Leita í fréttum mbl.is

Flýtur sofandi að feigðarósi

Mér finnst nokkuð greinilegt að fólk hefur engar áhyggjur af framrás Íslams í Evrópu. Ef til vill stafar það af því að innrás þeirra til Íslands er lítt hafin og stjórnmálaáhrif hér því engin. Og líka hugsanlega af því að Íslendingar líta ekki lengur á sig sem hluta Evrópu. Þeir eru harðákveðnir í að varðveita sjálfstæði sitt utan Evrópusambandsins og leiða því vandamál þess hjá sér. Þeir horfa í allar áttir sem þrautseig þjóð í þokkalegu landi, sem mun brjótast út úr erfiðleikunum á eigin spýtur. Trúa á mátt sinn og megin eins og oft áður. 

En þó að ótti okkar sé lítill, þá er óþarfi að loka augunum fyrir því að vandamálið komi upp. Sé hægt að sporna gegn því að helmingunin af íslenskum fangelsum sé setinn útlendingum, sé hægt að sporna við starfsemi erlendra glæpagengja, sé hægt að sporna við innflutningi fólks sem ætlar að nota okkur en ekki hjálpa til, hví ekki að gera það? Bretar hafa vegabréfaskyldu hjá sér þí þeir séu í ES. Af hverju ekki við ?

Sá sem er óttalaus flýtur stundum sofandi að feigðarósi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þessi pístill þarf andsvar. Ég tel að íslendingar séu margir hverjir hugsi og óttablandnir vegna framrásar þeirra afla sem hafa innan sinna vébanda óværu. Einnig vona flestir að þjóðir evrópu spyrni nú við fótum svo um munar og snúi vörn í sókn. Nei, ég held að hér sé margt fólk á verði gagnvart þeirri hættu sem þú nefnir. Hins vegar erum við flestir vel meinandi og vitum að það er nokkuð viðkvæmt að taka fast á vandamálum af þessu tagi. Þú veist nú hvernig fór fyrir gyðingum í Þýskalandi. Það er gríðarmunur á því að setja út á fólk vegna ósiða og hins vegar að valda skaða. Þú þekkir það að innan hvers hóps er einhver lítill hluti hans ofstopamenn, sem eiga það til að grípa atgeirinn og hefja hernað gegn þeim sem eru í fókus hverju sinni. Það má aldrei verða hlutskipti íslendinga að koma neinu illu til leiðar. Við erum friðarins þjóð og ætlum okkur hlutverk í heiminum. Sjáðu kennileitin: Fyrsti kvennforseti heimsins var kjörin af þessari þjóð. Samkynhneigðir fá að vera í friði í okkar ranni. Er þetta ekki stórkostlegt í sjálfu sér?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.7.2010 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418279

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband