Leita í fréttum mbl.is

Jóhannes kveður

Ég viðurkenni það, að ég hef alltaf haft viðkvæman blett gagnvart Jóhannesi í Bónus, sem ég þekki ekki neitt sem heitir. Ég hitti hann á sýningu einu sinni þegar hann var að ráðgera fyrstu búðina sína, nýrekinn frá Slátursfélaginu.  Samtalið var svo skemmtilegt, hann var svo klár og skildi verslunarheiminn svo vel, að ég gat ekki hætt að tala við við hann. Hann sagði mér hvað hann hygðist fyrir og hvernig hann ætlaði að gera það. Hann ætlaði bara að versla með það sem fólkið þyrfti mest á að halda, ekki hitt. Hann ætlaði ekki að steypa verslanirnar sínar fastar með því að eiga húsin. Hann ætlaði að fylgja fólkinu eftir með það sem því vantaði.

Hann gerði það svona og það tókst. Búðirnar spruttu upp og fólkið flykktist til hans. Hann varð að Jóa í Bónus sem fólkið elskaði fyrir að færa því ódýrari vöru.

Tíminn leið hraðar en nokkurn grunar. Bónusveldið fór að verða svo stórt að það fór að beita ofríki við alla sem eitthvað þurftu að selja. Innanstokks ólst upp pilturinn Jón Ásgeir sem vann eins og hestur sín unglingsár. Svo varð hann stór, stækkaði og varð sífellt stærri og stærri og loks langstærstur.Yfirskyggði gamla gráskegg og smátt og smátt breyttist allt veldið í ófreskju sem allir hötuðu.  En versluðu þar samt því aðrir voru ekki með lægra verð.

En Jóhannes var einhvernvegin alltaf Jóhannes í augum fólksins, með sína kosti og mannlega veikleika. Maður fólksins. Framhaldið þekkja allir.

Jóhannes flæktist inní stórveldisævintýri sonarins og allt fór á versta veg. Nú vill þjóðin ekki að Jóhannes komi nálægt búðunum sem hann stofnaði. Hann verður að róa á önnur mið. Aldurhniginn heldur hann ótrauður af stað í nýja ferð. Vitið þið, mér finnst alltaf að hann hljóti að vera besti kall þó hann sé það hugsanlega ekki lengur.  Umhverfið mótar menn, félagskapurinn breytir mönnum og siðum og valdið spillir.Gersamlegt vald gerspillir.

Jóhannes er ekki hættur þó hann kveðji Bónus. Vonandi tekst honum nú að halda sér frá vondum félagsskap og verða aftur eins og hann var. Maður fólksins.

Gerði hann Jóhannes ekki meira gott en illt samanlagt ? Verðum við ekki að vera sanngjörn þegar Jóhannes kveður? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband