Leita í fréttum mbl.is

Mannjöfnuður

 

Svavar Gestsson auðsýnir mér þann heiður að ljóða á mig í Fréttablaðinu í gær. Honum sárnar að ég skuli nota uppnefni þegar ég ræðst á dóttur hans á stóli Umhverfisráðherra.

Svavar segir:

...."Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt."...

Hann líkir mér til Agnesar Bragadóttur á Mogganum. Ekki minnist ég þess að hafa verið lyft á hærri stall  en þetta  í minni tíð sem pólitískur skríbent. Vona bara að Agnes vinkona mín móðgist ekki eða verði rekin af Mogga fyrir þessa niðurlægingu af hálfu félaga Svavars ! 

Svavar blessaður fellur hinsvegar í þá gryfju að ég sé að ráðast á persónur þegar ég ræðst á stjórnmálamenn og athafnir þeirra. Svo er alls ekki. Svandís Svavarsdóttir er hin fegursta kona, vel gefin til munns og handa og vel látin að því að ég sé og heyri. Líkt er á komið með föðurnum Svavari, ég hef alltaf gaman að skylmingalist hans í ræðu og riti þó ekki líki mér alltaf athafnir hans. Og grannt skoðað um hvað gætum við skrifað ef ekki væru hans líkar á ferð?

En þau mál sem hún Svandís rekur í sínu ráðuneyti valda mér hugarangri. Að ráðast sem ráðherra gegn lúpínunni með útrýmingarherferð og eiturhernaði er mjög nærtækt að tengja starfsaðferðum vissra stjórnmálahreyfinga. Og að tefja fyrir uppbyggingu virkjana og orkunýtingar í landinu sem ráðherra  við þær aðstæður að fólkið sveltur og flýr land, það tel ég ekki til gæfuspora á vegum hollvætta landsins.

En hafi Svavar þökk fyrir mannjöfnuðinn, þetta kitlaði mig !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sá sem nennir ekki að semja er engin samningamaður í sjálfum sér. EU getur beðið í 30 ár. Það skilja sumir ekki.

Júlíus Björnsson, 9.7.2010 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband