Leita í fréttum mbl.is

Það styttist

Fáar ríkisstjórnir hafa átt í jafnmiklu basli með sjálfar sig jafn lengi og þessi. Gunnars Thor stjórnin treindist nokkuð lengi vegna seiglu dr.Gunnars. En hvort þjóðin hafi gott af slíkum slímsetum ríkisstjórna,- það er nokkuð augljóst.

Lausn aðkallandi mála dregst á langinn því að flokkarnir sem mynda þessa ríkisstjórn ná ekki saman um neitt sem máli skiptir. Það atriði að safna lífdögum fyrstu vinstristjórnar lýðveldisins virðist koma framar löngun til varanlegra verka hjá Steingrími J.Sigfússyni.

Lánleysi Steingríms sem flokksformanns rennur manni eiginlega til rifja, hann er eiginlega brjóstumkennanlegur karlinn eins og hver annar átjánbarna faðir í álfheimum sem ekkert barnið hlýðir en skoppa með ærslum eins og kettir um allar koppagrundir.

 Sjálfur skrifar hann greinaflokk um landris þar sem svo fram kemur að hann greinilega misskildi allar forsendur talnaturnanna sinna og botnar hvorki upp né niður í því sem hann er að tala um.

Og ekki er það betra með forsætisráðherrann. Hún  flytur innblásna ræðu um hagvöxt sem árangur starfa ríkisstjórnar sinnar. Daginn eftir birtir Hagstofan tölur sem sýna að raunin er hreinn samdráttur og dýpri kreppa en nokkru sinni fyrr.

Þessar uppákomur sýna veruleikafirringu þessa fólks. Sem við Sjálfstæðismenn undrumst ekki í sjálfu sér. En dýrkeypt er þetta þjóðinni og verður verra með hverjum deginum. Vinstri Grænir eru langt komnir með að sanna það sem við vissum fyrir, að þeir eru ekki stjórntækir vegna skorts á staðfestu og jarðsambands.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst mælanlega við hverja viku sem þessi stjórn situr til viðbótar. En það er þjóðin sem þjáist og því er ekki hægt að dunda við slíkar bollaleggingar.

En það styttist sem betur fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband