Leita í fréttum mbl.is

"Sárt ertu leikinn Sámur fóstri"

hvarflaði að manni  segja þegar maður horfði á meðferð forsætisráðherra á Atla Gíslasyni á Alþingi.

Nú var ég ekki á alþingi að fylgjast með hvort feiknstafir nökkrir svignuðu í andliti Steingríms J. Sigfússonar formanns VG undir ræðu Jóhönnu.  En hvort heldur hafi verið, þá er greinilega ráherradómur Steingríms honum dýrmætari en allt annað. Það virðist nefnilega gilda einu hversu forsætisráðherrann löðrungar vinstrigræna,  alltaf situr Steingrímur á pottlokinu.

Innan VG hefur Lilja Mósesdóttir viljað ræða málefni skuldara og gjaldþrota. En hún er sussuð niður þar sem svo mikið annað þýðingarmeira gengur á í Kattholti.

Morgunblaðið fullyrðir að mikil reiði sé innan VG. Er þetta ekki ofmælt hjá Mogga? Er þetta ekki einn mesti skapstillingarflokkur sem um getur? Ekkert mótlæti fær bugað ástina á ráðherrastólnum hjá formanninum.  Og átakanlegt hlýtur það að vera fyrir hugsjónamanninn og efnahagsstjórann að  það stefnir í óbreyttan ríkissjóðshalla þrátt fyrir allar yfirlýsingar og skattahækkanir Steingríms J.

Og svo þetta hvernig Jóhanna fer með Atla. Hún sættir sig ekki við peðsfórnina sem hann ætlaði að hún væri búin að samþykkja. Eða hafði hann bara talað við Össur?  

Þetta er sá veruleiki sem þjóðinni er boðið uppá þegar matargjafalínurnar lengjast og lengjast.

Virðing Alþingis er greinilega að ná óþekktum hæðum í hugum margra þegna þjóðfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband