Leita í fréttum mbl.is

Ekkert að marka Hæstarétt !

Það er fróðlegt að sjá aðfarirnar hjá Gylfa viðskiptaráðherra og Má Seðlabankastjóra vegna Hæstaréttardómsins. Nú fara þeir hamförum og búa til túlkanir handa bönkunum til að fara í kringum dóminn með. Nú eiga bankarnir að segja: " Allt í plati "! Og rukka sem aldrei fyrr !

Þessi lán voru ekki gengisbundin af því það var bannað. Það eru því breyttar forsendur sem gera alla lánasamningana ógilda og breyta þeim því sjálfkrafa í óverðtryggð lán á uppí 20 % stýrivöxtum ! Svoleiðis mega bankarnir rukka skuldirnar inn. Gengisbindingin var bara í plati ! Datt einhverjum eitthvað annað útspil hjá þessum mönnum í hug ?

Gersimarnar sem stýrðu bönkunum, þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Lárus Welding og Jón Ásgeir, Björgólfarnir og Finnur Sveinbjörns, Ragnar Z. Margeir Pétursson ofl. höfðu ekkert með gengisfallið að gera. Þeir bara keyptu upp gjaldeyri á markaðnum þar til ekkert varð eftir handa okkur og krónan féll.

Allt olli því að skuldir lántakendanna sem þeir höfðu áður veitt þessi gengisbundnu lán á breytilegum vöxtum stórhækkuðu í kjölfarið af aðgerðum þeirra. Ekki voru það skuldararnir sem felldu gengið. Eða hverjir annars ?

Gerðu þessir  menn ekki samsæri gegn almenningi og íslensku krónunni? Felldu þeir hana ekki vitandi vits til að auðgast sjálfir?  Hvað heitir svona í Bandaríkjunum? Conspiracy against the public? Conspiracy against the people ? Liggja engin viðurlög við þessu athæfi einkabankanna?

Eigum við bara að hlusta á hinn ástsæla stjórnmálamann Gylfa Magnússon með mikla kjörfylgið, og svo líka höfund peningastefnunnar og hávaxtanna, Má Guðmundsson, sem hlaut embættið í harðri samkeppni við virtustu hagfræðinga heimsins? Láta þá segja okkur hvað við eigum að borga ?

Eða eigum við að fá okkur lögfræðing og stefna fyrrnefndum bankastjórum og bankaeigendum  fyrir landráð og tilræði við þjóðfélagið? Skuldum við þeim í rauninni nokkuð annað en steytta hnefa ?

Þeir halda því fram að það sé í raun ekkert að marka Hæstarétt ef þeir vilja hafa það öðruvísi.

Hvað skyldi Hæstarétti finnast um þessa menn ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Jóhanna og Steingrímur, stóðu í vegi fyrir því á síðasta degi þingsins, að það færi í gegn frumvarp, sem gerði ráð fyrir flýtimeðferð Hæstaréttar á þessum gengislánum.  Þau "töldu" nóg að fresta frekari málarekstri vegna þess til haustsins.

 Eftir ströng fundarhöld með fjármálafyrirtækjunum, ákveða stjórnvöld að gera tvo embættismenn út af örkinni, til þess að uppfylla ýtrustu kröfur fjármálafyrirtækjana.  Fjármálafyrirtækin segjast síðan ekki gefið út greiðsluseðla fyrr en í september, um það leyti sem að Hæstiréttur kemur saman, eftir sumarleyfi, þannig að maður spyr: "Afhverju var ekki bara hægt að láta kjurrt liggja, þangað til Hæstiréttur kemur úr sumarfríi?

 Stjórnvöld fá þjóðina á móti sér og í rauninni, kveikja á tímasprengju í Hæstarétti, því að það verður allt endanlega vitlaust hér í haust, ef að Hæstiréttur dæmir, samkvæmt ýtrustu kröfum fjármálafyrirtækjana. 

 Og ekki nóg með það, að í öllum þeim réttarhöldum, sem verða hér væntanlega vegna bankahrunsins, þá mun Hæstiréttur ekki njóta trausts þjóðarinnar og allt sem þjóðin túlkar sem "linkind" af hálfu Hæstaréttar, verður mætt af hörku út í þjóðfélaginu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.7.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Benedikta E

Hæstiréttur dæmir samkvæmt lögum - hann mun ekki breyta því - þó Jóhanna og Steingrímur reyni með lymskubrögðum að knýja fram pólitískan dóm frá Hæstarétti.

Þjóðin á að sýna Hæstarétti virðingu sína og um leið að standa upp fyrir sjálfri sér og mótmæla - HARÐLEGA - aðför stjórnvalda að gengislána dómi Hæstaréttar.

Benedikta E, 3.7.2010 kl. 00:30

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Irwing Fisher er mitt leiðarleiðarljós. Þegar lögð er fjármagnsleiga [vextir í dalegu tali síðan á dögum einokunarkaupmanna líka hagsmunir í ensku] á  veitt lán þá er eðlilegt að bæta við leiðréttingu til að umsamin skuld sé í samræmi við [CPI] neysluverðlag á greiðsludegi.  Nú veit hvert barn að neyslverðlag hækkar línulega N.B. Háskólamenntaðir Íslendingar vaxtavaxtast ekki nema í æði huga einstaklings samanber gullæði. 

Væntanleg áætluð neysluverðbólga leggst þá við raunvaxtakröfuna eða grunnvaxtakröfuna [fjármagnsleiguna].

Dæmi 10.000.000 eru leigaðar örrugt [geng öruggasta veði sem til er heimili millistéttarmanns] til starfsvævi 30 ára. Allstaðar utan Íslands  en í dag er þess karfa 2.000.000 til  3.000.000.

Ef leyflileg verðbólga næstu 30 ár er 90% eða 3.0% að meðaltali þarf að bæta 90% við heildarkröfuna.

12.000.000 x 1,9 = 22.800.000 verður þá verðtryggðgreiðslan til greiðslu eftir 30 ár.

Besta verðtrygging sem fundinn hefur verið upp betri en allur annara pappírs eða rafgjaldeyrir.

Þetta kunnu menn ekki lengur hér 1982 og settu það í lög að innlend opinber neysluvístal myndi gilda á Íslandi. Eins og eitthvað annað kæmi til greina. Við eru að tala um almenn neytenda lán. En ekki aflandsviðskipti vanþroskaðra stjórnsýslna við þroskaðri.

Eftir nokkur hundruð ár fóru skammtíma lán að koma til sögunnar á var almennt farið að bera alt saman við ársvexti í viðskiptaheiminum.

Þegar lánið hér fyrir ofan er breytt í 360 jafnstór lán þá er lækkar verðbólguleiðréttingin niður í um 60%.

Heildar umsamin veðskuld verður því um 18.000.000. Lykiliatriðer er að heildarvextir séu fastir í upphafi og haldist svo til að lánið flokkist undir jafngreiðslu lán að allra þroskðra mati [flestra borgara efnahagslegra þroskaðra ríkja]. Sé verðbólgu leiðrétting endurskoðuð í hverjum mánuði verða grunnvextir =  raunvextir og lánið skilgreinist sem lán jafnra afborganna.

Þar sem verðbólguvaxta hlutin er oftar en ekki hærri en raunvaxtahlutinn á standa almennu negam neytenda lánin hér nær að vera lán jafnra afborgnanna, heildar lánsfjárhæð +  heildar raunvextir eru grunnur skiptingarinnar og breytulegu vextirnir eru bara vegna verðbólgu.

Opinber lána fyrirtæki munu ekki mega ljúga að viðskipavinum eða bera fyrir sig vanhæfi til afsökunar.

Þetta má svo reikna á ársgrundvelli 1,79% + 3,2% = 4,99% nafnvexti á húsnæðisbréfinu. Flestir myndu samt sætta sig við 5%.

Fallegri tala.

80% borgara lýðræðislegra Ríkja velja föstu verðtryggingarvextina. Þetta er þroskaði hluti mannkyns. Hefur ekki tíma til að velta því fyrir sér í hverjum mánuði hvort stóra greiðslan sé rétt reiknuð ef skekkja er innan við 300 á 360 gjalddögum. Það er 108.000 á lánstímanum.

Ég er skoðanbróðir þess mikla meirihluta og stolltur af því. Nefið heldur ekki of langt.

Blöndum ekki saman sértæku og almennu. Viðskiptaeignum og persónulegum eignum.

Virðum almennan eignarétt og jöfn tækifæri allra einstaklinga til að gera það sem þeir gera best. Forðum þeim frá því lenda í störfum sem þeir ráða ekki við og eru miklvæg fyrir heildarhagsmuni  innlands.

Önnur lönd hugsa um þessi mál hjá sér. Ríkið á alltaf að borga lægstu launin í heildina  það tryggir allir hafa góð laun.  Markaðurinn bjargar sér sjálfur ef fjármálaþjónusta er fyrirferðalítill, heiðarleg fjármála þjónusta er einföld og best er sýna einfaldleika með lágum launum yfirmanna.  

Ég treysti meir til að reka íbúðalán sjóð  með aðgangi að reiknistofnun aleinn  sem lánar eitt öruggt lán á dag fyrir 300.000 kr. ráðstöfunartekjur á mánuði á sömu vöxtum og gilda í USA og UK.  Þessi lágu lán skila sér í lægri launkröfum hjá framleiðslu og útflutnings fyrirtækjum sem gætu þá dregið úr sjóðasukki og lántökum og skilað hagnaði í formi launa án persónuafsláttar og arði til hlutahafa.   Ég þarf ekki hámarksáhættu dreifingu gagnvart öruggum lánum í ríkjum heilbrigðrar samkeppni. Ekki fákeppni minna en 100 keppendur.

Þjóðarmeinið er miðlægur fjármálalgeira krabbi en ekki krabbi í heilbrigðisgeiranum. Skorið er niður á vitlausum stað að ráði yfirmanna fjármálgeirans að sjálfsögðu. 

Þegar IMF segir kreppunni er lokið er hann tala við þá sem það á við.  Lána fyrirgreiðslukeppu Seðlabanka Íslands hjá stóru hákörlunum.

Júlíus Björnsson, 3.7.2010 kl. 01:46

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Markaðurinn í USA kaupir arðbæra einstaklinga úr námi. Hinir enda ? 

Júlíus Björnsson, 3.7.2010 kl. 01:47

5 identicon

Brilliant grein Halldór, takk fyrir.

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 08:49

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Flott grein hjá þér Halldór.

Júlíus, þetta er ekki lengur spurning um hagfræði eða sanngirni. Þetta er eingöngu spurning um lögfræði. Þessum glæpafyrirtækjum, sem vísvitandi brutu lög, voru margsinnis boðin samningsviðræður áður en dómurinn féll. Þau völdu að hunsa slík boð og láta dómstóla skera úr um deiluna, því verða þau að hlýta niðurstöðu dómsins! Allt tal um að einhver atriði standi enn útaf er ekkert annað en vonlausar tilraunir til að klóra í bakkann.

Hæstiréttur getur ekki og má ekki dæma eftir öðru en lögum, á þessu er tekið í stjórnarskránni. Bent hefur verið á fjölda lagagreina sem styðja túlkun lánþega, enn hefur enginn getað bent á lagagrein sem styður túlkun Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins!

Væntanlega hefur Guðjón Rúnarson áttað sig á þessu þegar hann óskaði eftir því í fjölmiðlum, strax eftir að SÍ og FME gáfu út sínar "leiðbeiningar", að setja þyrfti lög strax til að hægt væri að klára málið!!

Gunnar Heiðarsson, 3.7.2010 kl. 10:57

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég orða það svo svo að Hæstréttur hafi staðfest að hér væri opinber vísitala viðmið neysluverðlagsleiðréttinga skuldagreiðslna til að tryggja að lántaki[ neytenda=consumer]  greiði núvirðið á greiðsludegi.  Neysluvístala hliðstæð CPI [Neytandi Prize INDEX] í alþjóðasamfélaginu.

Hinsvegar kunnu þessir banka lítið sem ekkert í Bankaviðskiptum. Margar yfir lýsingar hafa komið fram að þeir hafi ekki skilið útlendinganna. Skýrsla IMF 2005 sem sýndi að hér blast við hrun mun ekki hafa verið skilin réttum skilningi.

Bankastjóri Landsbankans sagði að þeir hefðu ekki átt að vera að blanda sér inn í 1. veðréttar [örugg] langtíma viðskipti því ekkert væri upp úr þeim að hafa.

Ekki þegar þau eru rekin á Negam lánsgrunni. Hinsvegar um 1982 sagði ein mætur Bankastjóri að eftir að innleitt voru hér 8% raunvaxtalangtíma lán á 1 veðrétti í heimilum þá væri allri hefðbundinni Banka starfsemi hér lokið. Bankarnir myndu bara safna húsbréfum. Verðtryggðir [miðað við innlenda neysluvísitölu]grunnvextir=nafnvextir er raunvextir þegar lánin er 100% öruggi með t.t. til uppgreiðslu heildar skuldar.

Allir þurfa að eiga þrautarvarsjóð sem er verðtryggður í öruggum fasteignum með tilliti til langtíma línulegra [hlutfalslegra = >ekki vaxta vaxta] neysluverðlagsbreytinga.

Til að fá betra lánshæfis mat allavega utan Íslands.

Hér var innleiddur Negam veðlánagrunnur sem Bankastjórnarnir og hagstjórnarfræðingarnir þekktu ekki enda mjög sjaldgæfur.

Í stað hefðbundina veðaflosnuarlána þar sem samið er um í uppafi hlutfallslega lánfjárhæð, grunnvexti og verðlagsbreytingarupphæð og breytt í jafngreiðslu lán sem er greiðslu öruggara en langtíma lán jafnra afborganna, þá var lámarkið lán þar sem greiðslur að raunvirði er aðeins undir neyslu verðlagi til að byrja með og innan 3 til 5 ára [ef verðbólg sú sama og í UK eru þær stigvaxandi hærri en neysluverðlag til loka greiðslu.

Þetta á að tryggja minnst 120% raunvexti á 30 árum þegar allir aðrir hæfir utan Íslands komast af með 20% -30% verðtryggt.

Íbúðalánsjóður ætlar ekki að lækka grunnvaxta kröfuna þótt Ísland sé komið niður í Ruslflokk.

Það má álykta að þegar um örugg langtíma lán sé að ræða, álíti erlendir að vextir umfram 20% -30% á 30 árum séu ekkert annað en áhættu vextir.

Þið sjáið hvað liðið hér er heilaþvegið.   

Þegar USA var að lengja jafngreiðslu veðaflosunarlán neytendenda í Kalliforníu þá voru þeir að auka mánaraðrlegan neyslukaupmátt Latin-Amerikans aðalega. Byggingingar aðilar mun hafa fengið sér negam lán í kjölfarið en almennir neytendur borgar ekki nema með eðlilega verðtryggðum jafngreiðslulánum.

Ef lánið er vertryggt jafgreiðslu þá er hver gjaldagi jafnhár allan lánstímann. Lántakinn kynslóð eftir kynslóð upplifir það að greiðslu séu þyngstar fyrst en lækki svo hlutfalls miðað við neysluvístölu. 3% á ári ef verðbólga er 90% á 30 árum. Í USA er er gert út á mikið meiri verðbólgu en 90% það gera bara tossar eða klepptækir.

Þetta er vegna þess að líta má á fyrstu greiðslu innhaldi hlutfallslega meira af vöxum vegna verðlagsbreytinga en þær sem fylgja.

Þetta er mælikvarði sem almenningur getur notað til að dæma um hvort lánið sé hagstæðara en löglegt jafngeiðslu án þess að kunna jafn mikið í stærðræði og ég .t.d.  Greiðslu byrði á léttast m.t.t. verðlags.

Ég tel 80% millstéttaraborgara erlendis í lýðræðislegum ríkjum hafa vit á sínu vali og vera heila á geði. Þeir sem eru okkur ósammála halda fram sínum rándýru skoðunum.  

Júlíus Björnsson, 3.7.2010 kl. 16:18

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum fyrir skrifin.

Svona í framhaldi, hugsum okkur að við séum fyrir rétti. Á móti situr bankinn og segir að skuldabréfið sem á borðinu liggur og var gengistryggt með breytilegum vöxtum, og bankinn var fyrir löngu búinn að stórhækka vextina á að eigin vild og vali.

Nú segir bankinn að þar sem að þetta hafi verið ólöglegt skuldabréf þegar það var gert og framlengt allar götur til dagsins í dag, þá hafi verið forsendubrestur fyrir því. Það breytist því sjálfkrafa í óverðtryggt skuldabréf á hæstu vöxtum, sem nema iðulega um 20 %.

Er þetta ekki borðliggjandi ? Bréfið var ólöglegt, þessvegna eir ekkert að marka það og í stað þess á að skrifa annað löglegt frá sama tíma sem hljóðar eins og lýst er.

Þarf skuldarinn ekkert að samþykkja þá breytingu? Þarf bankinn ekki að sýna fram á það að skuldarinn myndi hafa skrifað undir það bréf á þeim tíma? Að þeir vextir hefðu ekki fælt hann frá því að taka  lánið ? Það skiptir auðvitað engu máli hvaða vextir eru á lánum, menn taka hverju sem í boði er bara ef þeir fá lán ?  Var það ekki svoleiðis í gamla daga?

Mikið vorum við vitlaus að taka ekki eftir þessu.  Dómarinn skyldi hann verða  lengi að átta sig á þessari röksemdafærslu sækjandans.

Sé samningur gerður sem er ekki í samræmi við lög, þá má ætla að annar samningur hefði verið gerður á sama tíma sem stæðist lög.

Hvað ef  maður gert samning um vændiskaup í gærkveldi og lögreglan sé komin í málið í dag ? var ekki samningurinn ólöglegur og því komi annar löglegur í stað hans? Gæti sá hljóðað uppá veitta fylgdarþjónustu sem er ekki ólögleg af hálfu seljanda og líka kaupanda ef hugsanlega ef.....

Tveir menn gera samning um að annar handrukki fyrir hinn. Sá rukkaði lætur óvart lífið. Samningurinn um handrukkunina er þá úr gildi fallinn og breytist því  í samning um leigumorð.

Maður og fjármögnunarfyrirtæki gera samning um fjármögnun á bílakaupum. Samningurinn er ólögmætur af því að hann er gengistryggður. Samningurinn breytist þá sjálfkrafa í fjármögnunarsamning á hæstu yfirdráttarvöxtum.

Ber ekki að skilja dóm Hæstaréttar þannig ?

Halldór Jónsson, 4.7.2010 kl. 12:22

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Má ekki líka líkja dómi Hæstaréttar við það að, þú farir með bílinn þinn í skoðun.  Skoðunnarmaðurinn, dæmir (metur) bílinn þinn svo að bíllinn þinn sé ólöglegur, vegna þess að þú ert með "aukavél" til að knýja bílinn áfram.

 Er bílinn þá ekki löglegur, þegar "aukavélin" hefur verið fjarlægð?

 Hæstiréttur tekur fyrir lánasamninga.  Hæstiréttur dæmir samningana löglega, að öllu leyti en því, að ekki mátti gengistryggja lánið.  Þá hlýtur samningurinn að vera löglegur, þegar gengistryggingin hefur verið skorin af honum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 4.7.2010 kl. 12:43

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það má einungis nota innlenda opinbera CPI vísitölu til verðtrygginga vegna verðbólgu innanlands samkvæmt lögum um 1982.

Til að finna út raunvexti láns þar sem umsamdir heildarvextir á útgáfudegi eru Grunnvextir + Verðlagsleiðréttingar vextir þá gildir mjög einföld regla erlendis við loka uppgreiðslu:

 Heildarraunvextir = Heildarvextir - heildar leiðréttingar vegna verðbólgu.

Hér er mjög auðvelt að sanna að 1. veðréttar örugg heimilslán á útgáfudegi þar sem umsamin raunvaxtakrafa er um 80% skila 120% raunvöxtum ef verðbólga er hliðstæð og í UK.  Þetta er eðlilegt þar sem lánsformið er hannið sem negam og Balloon lán [Balloon vegna gífurlegrar upphæðar á loka greiðslu eftir 5 ár] er villandi kallað kúlulán er fjármögnunar aðferð Íbúðalánsjóðs og hann er rekin með raunvaxta mun. Balloon er Negam.  

Hæstiréttur staðfestir það sem almennt er talið að lög um innlenda neysluítölu hafa gilt hér frá um 1982.

Kynnið ykkur hvað CPI stendur fyrir erlendis og þá skilja menn hversvegna ekki þarf að binda líkt í lög erlendis þar sem lámarks fjárlæsi ríkir í fjármálgeirunum.

Öruggustu og þægilegust verðtryggðu veðaflosunarlánin erlendis eru allt með fastri heildar vaxtarupphæð í upphafi  [Grunnvextir + verðlagsvextir]. Sem gerir nafnvexti fasta alla tímann  og allir gjalddagar jafnháir virka þannig að lánið virkar með léttar til greiðslu með tíman. Ef verð bólga er 90% á 30 árum. Gildir  að lokagjalddagi er um 10% að núverði miðað við þann fyrsta.

Ríki sem þora ekki að bjóða upp á slík lán eru í Ruslflokki þegar veð eru uppurinn.

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 14:10

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn Karl

Er þetta ekki akkúrat það sem málið snýst um?

Það er ekki eins og að fasir lágvextir hafi gilt á öllum þesum erlendu láunum allan tíman. Í mörgum tilfellum var verulegt álag á upphaflega vexti sett á sem skilyrði fyrir framlengingum slíkra lána.

Halldór Jónsson, 4.7.2010 kl. 15:27

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland átti ekki sennilega engan hagfræðing [ekki einu einn vanhæfan] þegar verðtrygging kom til sögunar í Alþjóða samfélginu eða þegar Irwing Fisher var og hét.  Hér telur næsta kynslóð fyrir ofan mig af því sú þar á undan hlóð sín hýbýli  með berum höndum. 

að eðlilega verðtryggðu 1. veðréttar öruggu langtíma veðláninn frá dönum  á 1 veðrétti hefðu brunnið upp í verðbólgu.

Þetta er nú einmitt það sem Alþjóðsamfélagið telur mjög gott og í samræmi við að í jafngreiðslu er miðað við CPI greiðslubyrðin þyngst til að byrja með.

Þegar ég var barn þá var mikið helgið af mínum forfeðrum þegar kom að pró cent: Í gufunni sama dag mátti heyra verkalýðurin  fékk 10% kauphækkun [10.000 á 100.000.] en Seðlabankin hækkaði vexti bara um 1 %.  100.000.000.000- því þeir voru 4%   400.000.000.000 og fóru upp í 5% 500.000.000.000. Erlendis kallast þetta að Seðlabankinn hafi hækkað pró cent um 25% hundraðhluti hlutfallslega.

Enginn ráðherra lét samræma þetta þá og síðan þurfti að setja hér lög um CPI.

Þetta sannar gegntíski efnahagslegi vanþroski frænda þeirra sem bjuggu á Bakka.

Þess vegna skilur heldur ekki  Íslenski fjármálgeirinn skýringar erlendra og mun það vera gagnkvæmt  hvað varðar grundvallar langtíma hagsmuni.   

Erfitt er kenna gömlu hundi að sitja.  Það er aldrei of seint að verða föðurbetrungur. Til þess þarf vilja frekar en dug.  

Þótt sjaldan falli eplið langt frá eikinni, er undatekningar á mörgum reglum.

Júlíus Björnsson, 4.7.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband