Leita í fréttum mbl.is

"Tussufínt"

"Tussufínt.

Það er spurning hvernig við prjónum þetta....

....vill ólmur fá að skúbba einhverju fyrir fundinn og sé ég ákveðið tækifæri í því að láta það eftir honum. Þannig getum við sett fókusinn á eitthvað eitt atriði sem við viljum að fjölmiðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fundinn. Hér er tillaga að texta sem við getum sent honum:..."

Þessar tiilvitnanir eru úr skeyti frá Elíasi Jóni Guðmundssyni, aðstoðarmanni ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem um þessar mundir vinnur einhuga að því að koma Íslandi í Evrópusambandið.

Hann gefur innsýn inní þann þankagang sem víða er að finna meðal embættismanna, hvort eð heldur er innan Evrópusambandsins, eða hér á Íslandi.  Keyra ofan í heimskan lýðinn nógu fast það sem maður vill að hann meðtaki. Kjóendur eru jú bara fífl sem flækjast fyrir að mati þessara manna.

Hvernig halda menn að fari hér á landi, þegar hingað streyma milljarðar frá Evrópusambandinu, hugsanlega með millilendingu í sjóðum Samfylkingarinnar, og renna þaðan til þessa að hlaða allar byssur Baugsmiðlanna í áróðursstríðinu um skoðanir Íslendinga á inngöngunni.

Er að búast við að Sjálfstæðisflokkurinn geti veitt mikla mótspyrnu? Er hann ekki  búinn að skila öllu sínu styrkjafé til baka meðan Samfylkingin skilaði ekki krónu af svipaðri upphæð? Er að búast við að litli Davíð á litla Morgunblaðinu vinni orrustuna gegn ofurefli milljarðanna frá Evrópusambandinu. Þetta skal í ykkur eins og Lissabonsáttmálinn ofan í Írana. Þið skuluð sjá hvað ykkur er fyrir bestu. Enda sagði dr.Göbbels heitinn að endutæki maður lygina nógu oft fyrir fólki þá yrði hún að sannleika.

Þetta verður því "Tussufínt" þegar nógu mikil smurolía er sett í gangverkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Hafðu góða þjóðhátíð ,ég nota ekki sóðaleg orð eins og strákurinn tu,,,,,,t

það er ótrúlegt hvernig krakkarnir í vinstri flokkunum vaða uppi.En eftir höfðinu dansa limirnir.

Bernharð Hjaltalín, 29.7.2010 kl. 21:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ert þú Bernharð sem varst einusinni veitingamaður á Nýbýlavegi ?

Þetta orð getur nú komið ú norsku., "Jeg var litt tussa" þýðir að nojarinn hafi verið aðeins í kippnum.

Halldór Jónsson, 29.7.2010 kl. 23:01

3 Smámynd: Dexter Morgan

Tussur eru fínar, það finnst mér !

Dexter Morgan, 30.7.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband