Leita í fréttum mbl.is

Dregur úr landflótta!

Árið 2009 urðu mestu flutningar Íslendinga frá landinu umfram aðflutta síðan 1887. Þá fluttu frá landinu 2466 einstaklingar með íslenzkt ríkisfang. Flestir eru á aldrinum 15-50 ára, mest á bilinu milli 20-30 ára. 4.835 manns fluttu alls frá landinu alls þetta ár.

Á fyrsta ársfjórðungi fluttu 430 Íslendingar frá landinu umfram aðflutta. Og á 2 ársfjórðungi fluttu 160 íslenzkir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta.

Íslenska sumarið heldur í fólkið að einhverju leyti.  Þegar  nær 14.000 manns eru án atvinnu og brottflutt fólk leggst við þá sést að það lætur nærri að í áttina að störfum  í boði á vinnumarkaði hafi fækkað 15-20.000  í landinu á tímanum frá 2008 miðað við að um 1-2000 manns hafi verið atvinnulaust þá.

Ríkisstjórnin sefur þess vegna vært og hefur ekki áhyggjur því ríkisútgjöldin hafa minnkað sem hugsanlega má rekja til brottflutningsins að einhverju leyti. Vöruskiptajöfnuðurinn er líka hagstæður um 4 milljónir dollara á dag hvern þannig að ég er viss um að Steingrímur heldur að hér sé góðæri. Þau eru líka búin að afreka svo mikið að eigin sögn að það er bara allt í keyinu. Makríll í höfninni í Keflavík og rígaþorskur í einhverri höfninni fyrir vestan. Fiskur sem er ekki til hjá Hafró þannig að engu þarf að breyta í kvótanum.

Allavega hefur hægt á landflóttanum á 2. ársfjórðungi. 5000 manns létta líka á framfærslukostnaði ríkisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það er ágætt, að framfærslukostnaður ríkisins lækki, en ég tel Halldór, að við báðir vildum sjá hann lækka á annan veg. Það er hins vegar ekki von, að þær óskir rætist meðan við situm uppi með duglausa ríkisstjórn.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 15.7.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband