnefni Evrópski Seðlabankinn  ræður mestu í EU.

ESB sinna skortir almennt þjóðhollustu, fjárlæsi, sjálfsaga og virðingu fyrir lögum og reglum annarra þjóða sem sinnar eigin.

EU er fínt fyrir þá sem eru samkeppni hæfir og hugsa agað.   

Júlíus Björnsson, 27.6.2010 kl. 16:02

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Magnús Helgi, kennski stækkar þinn flokur eitthvað loksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði svona rosalega eins og menn sáu. Nú standið þið einir uppi með Brüsselveldinu. Það er munur að vera svona gáfaður og þjóðhollur

Halldór Jónsson, 27.6.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 84
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 3420050

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband