Leita í fréttum mbl.is

Gengistryggðu lánin

Ég hef eins og aðrir átt erfitt með að fóta mig á hvað dómur Hæstaréttar um gengistryggðu lánin þýðir.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka ruku auðvitað til og komu með leiðbeiningar um það hvernig ætti að breyta niðurstöðum dómsins lánveitendum í hag en lántakendum í óhag. Héldu þeir sanngirnismálum fram og svo hlutfallslegum sanngirnismálum. Í fyrsta lagi væri ósanngjarnt að lánveitandinn bæri skaðann af því að fá ekki gengishagnaðinn. Síðan héldu þeir því fram að annars græddi sá sem hefði verið með erlent lán meðan annar með innlent verðtryggt lán græddi ekki.

Ég hef spurt marga hvort dæma beri eftir almennum sanngirnissjónarmiðum ef lög segi annað. Ég heyri ekki annað en dómarar skuli dæma eftir lögum. Því fannst mér fengur að grein Magnúsar Thoroddsen frv.hæstaréttardómara í Mbl.í gær til að upplýsa minn ólögfróða haus.

Ef ég dreg saman niðurstöðurnar úr greininni fæ ég eftirtalda punkta:

1.Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem í daglegu tali eru nefnd samningalögin, eru að stofni til frá árinu 1936, nr. 7. Þau eru samnorræn að stofni. 

2.. Þau hafa tvívegis verið aukin og endurbætt. Í hið fyrra sinnið varð það með lögum nr. 11/1986.Þá var með 36. gr. veitt lagaheimild til að breyta samningi. Grein þessi hljóðar svo: » Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig (sbr. þó 36. gr. c).

3.Varðandi túlkun á þessu lagaákvæði segir svo í 2. mgr. 36. greinarinnar: »Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika, sem síðar komu til.«

4.Hið síðara sinnið, er samningalögin voru aukin og endurbætt, var með lögum nr. 14/1995 eftir að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Með þeirri lagabreytingu var réttarstaða neytenda aukin til muna.

5.Með því að dæma gengistryggingarákvæðið ólöglegt, hefir samningnum verið vikið til hliðar að hluta í skilningi 36. gr. samningalaganna.

6.Þrátt fyrir það er samningurinn efnanlegur að öðru leyti og því getur neytandi, skv. 36. gr. c, 2. mgr., krafist þess, að lánssamningurinn »gildi að öðru leyti án breytinga«, svo sem þar er mælt fyrir um.

7.Þegar lagaákvæði eru jafn skýr og ótvíræð, eins og ákvæði 36. gr. samningalaganna eru, sem og sjálfur tilgangur laganna, verða dómendur að dæma samkvæmt því.

8.Ef við lítum svo á, að gengistryggingardómar Hæstaréttar frá 16. júní sl. séu »atvik, sem síðar komu til« , þá segir í 2. mgr. 36. gr. c, að eigi skuli taka tillit til þeirra, »neytanda í óhag.« Verði vextirnir í gengistryggðu lánasamningunum hækkaðir frá því sem umsamið var, yrði það »neytanda í óhag«. Þess vegna er vaxtahækkun óheimil.

Mér finnist þessi röksemdafærsla Magnúsar Thoroddsen mjög skýr.  Mig myndi því undra ef ríkisstjórn og Seðlabanki geta komið með leiðbeiningar til fjármálafyrirtækja sem veiti þeim aðrar heimildir.

Auðvitað má deila um sanngirni. Aðilar voru flestir sammála þegar samningar voru gerðir. Vegna verðbólgustefnu Seðlabankans(einn aðalhöfundur núverandi seðlabankastjóri) voru innlendir vextir miklu hærri en þeir sem bankarnir buðu á nú ólöglegum erlendum lánum. Ríkið skóp þessar aðstæður á lánamarkaði með inngripum sem nú liggja ljóst fyrir að voru hagstjórnarlega áhrifalaus.

Í öllum þessum vangaveltum  finnst mér þó vera nauðsyn á að spyrja,; Af hverju féll gengið? Gerði annarhvor málsaðilinn eitthvað til að skaða forsendur samningsins?

Svarið er nefnilega já.

Bankarnir allir gerðu skipulega aðför að gjaldeyrisvarasjóðnum þegar framboð á erlendu lánsfé dróst saman. Með skipulögðum uppkaupum á gjaldeyrismarkaði, sem lántakandinn hafði engin tök á, þá felldu þeir gengið 2007-2008.

Lántakandinn getur haldið því fram, að þeir hafi haft augljósan hag af gengisfallinu gagnvart honum, þar sem krónufjöldi lánsins hefði aukist. Bankarnir gera upp íslenskum krónum. Því voru þeir að bæta eigin hag með því að láta viðskiptavini sína greiða meira.

Í fyrsta lagi getur lántakinn litið svo á, að með þessu hafi bankarnir gert samsæri gegn gjaldmiðlinum, sem er sama og samsæri gegn þjóðríkinu og samsæri til þess að skaða hann persónulega.Í öðru lagi hafi bankarnir brotið samkeppnislög með ólögmætu samráði.

Þetta hvorutveggja getur hugsanlega talist  ólöglegt athæfi, "conspiracy against the public", sem olli lántakanda beinum skaða. Hann getur því leitað réttar síns fyrir dómstólum til greiðslu skaðabóta og refsinga yfir hinum seku, færi svo að vaxtahækkun yrði dæmd lögleg.

Allar fjármálastofnarnir eru gjaldþrota eftir að hafa verið undir stjórn manna sem eru grunaðir um stórfelld fjársvik. Nýir ríkisbankar hafa verið reistir á rústum hinna föllnu. Þeir hafa keypt allar innheimtanlegar kröfur úr rústunum á hrakvirði, nefndar eru tölur um minna en hálfvirði. Afföllin hafa ekki verið færð yfir höfuðstól. Bankarnir eiga því sannarlega efni til þess að hlíta dómnum. 

Ríkisstjórn hins norræna velferðarríkis og gegnsæis  ætlaði því að ráðast að þegnum sínum á tvennan hátt. Fyrst að blóðmjólka þá með því að láta þá bera gengisfallið að fullu. Eftir dóm hæstaréttar reynir  ríkisstjórnin til viðbótar að hækka vexti skuldabréfanna að eigin geðþótta í þágu banka sinna.

Ríkisstjórnin reynir nú enn að ráðast gegn hæstaréttardómnum með því að láta dómstóla dæma um hækkun vaxta á gengistryggðu lánunum.  Á meðan þess er beðið rukka bankarnir af öllum mætti og keyra fólk í þrot og uppboð innan við hrundar skjaldborgir um heimilin.

Ríkisstjórnin grætur greinilega hæstaréttardóminn um gengistryggðu lánin.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo eru líka ein rök stjórnvalda að það falli tugir ef ekki hundruð milljarða á  Ríkissjóð, verði samningsvextir látnir gilda.

 Þú mannst það eflaust Halldór, að fyrir ca. ári síðan, birtist Steingrímur hróðugur í fjölmiðlum og sagðist hafa einkavætt bankana á farsælan og hagkvæman hátt.  Svo hagkvæman hátt, að það munaði tugum ef ekki hundruðum milljarða, miðað við áætlanir fyrri stjórnvalda. 

 Þessi gríðarlegi "sparnaður" stjórnvalda, gæti markast af því, að gerðir hafi verið leynilegir baksamningar við kröfuhafa bankanna, um að ef gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögmæt, þá bæri Ríkissjóður skaðann. ( Það var vitað á þessum tíma, að uppi væru efasemdir um lögmæti þessara lána)

 Hafi slíkir samningar verið gerðir, þá hafa stjórnvöld í rauninni gefið út óutfyllta ríkisábyrgð, vegna þessara lána.  Það er brot á lögum um fjárreiður ríkisins að gera slíkt, án efnislegar umfjöllunar Alþingis og samþykki þess.

 Sá möguleiki er einnig uppi, í ljósi hótana kröfuhafa Glitnis banka um skaðabótakröfur á ríkið vegna dóms Hæstaréttar, að stjórnvöld hafi lofað því, að koma í veg fyrir slíkan dóm með lagasetningu, áður en dómur yrði upp kveðinn, en ekki náð um sátt um slík lög innan stjórnarflokkanna.

 Hvort sem að annar þessara hluta komi til greina, eða ekki, þá er í það minnsta fyllsta ástæða til þess, að rannsaka þessa einkavæðingu bankanna.

 En sé annar þessarra hluta raunin, þá er það hávær spurning, hvort 91. grein Hegningarlaganna hafi ekki verið brotin við þetta einkavæðingarbrölt stjórnvalda. En 91. greinin er svohljóðandi:

" Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum."

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.7.2010 kl. 23:38

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Höldum líka á lofti lögum um neytendalán sem banna að innheimtur sé meiri lántökukostnaður en tilgreindur er við upphaf samnings nema umsamið vaxtaviðmið eða lögmæt verðtrygging breytist.

14. gr. laganna segir að: "Séu ekki veittar upplýsingar um lántökukostnað sem greinir í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. skal neytandi greiða höfuðstól og ársvexti af honum sem samsvara vöxtum af almennum skuldabréfum samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands.

Ef lántökukostnaður er tilgreindur í samræmi við 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. er lánveitanda eigi heimilt að krefjast frekari lántökukostnaðar. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sem um getur í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð getur lánveitandi ekki krafist hærri lántökukostnaðar."

Fjármögnunarfyrirtækjum eða bönkum ber nefnilega skylda til að upplýsa heildarlántökukostnað við samningsgerð. Það er gert með greiðsluáætlun. Við gerð hennar er notað vaxtaviðmið við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Það vaxtaviðmið á að gilda við innheimtu samningsins framvegis.

FME og SÍ eru að spila á það að sbr. 4.gr. vaxtalaga eigi að notast við jafnháa vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum. Það bara gleymist að 4.gr. hefst á tilvísun að ef hundraðshluti vaxta eða vaxtaviðmið sé ekki tiltekið eigi að notast við framangreint vaxtaviðmið SÍ. Allir sem fengu greiðsluáætlun í upphafi fengu því vaxtaviðmið. Hafi einhver neytandi ekki fengið slíka áætlun fór viðkomandi fjármálafyrirtæki ekki að lögum um neytendalán!

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.7.2010 kl. 23:58

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er nokkuð mögnuð "súmmering" á kjarna málsins - en hér er seting í fræslunni sem þarfnast nánari skoðunar.

"Í öllum þessum vangaveltum finnst mér þó vera nauðsyn á að spyrja,; Af hverju féll gengið? Gerði annarhvor málsaðilinn eitthvað til að skaða forsendur samningsins?"

Af hverju féll gengið?

Þetta er lykispurning - og svarið er tæplega "vegna þess að bankarnir tóku stöðu gegn krónunni"

Svarið er frekar að dulbúin seðlaprentun hafði lengi átt sér stað og "stöðutakan" var að öllum líkindum afeiðing af útþynningu gjaldmiðilsins - sem þegar hafði farið fram.

En hvernig fór þá farm þessi meinta útþynning gjaldmiðilsins.

Sarið virðist - "að öllum líkindum með dulbúinni Seðlaprentun" eins og ég sagði áðan - og hvað er þá átt við??

Þá ég við all skyns vanvirðingu og í raun brot á fjármálaákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins - 40. og 41. gr.

dæmi um slíkt er þegar ríkissjóður gerir "leigusamning" við einkaaðila - um leigu á fasteign til lengri tíma - en bókar ekki allan samninginn í bókhald ríkissjóðs bókaar bara ársgreiðlsuna. Þett er í raun brot á lögum í ríkisbókhald og brot á fjármálaákvæðum stjórnarskrár. (mitt mat KP)

Í annað stað - er það veðsetningar aflaheimilda - s.l. 15 ár - sem er í raun "uppsöfnuð forsenda á dulbúinni seðlaprentun" (skýring KP) ...

... en fyrir þessu stóðu viðskiptabankarnir - að veðsetja loft fyrir hundruðp milljaðra...

Þarna nefni ég tvö alvarlega dæmi um dulbúna seðlaprentun ólöglega leigusamninga ríkissjóðs - + í raun - ólöglegar veðsetningar aflaheimilda.

Samanlögð fjárhæð þessarar "dulbúnu seðlaprenturnar" (mat KP) nemur fleiri hundruð milljörðum síðasta áratug.

"Bremsan" til að halda genginu vitlausu - voru svo geðveikilega háir stýrivextir Seðlabankans - sem í raun áttu aldrei faglega forsendu að bakhjarli. .... og því fór sem fór með gjaldmiðilinn.

Það sem verra er - að "inndæling" í "annan skammt" af gengisfellingu er þegar byrjuð aftur.

Fyrirhugaðir "leigusamningar" ríkissjóðs um t.d. tónlistarhúsið og áform um nýjan Landsspítala er hugsalega "ávísun á nýja seðlaprentun" fyrir 100 milljarða - þar sem það virðist eiga að "taka þetta framhjá" 40. og 41. gr. stjórnarskrár....

þessar fjárfestingar eru einhver skonar "eilífðarkaupleiga ríkissjóðs" - án þess að heildarskuldbindingin sé færð sem heildarskuld ríkissjóðs - eins og skylt er skv. lögum um ríkisbókhald og fjármálaákvæðum stjórnarskrár 40. og 41. gr.

Mitt mat (KP): Verðbólga er bein afleiðing af vanvirtum fjármálaákvæðum stjórnarskrár - þar sem það er í raun dulbúin sðelaprentun.

Annars: Frábær færsla Halldor.

Kristinn Pétursson, 10.7.2010 kl. 01:47

4 Smámynd: Kristinn Pétursson

Niðurstaða fyrri athugasemdr er:

Ef íslenska krónan á ekki að rýrast frekar en orðið er - verður að stöðva tafarlaust svona "dulbúna seðlaprentun" 

  • Gjaldfæra alla leigusamninga ríkissjóðs á fasteignum - segja leigusamningum upp - og kaupa fasteignirnar með skuldabréfum skv. opinberu mati (sérstök lagasetning)
  • Afskrifa lán út á aflaheimildir - umfram eðlilega greiðlsugetu af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja (t.d. 8% af  rekstrarreikningi föst greiðsla x 20 ár = hámarkslán sjávarútvgsfyrirtækja)
  • Banna algerlega (með nýrri lagasetningu veðsetningu á "viðskiptavild" (veðsetningu á kvótaleigubraski)
  • Virða fjármálaákvæði stjórnarskrár 40. og 41. gr. 100 % hér eftir.

Það er umdeilt hver "á" aflaheimildir og það stendur skýrum stöfum í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða... "Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Það að gömlu bankarnir skyldu komast upp með að "veðsetja" þetta loft (aflaheimildir) - þrátt fyrir tilvitnuð lög í 1 gr. - hvernig geta mennveðsett það sem þeir eiga ekki; 

 "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Þarna tel ég að sé um lögbrot að ræða - í veðsetningu aflaheimilda - og auðvitað komust bankarnir upp með það -  (ólöglegar veðsetningar) - á sama hátt og þeir komust upp með ólögleg "gengistryggð lán" á íslenskum krónum....

.. en allt eru þetta dæmi um dulbuna seðlaprentun -  veðsetningu á  tilteknum "verðmætum" , á fölskum og/eða ólöglegum forsendum.

Ef það á að  koma efnahagsmálum þjóðarinnar í lag - verður að sópa - eða öllu heldur "moka allri þessri drullu" undan teppinu
KP

Kristinn Pétursson, 10.7.2010 kl. 02:15

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að vegna þess að Consumption prize index  var forritað hér í haus Íslendinga fyrir meir en mannsaldri vanti skrúfu í flesta til að skilja hvað veldur verbólgu.

Neytenda verð vísir til að leggja mat á afskriftar gengi[vexti] eða verðbólguleiðréttingarvextir mun hafa komið fram í byrjun síðastu aldar erlendis sem opinber mæling til að viða mið allar hinar heimatilbúnu samkeppnisbanka neysluverðlags vísa. Sjá Irwing Fich m.a.

Um venjuleg stór lán er samið Heildar skuldar höfuð stóll = lánsfjáhæð [2/3 hluta að öruggu veði] + fjármagnsleiga [grunnvextir á lánstímanum] + leiðrétting á greiðsludegi [gjalddaga] veð verðlagbreytringa innan lands [það er hlutfallsleg breyting eða línuleg] . CPI neyslu vísir er ákveðinn með minnst tveimur tölum  sem gefa til kynna stefnu væntanlegra verðbólgu.

Þess vegna getur verið gott að vita að verðbólga í UK eru um 3,4% milli stríða og 3,2% á ári í USA. Þess vegna eru efri þanmörk annarsflokks evru ríkja 3,5%. Meðal árs verðbólga má ekki verða meiri frá árinu 1994 hér á landi. Í þessum skilningi.

Þess vegna er mjög gott að leggja mat á raunvexti langtíma lána í UK. Séu heildarvextir fastir 7% á ári. Þá eru grunnvextir um 7% - 3,4% ] 3,6%.  Séu þeir hinsvegar gefnir upp 1,79% til 1,99% af kaupum öruugra lán vegna 1. kaupa íbúðar þá gefa 3,6% -1,99% =  1,7% eða að verðbólga sé stefnandi á 1,7% + 3,4% = 5,1%. eða afskriftarþörfin.

Hinvegar þegar um skammtíma neytendalán er að ræða á neysluvöru þá eru en Íslendingar sem halda að bifreiða séu jafngildi fasteignar á hjólum, það er öruuglega um 30 ár frá því að þeir breyttust í hvern annan neysluvarnig með samsavarandi endingu og afskriftum.  

Þess vegna er það svolítið langsótt að tengja verðtryggingu við gengi annarra gjaldmiðla sem neytandi eða Íslandi ræður ekkert yfir.

Svo vissu allir að fölsku jafngreiðslu lánsformin hér það jafngreiðslu form þar sem skuldar upphæð falska formsins fer ekki upp fyrir þá upphæð sem fasta skuldarupphæð hreina grunnformsins færi ef hún hefði verið notuð, fer fram úr neytendaverðvísinu verði hagvöxtu eða verðbólga hærri en 3% í um  ár.  Þess vegna er þetta falska jafngreiðslu form eða negam óleglögur staðgengill eftir 5 ár í nánast öllum ríkjum. 

Þegar þetta form er notað til dæmis þegar um byggingarvertaka er að ræða í USA er það vegna þess að eignirnar í nýja hverfinu fara fyrat að seljast virkilega eftir 3 ár og þá koma kaupendur og greiða með löglegum jafngreiðlu lánum eðlillegrar grunnvaxta kröfu til að tryggja greiðslugetu lántaka allan tíma oftast 30 ár. Annars yrðu söfn neytanda veðlánanna lítis virði og þar af leiðandi lánshæfis mat útlánstofnuninnar.

2005 má skilja á starfsmönnum IMF í skýrslu að skömmu fyrir eða um 2000  hafi verið samtekin ráð hér í um 3 ár að draga úr nýbuggingu og lánum til kaupa á íbúðum. Síðan hafi fasteignaverð risið hér upp fyrir 30% af nýbyggingarkostnaði.

Það eru einmitti skilyrðin til að setja spennu á launahækkanir og neyslu sem að sögn erlendra þegar um negam lán er að ræða veldur greiðslu þrotti allra þeirra  sem létu blekkja af lágu byrjunar grunnvöxtunum fyrir hækkanir á markaði.

Hér á Íslandi var þetta ólöglega í USA nýfrjáshyggju form ekki eingarað við ein tiltekin geira áhættu og skammtíma lána. 

Þetta negam er og var grunnláns form allrar öruggustu verðtryggingar veðlána jafngreiðslu lána til langtíma þess vegna með föstum vöxtum: til að greiðslu séu fast þær sömu allan lánstíman.

Þess vegna var ljóst að gengið myndi ekki falla heldur hrynja 2007 í síðasta lagi.

Júlíus Björnsson, 10.7.2010 kl. 02:26

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gengistryggðu neytendalánin eru ljótasta dæmi um ólöglega nýfrjálshyggju í framkvæmd. Samkvæmt netinu þrífst hún í vanþroskuðum og siðsspiltum ríkjum. Utan USA  það er ekki bara Íslenskir ráðamenn sem þekkja ekki negam, greinlega.  Enda tillölega ungt lánsform og alls ekki við hæfi venjulegra neytenda frekar en önnur negam lánform eins og Kúlulán.

Balloon = loftbelgur vegna hinnar gríðalegu loka greiðslu upphæðar. 

Kúlulán, neysluvísitala, eigiðfé er mjög rökvillandi orð og alls ekki á færi neytenda að botna í þeim allment.

CPI er opinber neytenda verð vísir. Vel getur verið að stóri bróðir noti hann til að kíkja ofan í aska landans það væri þá í samræmi við hefðina í sumum landshlutum. 

Hinsvegar velja 80% kaupend 1. íbúðar erlendis fasta vext það er mþtit til vætanlegar hámar ársverðbólgu næstu 30 ár, þess vegna græða útlánstofnanir á því að verðbólga í þessum lánaflokki verði sem minnst 20% er með nákvæma breytilega svipað og á negaforminu hér.

Allir neytendur erlendis vita hinsvegar um fasta stóra lánið að ef verðbólga er 3% á ári og 1. greiðsla er 100.000 þá verður greiðsla 360 um 10.000 að núvirði þetta er margra ára kynslóða erlendis.

Þeir reyna því alls ekki að draga úr almennri neyslu, sem einkennir ráðstjórnar samfélög fákeppni [færri en 12 eða 100], biðraða, lélegrar þjónust, takmarkaðs og ódýrra vöru.  

Þessi hryllingur getur greinlega birst í nafni allra stjórnmálstefna í framkvæmd.

Það borgar sig aldrei að blanda saman viðskiptalánum og neytendalánum, eða öruugum langtíma og skammtíma áhættu eða ólöglegum fölsku negamlánum við neytendaverðvísi.

Hér voru 700.000 milljarða hreinna negam-lána með veði í Íslenskun neytenda heimilum og tengd opinberum neytendaverðvísi 2007. Seðlabankinn stolltur mjög að birta útlendingum þennan viðbjóð.

Íbúðlána sjóður gaf upp 5,1% byrjunargrunnvaxta kröfum um 2002  í City í dag er fösft grunnvaxta karfa 1,77%-1,99% talsvert lægra hlutfallslega í samræmi við íhaldsemi Breta. 

Í góðærinu segir IMF 60% yngri hluti þjóðarinna orðna langvarandi skuldaþræla banka og sjóða og skattmann, sem sagt lítil von um innri virðisauka vegna neyslu.  

Lánafyrirgreiðslur EU voru alls ekki til að byggja hér um samkeppnifæran innri framleiðslumarkað þær voru til að fjárfesta í grunninum kringum landið til langframa.

Útlendingar afskrifa áhættu og stórgræddu á samkeppni við Ísland frá 1994.   Eins dauði er annars brauð.

Júlíus Björnsson, 10.7.2010 kl. 03:00

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn Karl

Þú tekur á kjarna sem mig hefur oft langað að vita meira um. Það er nefnillega öll starfsemi skilanefndanna og samningar við kröfuhafa. Þetta er sveipað algerum leyndarhjúp.

Skilanefndirnar virðast ríki í ríkinu með þvílíka sjálftöku á fjármunum að því sagt er. Enginn veit hvort þær muni nokkurntíma hætta að skrifa tíma. Mér hefur verið sagt að þær megi vera að svo lengi sem þeir vilja því erlendir kröfuhafar borgi brúsann. Það væri þá í fyrsta sinn sem einhver bara borgar án þess að mögla.

Mér finnst skítalykt af öllu ferlinu í kringum endurreisn bankanna og ég er ekki sannfærður um að Steingrímur J segi frá öllu sem hann veit um þau mál. Það er ekki í lagi að ekki sé upplýst um það á hvaða verði Íslandsbanki fékk til sín kröfu á mig úr þrotabúi gamla Glitnis sem hann ætlar að láta mig borga in full. Af hverju gat ég ekki fengið þær keyptar beint?

Halldór Jónsson, 10.7.2010 kl. 09:59

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn Pétursson, takk fyrir þetta og upplýsandi spjallið áðan. Þetta sem ég lýsti átti sér stað.

Það var samtímis í gangi það sem þú lýsir fyrir mér í spjallinu og færslunni. Seðlabankinn tók árum saman erlend lán til að slétta af yfirdrátt ríkisins sem var 10 % af fjárlögum sem heimiluðu ríkissjóði að ómerkja fjárlög hvers árs með ótakmörkuðum yfirdrætti í seðlabanka skv. fjáraukalögum. Kvótaveðsetningin til bankanna var bara endurfjármögnuð með erlendum lánum þannig að þetta er allt saman aukning á peningamagni í umferð=seðlaprentun=verðbólga. Hagstjórn hefur engin verið á Íslandi árum saman nem í uppskafningslegum yfirlýsingum stjórnmálaskúma, sem þykjast hafa vit á hagfræði en eru bara Pótemkínmálarar til að ljúga að kjósendum.Sjáðu peningastefnu Seðlabankans Kristinn og innflæðið af erlendu lánsfé til innlendra útlána. Svo voru þeir hissa  að stýrivextirnir bitu ekki á þensluna.  

Halldór Jónsson, 10.7.2010 kl. 10:36

9 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kjarni órædda málsins - á vegum  þessara skilanefnda - er  yfirtaka að fölskum verðmætum - t.d. "veð í aflaheimildum" - er er ólöglegt veð - aftur vitnað til 1. gr. laga um stjórn fiskveiða

 "myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Yfirtaka skilanefnda á hundruð milljarða skuldum með þessum fölsku "veðum" (mat KP)

tel ég hugsanlega glæpsamlega hegðun - meðvitað - eða ómeðvitað...

Endurskoðunarfyrirtækin eru rammflækt í þessi fölsku veð aflaheimila - og endurskoðendur hafa margir skrifað upp á delluna

.. gegn um "viðskiptavild" ... sem er að bullandi gráu svæði - sem ekki samrýmist "góðri endurskoðendavenju" (máltæki löggiltra endurskoðenda)

Þetta þýðir að "nýi landsbankinn" - innifelur nú falska höfuðstóla - tvenns konar "skuldavöndla" - sem eru stórlega ofmetnir í ´lánasafni "nýja landsbankans"

  1. ofmetnir "skuldavöndlar" í formi  - hugsanlega ólöglegra gengislána almennt.
  2. ofmetnir "skuldavöndlar" í formi kvótaveðsetninga - þar sem  veðin eru umfram  t.d. 8% greiðslugetu af veltu sjávarútvegsfyrirtækja - í t.d. 20 ár - sem ætti að vera 100% skuldir (skuldaþak útgerðarfyrirtækja) - allar skuldir umfram það -  ætti að afskrifa.

við erum þarna að tala um hundruð milljarða - hærri tölu en svokallað "eigið fé" nýja landsbanka .....

Ábyrgðir ríkissjóðs liggja þarna að baki - að einhverju leyti - og skuldir ríkissjóðs munu því  að öllum líkindum hækka sem nemur þessu "ofmati" á landasafni nýja landsbankans.

Mistökin eru  af vegum skilanefnda gamla landsbankans - á ábyrgð fjármálaráðherra - viðskiptaráðherra og forsætisráðherra -  í núverandi  ríkisstjórn.

Hámarks verð á aflaheimild er hægt að reikna eftirfarandi:

  • Forsenda I: Þorskur - verðmæti 500 kr/kg unnar afurðir.
  • Forsenda II: framlag til afborgunar láns - 8% af veltu rekstrarreiknings árlega.
  • Forsenda III 1000 tonn af þorski - verðmæti 1000 x 500 = rekstrarvelta 500 milljónir.
  • 8% afborgun = 500 x 8% = 40 milljónir á ári.
  • 40 millj á ári x 20 ár = 800 kr/kg - 100% verðmat (hámarksverð)  á "viðskiptavild" aflaheimilda...

Í dag - er  enn verið að "tjúnna" upp verð á aflaheimildum í "Nýja Landsbanka" enda "gamla settið" enn að störfum í greiningardeildum og á fyrirtækjasviði - og virðast önnum kafnir við að sópa eigin skítverkum  (fölskum veðum = verðlausum skuldavöndlum) undir nýtt og nýtt teppi... í von um nýja útgönguleið fyrir rebba... - að því er virðist.

Það er því trúlega best fyrir þjóðina - að þessi "nýi landsbanki" verið tekinn til gjaldþrotskipta - sem allra fyrst ( ólögleg gengislán og að öllum líkindum ólögleg lán út á aflaheimildir eru banabiti nýja landsbanka - þökk sé klíkum í skilanefndum & Co....

erlendir sérfræðingar  verði fengnir til ráðgjafar - til að meta þessi lánasöfn  nýja (gamla) Landsbanka á faglega réttu verði - þ.e. t.d. 8% af veltu í 20 ár - sem er svipuð regla og gamli Fiskveiðasjóður Íslands var með.

Stofna svo"Nýja Fiskveiðisjóð Íslands" og endurverkja gömlu gildin aftur um hvað útgerðarfyrirtæki geta skuldað mikið -  þannig að endurgreiðsla sé raunhæf.

"Nýi Landsbanki" er ónýtt fyrirtæki - með ónýta höfðastóla - og þjóðinni fyrir bestu að gera þetta sukk upp sem fyrst.

Við komumst aldrei á "beinu brautina" nema losa okkur algerlega við  allt gamla sukkið - og þar með talið kvótabraskið sem nú viðist viðhaldið af einhverri dularfullri klíku innan "nýja landsbankans"...

Kristinn Pétursson, 10.7.2010 kl. 10:44

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn,

Allt svona tal um ....sjóð Íslands lyktar af Byggðastofnun, Framsókn, Hriflu, býður upp í dans sem ég vil ekki dansa..-búinn að fá nór á langri æfi af öllu því sem ´búið er að ljúga í mig um fróman tilgang landsbyggðarbófanna.

Þessu landi verður ekki bjargað fyrr en einn maður hefur eitt atkvæði, óháð búsetu.  

Halldór Jónsson, 10.7.2010 kl. 19:49

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála - en fékk bágt fyrir að túlka lögin einmitt svona á bloggi mínu fyrir ekki svo alls löngu. Það má segja að þetta sé uppreisn æru.

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1071046

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.7.2010 kl. 21:44

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn, mér finnst ég skilja það sem þú segir um hámarksverðmatið sem er 800 kr/kg. En hvaða tölur eru menn ð í bönkunum? Hef ég heyrt 4000kr/kg?

Takk fyrir Lísa Björk, við trúum frekar Magnús Thoroddsen en Steingrím J.,Kidda Sleggju og Homo Sedlabankensis.

Halldór Jónsson, 11.7.2010 kl. 11:22

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Erlingur Alfreð

Enn skarplegur rökstuðningur í málinu.

Halldór Jónsson, 11.7.2010 kl. 11:25

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Júlíus,

Þú bendir á það sem enginn af gjaldmiðilsfræðingunum virðist nokkru sinni gera sér grein fyrir, að það er líka verðbólga í öðrum löndum. Það eru víst til dæmis bara minna en 10 sent eftir af stríðsdollaranum.Hvað borgar þá maðurinn af 40 ára fasteignaláni í Bandaríkjunum ?

 Þessvegna er íslensk verðtryggð sparikróna það eina sparnaðarform í veröldinni sem hefur verið tryggt. Auðvitað er erfit að fá lánað og þurfa að borga til baka. Ekki von að neinn vilji það hér á landi þar sem öfgarnar í hagsveiflunum eru mestar og allt snýst um að hafa eitthvað af þeim næsta. Ef ég get snuðað þig þá er ég glaður en þú fúll. Betur þú fúll. Þannig hugsa Kínverjar til dæmis. Dagur vel lukkað svindls í viðskiptum er hátíðisdagur hjá þeim.

Halldór Jónsson, 11.7.2010 kl. 11:34

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA reiknar lán þannig til fasteigna [heimilis] kaupa: Lánsupphæð : 10.000.000 + grunnvextir 2.000.000 + verðbólga í 30 ár við að við jafngreiðslu 6.000.000. Heildarskuld 18.000.000 eða 50.000 á mánuði allan lánstímann.  Þetta gera allar þjóðir sem brenna upp verðbólgu jafn óðum.

Þetta kallast raunhæð verðtrygging miða við innlendan neysluverðvísi.

Tryggir verðbólgu undir 3,5% milli stríða og lámarks húsnæðis kostanaði sem skilar sér í meiri innlands framleiðslu.

Öfgar í hagsveiflum er árin sem illur ræðari kennir um.

Ríki sem getur lámarkað grunntekjur sínar og samt verið með hærri þjóðartekjur á haus að meðaltali en hin. Þarf læra betur af þroskuðum efnahags ríkjum.

Þegar Englendingar fá afslátt af útfluttningi Íslendinga er Breski þjóðholli fjármálageirinn þó ekki væri nema vegna Íhaldsemi fljótur að vaxtaskatta sitt lið í þágu innrivirisauka sinnar heildar.

Ísreal mun þurfa að leysa málin líka á svipaðan hátt.

Ég vil að sama verðtrygging gildi hér á útlánum og annarstaðar.

Sparifé USA  geymist verðtryggt í  mortagage homeloans svo fremi sem neytendur halda áfram að trúa því að þeir græði á verðbólgu.

Bankarnir semja hinsvegar um að 80% slíkra langtíma lána séu hámarks verðtryggð til næstu 30 ára.

Svo er litið þvert yfir allar afborganir örugga verðtryggða veðlánsins á hverju ári sem eitt lán.

Broad guidance. Víðsýni.

Núna eru vextir á sparifé og gjaleyri einkvæðir og hægt er þrátt fyrir negam útlángrunninn. Samt mun vera hægt að geyma í 5 ár verðtryggt án ávöxtunnar að nokkru ráði.

Í USA gæti afi útskýrt fyrir barnabarni sínu af því að í heildarskuld jafgreiðslánsins þíns er búið að taka með línulegri verðbólu að hámarki 3,5% næstu 30 ár. þá máttu búsat við að í hámarksverðbólu verð 50.000 á fyrsta gjaldaga eins og 5.000 í dag.  Farðu nú ekki borga upp lánið þitt og mundu eftir því að þú þarft að afskrifa 2% á ári vegna viðhalds og það vex með árunum frekar en hitt svo vita alltir hvað námskostnaður 1. flokks menntafólks kostar.

Gott er borga verðbólguna fyrir fram. Illu er best aflokið.

Það er ekki allt það sem sýnist. Consumption Index number  er bara brot af þeim miskilning æðri enfahagsmálum  sem hér ríkir. Neytendaverðvísir er notaður til að ákveða breytilega verðtryggingarvexti inn og út erlendis. Þýsk húsmóðir vinur og daglegur kúnni. Bennti mér á að hún gaf barnabarninu sínu skírnargjöf og skkarmannn stal verðtryggingunni svo gera ekki þjóðverja reynslunni ríkari að borga skuldir með verðbólgu. 

Hér var stolið af fávísu fólki sem hafði ekki skilning á neytendaverðvísi aðallega þeim eldri og unglingum sem gátu ekki verðtryggt með því að taka fasteignaveðlán.    

Verð hækka í verði í samræmi við verðmæta aukningu sé matið rétt er þetta innri hagvöxtur sem mælist líka sem vöxtur neytenda vísisins.

Hinsvegar sé matið of metið er best að lækka verð til baka frekar en biðja útlending um að lána sér þannig verðmæta matið verði raunhæft.

Ég vil ekki stela af sparifé í neinu formi frekar en aðrir þroskaðir og vil afskrifa verðbólgu leiðréttinga breytilegar vaxta jafnóðum.  Það má alltaf endurskoða afskriftir á 5 til 10 ára fresti. Þá er betra að eiga varasjóð.  

Í Sýrlandi  eru engin hrun og verð eru nánst þau sömu endalaust. 

Elilg verðbólga er hagvöxtur ofmetinið verðmæta mat er verðbólga sem hægt er að afskrifa jafn óðum.

Allir neytendur í USA er aðeins bjartsýnni en þeir þýsku og hættir til að greiða of mikið. 

Íslenskir neytendur ráð ekki við sömu lágverðbólguna og þjóðverjar frekar en enskir að mínu mati. Þeir hugsa ekki á þýsku.

Júlíus Björnsson, 11.7.2010 kl. 22:25

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo er litið þvert yfir allar afborganir öruggra verðtryggða veðlána á hverju ári sem eitt lán.

Júlíus Björnsson, 11.7.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband