Leita í fréttum mbl.is

Ofvaxið bankakerfi

Á Íslandi eru eitthvað um 5000 bankastarfsmenn að veita þjónustu í eitthvað 150 útibúum. Í Bandaríkjunum voru bankastarfsmenn um 1.8 milljón árið 2004 og störfuðu í tæplega 88 þúsund útibúum. 

Bandaríkjamenn eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar og halda úti stærsta her veraldar með lægri sköttum á einstaklinga og vörur og þjónustu en við Íslendingar. Bankar þeirra eru með margfalt fé á við Íslendinga.

 Það er einfalt að deila í þessar bandarísku tölur með þúsund til þess að sjá að að það er eitthvað rotið í Danaveldi eins og Hamlet hefði orðað það. Bankastarfsmenn á Íslandi eru nærri pí (22/7)sinnum of margir og útibúin eru helmingi of mörg ef maður mætti nota gömlu góðu "miðað við fólksfjölda" regluna. Bætum skilanefndunum, fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum ofan á þessar tölur og dæmið batnar ekki.

Hver er þörfin á öllu þessu ofvaxna bankakerfi sem flest er á framfæri ríkisins? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Gott hjá þér Halldór, eins og alltaf. En það má halda áfram. Þetta svokallaða stjórnkerfi er ekkert annað að ofvaxinn gerningur. Í USA er meir að segja skattstofan einkarekin, og Seðlabankinn er hlutafélag!! Það ríkir sá mikli miskilningur á Islandi, að völd felist í að vera kaupfélagsstjóri og ráða öllu um líf manna. Völd felast í að fá fólk til að una við sitt við mismunandi stórf. Það er engin þörf á Rakarastofu ríkisins, eins og einn ungur efnilegur stjórnmalamaður, sem hvarf okkur allt of snemma, nefndi svo snilldarlega.

Björn Emilsson, 27.7.2010 kl. 08:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór, þetta er þörf og góð ábending. Við erum bara svona. Erum við ekki með bensínstöð á öðru hverju götuhorni? Hér í Grindavík búa rétt innan við 3000 manns, en bensín má kaupa á fjórum stöðum!

Björn Birgisson, 27.7.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband