8.9.2010 | 12:31
Ég fyrst. Þú seinna
Eftir Vilmundi Jósefssyni formanni SA var eftir haft í Viðskiptablaðinu um málefni lífeyrissjóða á aðalfundi í vor:
"það væri mikið umhugsunarefni að opinberir starfsmenn þurfi ekki að glíma við skerðingu á sínum lífeyri í því árferði sem nú ríkir. Vilmundur bendir á að hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna hafi hrúgast upp skuldbindingar langt umfram inngreiðslur. Sjóðir hins opinbera hafi þannig verið með yfir 500 milljarða króna tryggingafræðilegan halla í árslok 2008 sem sé ávísun á miklar skattahækkanir í framtíðinni.
Ríkisábyrgð er á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þannig að lífeyrisgreiðslur eru ekki skertar þrátt fyrir neikvæða stöðu. Vilmundur segir að B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins tæmist um árið 2020 og þá þurfi ríkissjóður að leggja henni til árlega fjármuni sem nemi yfir 1% af landsframleiðslu í meira en áratug en síðan lækki það hlutfall smám saman fram á miðja öldina.
Vilmundur segir þetta vanda sem standi mönnum nær í tíma en margir haldi.
Vandamálin eru því miklu nær í tíma en oft er talið og stækka ár frá ári á meðan ekki er á þeim tekið. Sá mikli munur sem er á lífeyrisréttindum á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera fær ekki staðist. Á almennum vinnumarkaði þurfa lífeyrissjóðir að rísa undir skuldbindingum sínum og skerða réttindi þegar illa árar en opinberu sjóðirnir eru með ótakmarkaða ábyrgð launagreiðenda og þar með skattgreiðenda. Skattgreiðendur á almennum markaði þurfa því bæði að þola skert lífeyrisréttindi frá eigin sjóðum og skertar ráðstöfunartekjur til viðbótar vegna lífeyrissjóða hins opinbera."
Ég er einn af þeim sem hef fengið bréf frá mínum lífeyrissjóði þar sem mér er tilkynnt um 10 % skerðingu á mínum lífeyri, sem er langt undir lágmarkslaunum en nóg til að þurrka út allar greiðslur frá Tryggingastofnun. Ég get því ekki tekið undir með Steingrími J. að hér ríki eitthvert norrænt velferðarríki hjá almenningi. Aldraðir verða að sjá um sig sjálfir, Steingrímur gerir það ekki.
Það er hinsvegar tryggt að ríkisstarfsmenn og stjórnmálamenn hafa tryggt sinn lífeyri hjá skattgreiðendum. En það verða þeir sem sjá fyrir þessu fólki í framtíðinni. Eftirlaunafrumvarp Davíðs er ekki gleymt en Steingrímur J. er einn af þeim sem keyptur var til fylgis við það á sínum tíma þegar ránsfengnum var skipt.
Það er stöðugt verið að skipta þjóðinni upp í verðuga og óverðuga. Nomenklatúran sér um sig og sauðsvartir éta það sem úti frýs. Pétur á Útvarpi Sögu talar um stjórnmálastéttina, sem eigi sök á öllum óförum fólks þessa heims.
Ég er farinn að halda að þessi stétt hugsi fyrst um sig áður en röðin kemur að kjósendum. Ég pant fyrst sögðu krakkarnir í gamla daga.
Ég fyrst. Þú kannski seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Pétur hefur rétt fyrir sér.
Aðalsteinn Agnarsson, 8.9.2010 kl. 16:05
Húsnæðið negam-lána kerfið hér tryggir örugglega að greiðslu geta komandi Íslendinga verður engin og fasteignaveð í samræmi. 2 til 5 sinnum hærri raunvaxta krafa á þeim sem teljast öruggustu veðlán til verðtryggina erlendis gekk ekki upp og mun aldrei ganga upp í augum alþjóða samkeppi samfélagsins. Hér vantar skuld lítill arðsöm framleiðslu og þjónustu fyrirtæki sem sem þurfa ekki niðurgreiðslur í formi persónuafslátta fyrir starfsfólkið.
Kjarnorku má nota í neyð. Allir geta sleppt því að éta fisk.
Íslenskt fræði kjaftæði og mannauður selst ekki utan Íslands.
Öll þroskuð ríki heims verja sína fyrir lífeyrisjóðum annarra ríkja.
Útlendingar kaupa ekki inflation vexti.
Júlíus Björnsson, 8.9.2010 kl. 17:39
Halldór.
Ég fór og talaði við útibústjóra í banka í gær um stöðu mína og fleiri sem komnir eru af léttasta skeiði og starfgetan farin að dvína til átaka-vinnu.
Myndin sem ég dró upp af Íslandi eftir eitt ár var sú að ef ekki verður stutt við bakið á þeim sem eru í slíkri stöðu, þá verða göturnar fullar af betlandi fólki og afbrotamönnum sem reyna að finna sér lifibrauð!
Okkur ber öllum skylda til að halda í lífið og ef eina leiðin til sjálfsbjargar er að stela og betla þá gerir fólk það! Eða gefst upp og deyr! Hvort er nú meiri synd?
Hafa embættismenn þessa lands gert sér grein fyrir hvernig þetta mun þróast ef ekkert verður gert fyrir sjúkt, fátækt og útbrennt fólk? Á meðan lífeyrissjóðir landsins eru svo fullir að út úr flæðir?
Ég spyr mig oft að því hvers vegna ég er að reyna að búa áfram á Íslandi, vitandi það að við óbreytt ástand verð ég líklega meðal þeirra sem ekki vil gefast upp og deyja fyrir LÍFEYRIS-SJÓÐS-MAFÍUNA? Möguleikarnir sem ég og fleiri hafa, brjóta í bága við stjórnarskrána. þar stendur að allir á Íslandi skulu hafa mat og húsaskjól?
Er ekki kominn tími til að nota hópmálsókn gegn lífeyris-sjóðunum og forystu þeirra? Nú er það löglegt!
Bara hugleiðing mín sem vantar álit og umræðu reynsluríkra? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.9.2010 kl. 20:42
Hvað fyrirtæki skulduðu gamla gervi einkabankakerfinu mest?
Hvers vegna mátti það ekki fara á hausinn í nafni frjálsrar samkeppni? Ísland fór í EES til að taka þátt í Samkeppni 1994, mannfávitunum hér var rullað upp á heima samkeppnisvöllum andstæðinganna.
Menn verða að þola að tapa það kallast þroski og tengist mannauði að mínu mati.
Var sumum af okkar kennitölum borgað undir borðið af samkeppni aðilunum?
Júlíus Björnsson, 9.9.2010 kl. 20:59
Júlíus. Ég hef ekki andlegt þrek né vilja til að dæma alla þá sem gerðu mistök hér áður fyrr!
því ef ég nota alla orkuna mína í að finna aðra sökudólga en mig sjálfa, þá hef ég ekkert þrek eftir til að horfa fram á veginn? Hvað þá inn á við?
Ég hef oft í mínu lífi dæmt aðra mjög hart vegna skilningsleysis á minni stöðu og hef jafn oft lent í sömu aðstæðum sjálf? Líklega til að læra að þekkja hina hliðina?
Lífið er bara skóli frá upphafi til enda! Við þurfum að læra að þekkja og skilja okkur sjálf og aðra til að virka í samfélagi?
Og ekki síst þurfum við ÖLL að fara eftir Íslensku stjórnarskránni!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2010 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.