Leita í fréttum mbl.is

Skríplar eða strumpar?

Össur kemur rétt í þessu í Útvarpi Sögu og segir að Ísland sé ekki lengur í gjaldeyriskreppu! Voru menn þó ýmsu vanir af veraldarfirringu þessa drengs. Enda er hann mikið til sestur að í Brüssel og sakna hans væntanlega mismargir misjafnlega.

Bara innganga í EU leysir vandann segir hann. Það afnemur verðtrygginguna og skapar störf á Íslandi. Davíð Oddsson er ennþá mesti böðull þjóðarinnar með 4 milljónir á mánuði á framfæri stórútgerðarinnar segir Össur í heimsókn sinni á ÚtvarpSögu þar sem hann boðar fagnaðarerindið um EU ákaft.

Krónan er skaðvaldurinn í efnahagslífinu segir Össur án þess að geta nokkuð rökstutt málið nema þvæla um vaxtamun og gengi undir þeirri helgreip kommúnistahagskerfisins sem við nú búum við fyrir hans eigin tilverknaðar. Hann heldur blákalt fram að hann geti skapað 35.000 störf með þessu framferði sínu. Gæti hann ekki komið við á Grikklandi og Spáni til þess að kenna þeim þessar listir. Þar getur hann þó fengið að skoða evruseðla. Úr því að honum er svona annt um þjóðina, af hverju segir hann ekki Mávi í Selabankanum að flytja evruna niður í hundrað kall. Það er ekkert flóknara en þetta smáfitl sem hann er að leika sér við  og kallar gjaldeyrismarkað. 

Við þurfum Íslendingar þurfum að tilheyra stórri fjölskyldu segir hann svo og við verðum því að ganga í EU.  Mér verður hreinlega óglatt af því að hlusta á það  sem uppúr þessum manni vellur af rangfærslum og hundalógík um samspil gjaldeyrishafta, innflutningshafta og bankaþjóðnýtingar sem hann ber þó ábyrgð á sjálfur. Svo heldur hann því fram að hann sé að vinna að atvinnusköpun og hagvexti. Ætli hann hafi nokkuð heyrt um nýjustu tölur Hagstofunnar um hagsvöxtinn í hans regeringstíð? 

En því miður er þetta veruleiki þess áróðurs sem dynur á þjóðinni nótt sem nýtan dag og EU kostar í vaxandi mæli. Milljarðarnir eru greinilega farnir að streyma um þjóðarlíkamann.

Stundum þegar ég hlusta á umræður um krónu eða evru þá velti ég fyrir mér;Hvernig myndu skríplar eða strumpar ræða efnahagsmál ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband