Leita í fréttum mbl.is

Nútíð í stað fortíðar

‚i fyrsta sinn í langan tíma les ég Baugstíðindi mér til einhverrar ánægju í dag.Afbragðs grein er nú eftir Guðmund Andra um það sem raunverulega gerðist  í hjá  þjóðinni uppsveiflunni :  Grípum niður í Guðmundi Andra:

Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga ? ....

Sókn og vörn í Atlamálum mun svo væntanlega snúast um það hver vissi hvað hvenær, hvernig og hvar - og hver vissi ekki hvað. Og þá ekki síður hver vissi hvað hver vissi. Og vissi ekki. Og hver vissi ekki hvað hver vissi ekki. Og vissi.

Samt vissu það auðvitað allir: íslenska efnahagsundrið var bara bóla .."

Þjóðin naut góðs af peningastraumnum með bólgnum ríkissjóði og ódýru (hélt fólk þá) lánsfé. Stjórnmálamenn fögnuðu auknu skattfé og því að auðmenn tækju að sér að standa straum af listum og menningu og velferðarkerfinu og öðru veseni. Hannes Smárason styrkti Sinfóníuna. Jóhannes í Bónus breiddi út jólasveinsfaðminn sinn og sagði komið til mín allir sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Björgólfur tók að sér að hanna miðbæinn upp á nýtt. DV efndi til skoðanakönnunar um hver væri "besti auðmaðurinn". Þegar sett var á stofn sérstakt vikublað kvenna sem konur skrifuðu eingöngu og átti að miðla kvenlægri sýn, var fyrsta forsíðuviðtalið við Hannes Smárason og fjallaði um hvernig hann færi að því að vera svona æðislegur. Smjaðrið var jafn yfirgengilegt og hatrið er núna.

Þessi vindsperringur viðskiptalífsins endaði í þeim gegndarlausa vindgangi sem íslensk þjóðfélagsumræða er nú um stundir, með tilheyrandi fýlu. En við þurfum að hætta að mæna á einhverja Vondukalla og Góðukalla og líta sem þjóð í eigin barm. Við þurfum að líta til Þjóðverja og læra af þeim hvernig farið er að því að horfast í augu við það sem getur gerst þegar heilt þjóðfélag er gegnsýrt hrapallegum ranghugmyndum.."

Er þetta ekki málið?  Við vorum öll meðvirk og hver reyndi að dansa sem hann hafði vit og getu til? Nú sitjum við og reynum að finna út hver leyfði þetta og hver leyfði þetta ekki? Reynum að hengja einhverja sem gerðu of lítið, voru of heimskir og of værukærir? Eyðum allri orkunni í þetta meðan þjóðinni blæðir? Ein fjölskylda flýr úr landi á sólarhring.  Fimmtánhundruð fasteignir eru búið að taka af fólkinu og stór hluti þeirra stendur auður. Er þetta ekki eitthvað sem skiptir meira máli núna heldur en hver var vitlausastur þegar bankarnir voru seldir? 

Ætti Alþingi ekki að taka sér eitthvað gáfulegra fyrir hendur en að sitja yfir fortíðarstýringu af þessum toga? Hvað liggur á ? Má ekki alveg eins ræða þennan landsdóm síðar?

Væri ekki ráð að taka einhver meira aðkallandi mál á dagskrá en þetta karp sem breytir engu fyrir þá sem eru að missa allt sitt á uppboð?

Hvað með lyklafrumvarpið ?  Hvað með eitthvað sem skiptir máli núna, ekki það liðna sem engu breytir við orðinn hlut?

Þarf ekki Alþingi að fara að fjalla um nútíðina í stað þeirrar fortíðarstýringar sem Landsdómsumræðan er?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband