Leita í fréttum mbl.is

Díll?

Jón Þórisson arkitekt skrifar grein í Baugstíðindi í dag sem fékk mig til að staldra við.Jón rekur það fyrir mér að það sé verið að selja HS með leigurétti á orkugjafanum til 65 ára. Ég hef ekki spáð mikið í það, hvort máli skipti hvort kaupandinn sé Evrópukrati eða komi annarsstaðar frá. En mér finnst ástæða til að staðnæmast ögn við röksemdir Jóns fyrir því að þetta sé einhver sveitamannasala.

Grípum niður í grein Jóns arkitekts:

... "Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðaði árið 2008 að OR mætti ekki eiga meirihluta í HS Orku?" Hvaða óskeikula apparat er þetta Samkeppniseftirlit? Hver á það eiginlega og hver rekur það?  Hvaðan kom því apparati sú viska á sinni tíð að það væri í lagi að Bónus og Hagkaup sameinuðust? Eigum við eftir það að trúa öllu sem þaðan kemur?

Auðvitað átti OR að eiga í HS Orku, sjálfsagt mál. Af hverju eiga orkulindir og dreifing ekki vera í þjóðareign eins og Áfengisverslunin? Við höfum ekkert með fíflarí að gera eins og sundurlimun Rarik í Orkusöluna til þess að fjölga forstjórajeppum að evrókratískri fyrirmynd. En þar skilaði sú fáránlega  stjórnunarlega umbylting neytandanum mér bara hækkuðu orkuverði.

 ."Magma keypti nýverið 30 ára nýtingarrétt á jarðavarmaorku í Nevada í Bandaríkjunum. Svo virðist sem Magma borgi þar helmingi hærra verð pr. megawatt en hér.Nýtingarsamingurinn í Nevada er til 30 ára en hér fær Magma samning til 65 ára með mögulegri framlengingu í önnur 65 ára. Það eru 130 ár!!..."
"Með kaupunum á HS Orku færi Magma í hendurnar fyrirtæki sem rekið er með hagnaði og á 20 milljónir dollara í varasjóði. Nevada er fyrirtæki sem byggja þurfti frá grunni og hafði engan hagnað eða varasjóð....".

.... "Fjármögnun Magma er með þeim hætti að uþb 70% kaupverðsins er fjármagnaður með innlendu kúluláni, hluti kaupverðsins er greiddur með bréfum í fyrirtækinu sjálfu og hluti er greiddur með aflandskrónum.Lánið til Magma er á 1,5% vöxtum. Sjálfur veitir Ross Beaty lán til Magma á 8% vöxtum.

 Í Icesave samningunum var okkur sagt að útilokað væri að fá lán á lægri vöxtum en 5,5%- á lánum sem þó voru með ríkisábyrgð. Er þetta ekki of gott til að vera satt? Fyrir Magma, ekki fyrir Ísland?Lánið til Magma er með veði í bréfunum sjálfum....".. .

."Ef Magma verður gjaldþrota þurfum við, að því er virðist, að sækja rétt okkar, ekki til Magma í Kanada, heldur dótturfyrirtækisins í Svíþjóð sem á engar aðrar eignir....

"Samandregin meginatriði  hjá Jóni Þórissyni:

"1. Kaupverðið lánað innanlands
2. Með veði í bréfunum sjálfum
3. Með engum eða óverulegum vöxtum
4. Öðrum kaupendum hafnað án viðræðna5. Kaupandinn hefur enga þekkingu á rekstrinum sem hann er að kaupa
6. Kaupandinn getur ekki fengið lán í banka og þess vegna verður seljandinn að lána honum...".

... "Í þessu sambandi má benda á að birtir hafa verið útreikningar sem sýna tap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sölu HS Orku til Magma Energy. Um er að ræða útreikninga Birgis Gíslasonar sem birtir voru m.a. á bloggi Láru Hönnu og víðar, Þar kemur fram að heildartap OR vegna sölunnar sé rúmir 9 milljarðar. Þessir útreikningar hafa ekki verið hraktir...."

..."Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum bauð a.m.k eitt annað fyrirtæki í hlutina í HS Orku en ekki hefur verið upplýst hvaða fyrirtæki um var að ræða ..."

... "Þá bendum við umboðsmanni á að haft er eftir sendiherra Bretlands á Íslandi að hann hafi komið upplýsingum um áhugasama breska kaupendur á framfæri við íslensk stjórnvöld, en þessir aðilar hafi aldrei fengið nein viðbrögð..."

... "Þetta er vondur díll, samningurinn er of langur, hann skilar sáralitlum peningum inn í landið. Hann byggir á loforðum Ross Beaty, svona einsog þegar Samherji keypti Gugguna á Ísafirði og lofaði að hún færi aldrei. Það leið ekki nema ár. Og þá var hún farin. Orkufyrirtækin hafa verið byggð upp af almannafé og skilað góðum hagnaði fram á síðustu ár - við þurfum að halda þessum auðlindum í opinberri eigu og hirða hagnaðinn sjálf...

... "Við teljum þetta mál varða hagsmuni þjóðarinnar allrar og við viljum hvetja alla til þess að skrifa undir áskorun okkar til stjórnvalda um að stöðva söluna til Magma og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðar stefnu okkar í orkumálum...."

Svei mér þá ef mér finnst ekki bankasöluskítalykt af þessu öllu saman. Hvar er  erlenda féið? Er það bara fengið innanlands hjá okkur sjálfum eins og þegar Bjöggi keypti bankann?  Mér finnst þessi samantekt hjá Jóni vekja upp spurningar um það, hvort þarna sé ekki hreinlega um vondan díl að ræða, svona í stíl  Steingríms J. og félaga Svavars, þar sem menn hafi ekki nennt að hanga lengur yfir þessu?

Erum við bara algerir sveitamenn í kaupstaðarferð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Ég vil setja stórt spurningarmerki, við það hvaðan fá bæjarstjórnendur leifi til að selja arðbærar eigur bæjarfélaga, þegar við blasir að þeir hafa ekki hæfileika til að reka bæjarfélögin með því fjármagni sem til fellur samkvæmt lögum, finnst mér að þá eigi þeir að fara frá, en það gerist ekki hér á landi, hér taka þeir upp á því að selja gull eggin til að geta haldið áfram með hallarekstri?.

Það neitar því enginn á suðurnesjum að virkjun við Svartsengi er arðbær, hvers vegna að selja hana þá, vantar ekki klausu í sveitarstjórnarlög sem bannar svona arfavitlausan gerning.

Tek heilshugar undir það sem þú segir um nauðungarsölu Orkuveitunnar, en minni á ef ekki hefði komið til Heimsvaldastefna Alfreðs Þorsteinssonar, og nánast takmarkalaus fjáraustur þá, átti Orkuveitan ekkert erindi inn í þetta ævintýri til að byrja með.  

Magnús Jónsson, 23.7.2010 kl. 23:47

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ég er sammála þér, Halldór, og atriðum í grein Jóns Þórissonar í Fréttablaðinu 23.7.2010, að það er ekki vitglóra í þessari sölu og þaðan af síður í þeim kjörum sem Magma býðst þessi "díll" á.

Þetta er fyrir neðan allar hellur að sveitarstjórn (í fjárhagskröggum) skuli vera þess umkomin að selja þjóðarauðlindir, eða nánast gefa þær, úr almannaeigu.

Það er rétt athugað að það er meingölluð löggjöf sem fær Samkeppniseftirlitið til þess að skikka hið opinbera til að afsala sér eignarhaldi á þjóðarauðlindum.
Það eru afvegaleiddir alþingismenn sem setja slík lög (ef við reiknum með að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera) og ætla sér svo vísvitandi að fara eftir þeim þegar á reynir í stað þess að breyta þeim þegar hrikalegur veruleikinn blasir við.
Maður spyr sig hvaða hagsmunum þeir eru að þjóna, almannahag eða annarra. Þetta má ekki lýðast.

Kristinn Snævar Jónsson, 24.7.2010 kl. 02:40

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Vissi ekki fjármálaráðherra og öll hans hirð af því að til stæði að selja þessa eign? reyndu þeir að bjóða á móti á meðan tækifæri var til? Ríkissjóður Íslands hlýtur að hafa ráðið við að jafna boðið, þar sem ekki virðist hafa verið ausið út peningum. 

Er ekki í lagi höfðið á þessu fólki? Við hljótum að líta út eins og hálfvitar á alþjóðavettvangi ef VG fær sínu framgengt að rifta gerðum samningum, það myndast varla biðraðir erlendra fjárfesta hingað til lands

Kjartan Sigurgeirsson, 24.7.2010 kl. 03:20

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég setti þetta á fésið Halldór, góð skrif

Óskar Þorkelsson, 24.7.2010 kl. 06:59

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er mestanpart æsimennska.

Td. með 1.5% vextina til 7 ára:  ,,Þá má geta þess að 1,5% vextir í bandaríkjadölum eru rúmlega 100% hærri vextir en Orkuveita Reykjavíkur greiðir af sínum lánum í bandaríkjadölum í dag en Orkuveitan greiðir um 0,7% vexti." (Auk þess sem nokkrurskonar ál-verðtrygging er inní þesu

http://www.or.is/media/PDF/Svor_vid_fyrirspurnum_i_borgarradi_vegna_HS_Orku_100909.pdf

Að vera svo að blanda vöxtum af láni því er B&H veittu ríkinu til að greiða margumrædda icesaveskuld - bara útí bláinn.

Ósaplega þreytandi svona útíbláinn umræðan íslenska.  Eiithvað:  Hopp og hí og ó mæ god etc, vondir útlendingar eins og skot o.s.frv.

Eg mundi nú í sjalla sporum henda upp einum pistl eða svo þegar nú dúkkar allt í einu upp að ,,ríkasta fjölskyla asíu"  ef ekki bara ríkasta fjólskylda í heimi!  Ætlar að fara að kaupa upp hérna ,,sjávarauðlindina okkar"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar Magma-málið kom upp sl. haust eða síðsumars, þá var neyðarfundur hjá þingflokki Vinstri grænna.  Þar var formanni flokksins Steingrími J. falið að leggja það fyrir í ríkisstjórn, að bráðabrigðalög yrðu sett á sölu OR á sínum hlut í HS-Orku til Magma.  Til vara var að setja lög sem takmörkuðu erlendt eignarhald í orkufyrirtækjum, líkt og gert er í sjávarútvegi, samkvæmt EES-samningnum.  Samfylkingin tók þessari málaleitan Steingríms, hins vegar fálega og sagði nei, við þeim.

Það er líka alveg morgunljóst að á meðan Samfylkingin, heldur Össuri út í "bjölluatinu" í Brussel, þá verða engin lög sett um takmarkaðan eignarhlut í nokkrum sköpuðum hlut hér, enda kallaði slíkt á undanþágu frá EES-samningnum.  Það þarf engan "snilling" til að reikna það út, að slík undanþágubeiðni, þætti þeim í Brussel, vera gróft stílbrot við meintan "aðildarvilja" Íslendinga að ESB.

Þess má að lokum geta að þegar þetta var rætt í ríkisstjórn, þá sat Ögmundur enn í ríkisstjórninni og Svandís var þar eins og nú.  Þetta eru þeir þingmenn VG sem haft hafa hvað hæst undanfarið.  Hvar voru þessir þingmenn sl. haust, þegar þessu var ýtt af borði ríkisstjórnar?

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.7.2010 kl. 12:10

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

"Fjármögnun Magma er með þeim hætti að uþb 70% kaupverðsins er fjármagnaður með innlendu kúluláni [negam Balloon lán  það veð fyrir láninu er ekki til og lánið nánast á greiðast í einu lagi eftir 5 ár] , hluti kaupverðsins er greiddur með bréfum í fyrirtækinu sjálfu og hluti er greiddur með aflandskrónum.Lánið til Magma er á 1,5% vöxtum. Sjálfur veitir Ross Beaty lán til Magma á 8% vöxtum.

Þetta er gjöf. Hér er hægt að skap fákeppni mjög fljótt. Stórskuldugur sjoppueigandi redda sér nagam láni í Hefðbundnum banka bankinn veðjar svo á með öllu reiðu féinu sé hægt að ná niður verðinu og bola öðrum út af markaðinum, þegar 5 ár eru liðinn liðinn fær sjoppueigandi nýtt lána rekstrahorfur mikið betri , hlutigreiðir eldra negamlánið hit fer í innborgar á verslunarhúsnæði [5% ] og nýju negamláni  án sér í smá veð.

Hér þurfti ekki að verðtryggja fasteinútlán heimilanna nóg var  að eiknavæða hinsvegar var tekið upp negam-lánsform samfara 25 árum í stað 30 sem er 20 % dýrari á mánuði.

Það má semja um negam lánsform þótt veð séu orðin til eða til staðar, hinsvegar má ekki ljúga að lántaka að þau séu jafngreiðslu=mortgage=hypotek  eftir jöfnun.

Nafnvextir kúlu lána segja ekkeru um hreildar vextinna sem greiddir eru.

1,5% getur reiknað í hverjum mánuði sem (1,015) í veldi 30 =  > 56%  

Þess vegna eru negam lánsform alfarið staðfest utan Íslands og annarra siðspiltra og heimskra ríkja ekki lögleg í hefbundum neytenda og samskipta geirum þar sem hætta er á formið sér lagi lengra en fimm ár miðað við CPI  stangist á við öll önnur lög um eignarrétt og frjálssamkeppni.

Íslendingur sem skilur ekki negamlánsform hefur ekkert vit á efnahagstjórninni hér. Þetta er grunnform allra öruggra langtíma viðskipta á Íslandi.  Íslend rekur í samburði við flst lönd alsherjar fávita fjármálgeira. Samanber 2005 sanburðarskýrslu IMF. Viðskipta stærðfræði og eðlisfræði hér er til skammar.

Líka að verðtryggja verðbólgu svo hún brenni ekki upp eins í öðrum ríkjum þar sem eðlilgt er að brenna hana upp á síðustu gjalddögum fyrirfram greiddar ofur verðtrygginar á þeim fyrstu.

Jafngreiðlu lán 80% neytenda utan Íslands þar fávitar ráð ekki ferðinni eru til 30 ára með umsaminni verðtryggingu fastri 3,5% á ári næstu 30 ár. Séu fast vextir 7% þá eru raunvextir um 7%-3,5% =3,5%. einfalt.

Augljóst er að ef 80% þegna myndu semja t.d. um 15% verðbólgu til næstu 30 ára, þyrfti að borga það með erlendum kúllánum, þess vegna væru það landráð í USA að leyfa eitthvað sem ógnar efnahagslegum hagsmunum USA. Þetta gildir líka um Þýskaland.  

Ísland skarar alls ekki fram úr af því að er allt öðruvísi í dag í hefðbundinn lánstarfsemi en annarsstaðar, það er fyrilitið af þeim sem vita um alla misnotkunina sem negam-lánsformið býður upp á. 

Júlíus Björnsson, 24.7.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband