24.7.2010 | 12:25
Allt í plati?
Í grein í Mbl. lýsti Magnús Thoroddsen skoðun sinni á erlendum lánum og vöxtum af þeim.Ég leyfi mér að grípa niður í greininni(leturbreytingar eru mínar):
...1) Ég veit ekki til þess, að fram hafi farið marktæk könnun á því, hvort meirihluti lögfræðinga sé mér sammála um það, hvernig fara skuli um ákvörðun vaxtanna eftir að Hæstiréttur Íslands kvað upp sína dóma hinn 16. júní sl. þess efnis, að gengistrygging lána miðað við erlenda gjaldmiðla væri ólögleg. Hins vegar þykir mér ekki ósennilegt, að svo sé.
2)Ég þekki engan lögfræðing, hvorki íslenzkan né erlendan, er sé þeirrar skoðunar, »að rétt svar við öllum lögfræðilegum álitaefnum sé að finna í lögum og öðrum skrifuðum réttarheimildum«. Það er enginn mannlegur máttur, sem getur sett allt í lög um öll hin blæbrigðaríku og breytilegu tilvik í mannlegu samfélagi, hvað þá er varðar framtíðartilvik. Til þess er mannlífið allt of flókið og síbreytilegt frá einum tíma til annars. Þetta er laganemum rækilega bent á þegar í upphafi laganámsins, í hinni svokölluðu almennu lögfræði.
3)Samkvæmt 72. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944, með síðari breytingum, skulu dómendur í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Með orðinu »lögunum« er fyrst og fremst átt við sett lög, réttarvenjur og fordæmi. Þegar ekki er fyrir að fara slíkum lögum, þá verða dómarar að dæma samkvæmt »eðli máls« eins og það kallast í lögfræðinni, en það merkir að dæma beri á þann veg, er dómara sýnist sannast og réttast og í sem beztu samræmi við grundvallarreglur réttarskipunarinnar. Í engilsaxneskum rétti kallast þessi lagatúlkun »Law of Equity«, sem er frekari lagaþróun frá »Common law«. Í skandinavískum rétti er þetta nefnt að dæma: »Efter Sagens Natur«.
4)Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem í daglegu tali eru nefnd samningalögin, eru að stofni til frá árinu 1936, nr. 7. Lög þessi eru samnorræn. Þau hafa tvívegis verið aukin og endurbætt. Í hið fyrra sinnið varð það með lögum nr. 11/1986. Þá var með 36. gr. veitt lagaheimild til að breyta samningi. Grein þessi hljóðar svo: » Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig (sbr. þó 36. gr. c). Hið sama á við um aðra löggerninga.«
Varðandi túlkun á þessu lagaákvæði segir svo í 2. mgr. 36. greinarinnar: »Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika, sem síðar komu til.« Hið síðara sinnið, er samningalögin voru aukin og endurbætt, var með lögum nr. 14/1995 eftir að Ísland gerðist aðili að EES-samningnum. Með þeirri lagabreytingu var réttarstaða neytenda aukin til muna. Ef við lítum svo á, að gengistryggingardómar Hæstaréttar frá 16. júní sl. séu »atvik, sem síðar komu til« , þá segir í 2. mgr. 36. gr. c, að eigi skuli taka tillit til þeirra, »neytanda í óhag.« Verði vextirnir í gengistryggðu lánasamningunum hækkaðir frá því sem umsamið var, yrði það »neytanda í óhag«. Þess vegna er vaxtahækkun óheimil.
Með því að dæma gengistryggingarákvæðið ólöglegt, hefir samningnum verið vikið til hliðar að hluta í skilningi 36. gr. samningalaganna. Þrátt fyrir það er samningurinn efnanlegur að öðru leyti og því getur neytandi, skv. 36. gr. c, 2. mgr., krafist þess, að lánssamningurinn »gildi að öðru leyti án breytinga«, svo sem þar er mælt fyrir um. Þegar lagaákvæði eru jafn skýr og ótvíræð, eins og ákvæði 36. gr. samningalaganna eru, sem og sjálfur tilgangur laganna, verða dómendur að dæma samkvæmt því. Ég verð því að hryggja minn unga, lærða andmælanda með því að segja honum, að þá getur dómari hvorki dæmt samkvæmt »eðli máls« né »efnahagshagsrökum hagfræðinnar«. Gerði hann það, væri hann að brjóta gegn stjórnarskránni......
....6)Í grein sinni spyr höfundur: Þurfa dómarar að hafa dómgreind? Mér finnst spurningin kjánaleg! En svarið er einfalt. Það er já. Orðið dómgreind er fallegt orð í íslenzku máli og það er sjálflýsandi, eins og svo mörg orð á okkar fögru tungu. Vitanlega þarf dómari að kunna góð skil á íslenzkum rétti, bæði hvað varðar fræði og framkvæmd. En það er ekki nóg. Góður dómari verður að hafa góða dómgreind, vita og finna, hvað er sannast og réttast í hverju máli og »helzt að lögum«, og dæma samkvæmt því.
Þar sem mér finnst Magnús segja það beinum orðum, að ekki megi dómari dæma öðruvísi en eftir lögum, þá varð ég nokkuð undrandi á á dómi héraðsdóms um vextina á erlendum lánum. Með tilliti til þess hversu ráðherrar ríkisstjórnarinnar fögnuðu dómnum, þá sýndist mér þeir fagna því að dómurinn hafi tekið tillit til óska þeirra og skoðana varðandi málið og hagsmuni ríkissjóðs sem eigenda flestrar fjármálastarfsemi í landinu. Verður vart annað séð þegar niðurstaða dómsins er skoðuð:
....Eins og áður er komið fram, verður að líta svo á að aðilar hafi ætlað sér að tengja samninginn ákveðinni verðvísitölu sem í þessu tilviki var gengisvísitala. Vegna þessa byggir stefnandi fyrstu varakröfu sína á því að miða beri við að samningsfjárhæð sé verðtryggð og beri verðtryggða vexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að stefnda stóðu til boða lán frá stefnanda með þrenns konar kjörum, þ.e. óverðtryggð, verðtryggð og gengistryggð. Ekki verður fullyrt um hvort stefndi hefði kosið að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt. Þykir því með vísan til grunnraka samningaréttarins um sanngirni, sem og til neytendasjónarmiða, sem m.a. koma fram í 36. gr. c laga nr. 7/1936, að skýra þann vafa stefnda í hag og miða við þau samningskjör sem eru honum hagfelldari. Er óumdeilt að samningskjör miðað við verðtryggt lán eru stefnda óhagfelldari en þau kjör sem miðast við óverðtryggt lán. Af því leiðir að hafna ber fyrstu varakröfu stefnanda. Þá verður ekki séð að þriðja varakrafa stefnanda um Reibor vexti eigi sér stoð í samningi aðila og verður því heldur ekki á hana fallist.
Að öllu framanrituðu virtu er það niðurstaða dómsins að við úrlausn málsins verði að líta til ákvæða 4. gr., sbr. 3. gr., vaxtalaga nr. 38/2001 og reikna vexti af umræddu láni til samræmis við þá vexti, sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir eru samkvæmt 10. gr. sömu laga. Verður því fallist á fjórðu varakröfu stefnanda. ...
Mér finnst dómarinn líta svo á að lánveitandinn sé orðinn að neytanda eftir c. lið 36.gr. og því sé ekki dæmt honum í óhag af sanngirnissjónarmiðum.
Eru þá aðilar að lánssamningi því orðnir tveir neytendur jafn réttháir og bera sömu ábyrgð?
Má þá ekki víkja samningnum til hliðar af fleiri ástæðum en ákvæðum um gengistryggingu og vaxta. Til dæmis að samningurinn skoðist aldrei hafa verið gerður vegna formgalla?
Til dæmis að allt sé flutt til baka á byrjunarreit og sanngirnin ein skuli ríkja? Allt hafi í raun verið í plati?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.