27.9.2010 | 08:16
Baugspenninn
Guðmundur Andri Thorsson misbeitir skörpu stílvopni sínu í dag á síðum hins gjaldþrota fjölmiðlaveldis Bónusfjölskyldunnar. Hann minnir eiginlega allnokkuð á hundinn sem situr fyrir framan lúðurinn á myndinni af glymskratta Edisons, þegar hann hættir að skrifa vitrænt og fer að hræra steypuna fyrir boðskapinn úr lúðrinum.
Grípum niður í ritsmíð dagsins:
"....vitnis um þá mannkosti sem þrátt fyrir allt kunna að leynast með þessari þjóð.
En það er eitthvað að okkur. Djúpt og rótgróið í íslenskri menningu er eitthvað sem kom þessu samfélagi í koll - eitthvað sem lýsir sér í því að matreiðslumenn af öllu fólki skuli halda keppni í því að borða hratt og tilfinningalaust. Ástæðan er ekki sú að hér sé vont fólk upp til hópa. Þetta er ekki endilega "ógeðslegt þjóðfélag" eins og gömlu ritstjórarnir hvæsa á okkur með reglulegu millibili; við vorum ekki öll partur af gjörspilltu valdakerfi Sjálfstæðisflokksins með sínum Davíðsarmi og Björgólfsarmi, LÍÚ-armi, bændaarmi, Existaarmi, Baugsarmi og FL-armi og guðmávita hvaða öðrum örmum óteljandi, svo að á endanum var flokkurinn eins og kolkrabbi með parkinsonsveiki, stjórnlausir og samanflæktir armarnir að slettast um allt og brjóta í leiðinni og bramla allt sem brotnað gat. Við erum ekki öll glæpamenn eða hugsanlegir glæpamenn, ekki einu sinni öll "meðvirk".
Hann byrjaði að skrifa um siðleysi kappáts í hamborgurum og niðurstaðan er sú sem ég hef feitletrað hér að ofan. Kappátið er beintengt Sjálfstæðisflokknum maðksmognum af glæpamannaörmum þvers og kruss. Klykkir svo út með Faríseahugsun sinni um hversu hann þakkar Guði fyrir að vera ekki eins og þeir.
Í raun og veru er þetta niðurlag rithöfundarins svo heimskulegt, að það er varla hægt að hafa orð á þessu. Ég get reynt að virða honum það til vorkunnar ef þetta hefur komið svona orðrétt úr lúðrinum og hann sé bara að sýna húsbóndanum að hann er að vinna fyrir molunum sem hrjóta til þeirra leigupennanna á Fréttablaðinu af borðum erkifeðganna.
Það er langur vegur að mér hafi ég fundist ég vera staddur í hópi 1500 glæpamanna á landsfundum Sjálfstæðisflokksins til þessa. En Guðmundur Andri Thorsson er auðvitað skyggnri öðrum mönnum og hefur séð þetta betur en ég allt saman án þess þó að hafa nokkru sinni séð Ólaf kóng né heyrt.
Megi hin hræðilega Parkinsonsveiki sneiða hjá þessum Baugspenna alla tíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég las þennan pistil sem er óvenju beinskeyttur og líkaði vel. Mér sýnist að þú sért að túlka þarna eitthvað sem þú telur að maðurinn hljóti að hafa meint.
Hvergi sé nein merki þess að verið sé að skrifa frá herbúðum Baugs enda má öllum ljóst vera að á þeim bænum var meinlætalifnaður ekki stundaður með neinum áberandi tilburðum.
Hinsvegar má vel ræða um ofát, kappát og ólympíska drykkjusiði á Íslandi nútímans.
Og sú neysluhyggja sem innleidd var sem pólitísk framtíðarsýn af ármönnum kapítalisma og frjálshyggju sem hvorutveggja fór úr böndum vegna skorts á öllu eftirliti varð okkur lítil gæfa að ekki sé fastar að orði kveðið.
Og mér finnst það fallegt af Guðmundi Andra að benda þó á að þessi lýsing sem hann dró fram sé ekki algild lýsinga á atferli þessarar þjóðar.
En svo er þarna í Baugstíðindum önnur grein og síst verri.
Hún er eftir Sverri Björnsson hönnuð og ber titilinn:
Sjópróf á gullskipinu?
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 10:20
Ekki batnar þér mikið Árni minn eða kommatittunum ef þér finnst þetta fallegur pistill að nota Parkinsonsveikina til að ausa skít yfir hinn góða og heiðarlega stjórnmálaflokk Sjálfstæðisflokkinn.
Ég held að þú skiljir hvorki upp né niður í hugtakinu frjálshyggja eins og þú notar orðið. Og víst held ég að það sé ekki tilviljun að menn skrifi svona skít um Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson til að þóknast húsbændunum. En vel er maðurinn stílfær, það viðurkenni ég.
Halldór Jónsson, 27.9.2010 kl. 10:43
Niðurlagið á tilvitnaðri grein hjá þér endar svona:
" Þó að við farþegarnir höfum allir verið viti okkar fjær í villtu geymi í borðsalnum að fagna gullfundinum þegar slysið varð, eigum við rétt á því að allt málið sé rannsakað og dæmt ef sök er til staðar. Allir um borð hafa þurft að fara í gegnum ef og hefði í sinni prívat innri endurskoðun og þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Ekki er til mikils mælst þó stjórnendurnir geri það líka. Þar sem þeir voru í opinberum embættum þarf að gera það opinberlega.... Gleymum því ekki þó allnokkrir farþegar á fyrsta farrými hafi bjargað miklu af sínu þá misstu þúsundir allt. Tjónið er stórt og snertir alla, því okkar bíður að gera skútuna upp með miklum tilkostnaði."
Þú varst í geyminu á farrýminu og dansaðir í kringum gullkálfinn. Það má áfellast skipstjórann fyrir að hafa ekki uppgötvað að það voru ótíndir glæpamenn sem hann hafði sleppst lausum við borverkið í lestinni. Við hinir skipreika berum skaðann en glæpamennirnir fluttu bara til London eða reka skipa-og flugfélög í umboði nýju bankanna sem auglýsa grimmt í fjölmiðlunum um ágæti sitt. Þjóðin á skilið að vera kjöldregin fyrir þá heimsku sína að kjósa þetta lið sem nú situr á Alþingi og dundar sér við tilgangslausan fíflagang.
Halldór Jónsson, 27.9.2010 kl. 10:53
Halldór Jónsson. Ég á ekki nema svona hálfa spönn eftir til að þurrka þig út af bloggvinalistanum mínum.
Nú tókst þér með andskotans prakkaraskapnum að láta mig hlaupa á mig með því að taka þig alvarlega í þessum ólánspistli. Auðvitað áttaði ég mig ekki á þessu fyrr en þú fórst að ávíta mig í tengslum við kommatittina. Og bættir svo úr! með því að vitna um hinn góða og heiðarlega Sjálfstæðisflokk!
Þó sárnaði mér ekki að ráði fyrr en þú rifjaðir upp allan niðurlægjandi dans minn kringum helvítis gullkálfinn á útrásarskeiði þjóðarinnar.
Reyndar var hann kannski óþarflega tilkomumikill enda er ég næstum fatlaður af harðsperrunum.
En út af þessum kommatittum að ógleymdum þá líka frjálshyggjutittunum margnefndum.
Þá kemur mér enn í hug viðureigng kóngsins manna á Bessastöðum og Jóns tittlings frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og föður Björns annálaritara á Skarðsá.
Benedikt frá Hofteigi (kommúnisti eða anarkisti?) lýsir þessari viðureign í bókinni "Íslenski bóndinn" og lýkur henni með eftirfarandi orðum:
"Engum hefði komið til hugar að kalla kóngsins fóvita á Bessastöðum tittlinga. Til þess voru þeir allt of miklir tittlingar."
(endursagt eftir minni)
En ég tek undir ályktun þína um heimska kjósendur og verðskuldaða refsingu.
Þar fór ég að minni venju innanhallt við alfaraleiðir og kaus Borgarahreyfinguna og skammast mín nú líklega minna en margir aðrir.
Sítrón á allt þetta lið!
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 12:19
Tvær athugasemdir verða að vera á móti tveim:
Norræn velferðarstjórn Íslands tók hrakta skipshöfnina og ók með hana austur í Þórsmörk til aðhlynningar.
Rútan festist í miðri Krossá sem var í miklum hagvexti og þar situr hún enn.
Á öðrum bakkanum stendur björgunarsveit frá AGS og á hinum björgunarsveit frá ESB.
Báðar miða nú llinubyssum að rútunni en þegar að er gáð þá er björgunarlína í hvorugum skutlinum.
Önnur er hlaðin með kjarnaeldflaug en hin með napalmsprengu.
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 12:37
Ja mikið asskoti Árni, þaðhefði verið kronið sem fyllti mælinn hjá mér með að loka þessari vesælu bloggsíðu minni. Þú hefur kannski tekið eftir því að fólk er eiginlega hætt að lesa hana, þetta eru örfáar hræður á sólarhring sem koma við, þannig að eftirspurnin eftir mínum skrifum er sáralítil orðin. Og varla býður nokkur maður lengur sítrón.
Þessi Borgarahreyfing hefur sosum dugað eins og aðrir smáflokkar, þeir leysast upp innanfrá og geta ekki á sárshöfði setið hvor við annan. Í hvaða armi flokksins ertu núna? Ég vona að þu fylgir henni Birgittu því mér líst svo fjandi vel á hana , bæði sem kvenmann og líka þingmann, því mér finnst hún bara helvíti klár og vel er hægt að senda hana til útlanda málfarslega séð. Þráinn er búinn að axla sína kommagæru aftur og kominn heim til sín. Annan eins húmorista og hann þekkir maður ekki, þetta er höfuðsnillingur á bókmenntasviðinu sem ég vona að þú sért mér sammála um. Hann Þór Saari hefur sosum talað oft óvitleysislega, en ég veit ekkert um það hvort er framtíð í honum. Ætluðu þeir nokkuð að vera til frambúðar þessi hreyfing?
En mér líka oft vel þínir refilstigar innhallt við þjóðbrautirnar og er alls ekki úrkula vonar um að þú lesir Sjálfstæðisstefnuna einu sinni til og sjáir það sem ég sé, að þetta er eins skilgreinda hugsjónin sem nokkur flokkur hefur að leiðarljósi. Hver hefur auðvitað sína djöfla að draga, Framsókn situr uppi með Finn Ingólfsson, Sigurð Einarsson, Óla í Samskipum og gott ef ekki Hreiðar Má, Samfylkingin með Jón Ásgeir og Pálma og VG með Steingrím J.og félaga Svavar.
Sjálfstæðisflokkurinn á fá afreksmenn meðal útrásarvíkinganna. Hann á sinn skerf af stjónarbjálfum eins og aðrir en hlutfallslega líka marga mun betri menn og farsælli en aðrir flokkar., þó ekki nema þess vegna að hann er langstærsti flokkurinn.
Hugsaðu þig nú um Árni minn og legðu þessa fordóma og fyrrur á hilluna og farðu að hugsa rökrétt. Þá sérðu að okkur ríður á að varðveita sjálfstæði landsins umfram allt fyrir landssöluöflunum í Samfylkingunni. Hvergi er eindregnari andstaða gegn tollabandalaginu ESB en í Sjálfstæðisflokknum. Og ekki getur þú verið mótfallinn því, "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu, á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allar stétta fyrir augum."
Velkominn í eins hugsjónaflokkinn sem í boði er í íslenskri pólitík:Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur ekki þurft að breyta einum staf í stefnuskrá sinni frá 1929.
Halldór Jónsson, 27.9.2010 kl. 12:57
Fullur klökkva þakka ég veisluboðið Halldór minn.
En Ertu ekki að villast með Þráin fulltrúa minn á Alþingi? Ég man ekki betur en að hann sé genginn til liðs við Framsóknarflokkinn. Sérðu hann undir hinni undur geðþekku kommagæru?
Það er laukrétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki breytt stafkrók í stefnuskrá sinni frá 1929.
Hvort hann hefur ævinlega unnið eftir henni gæti verið efni til umræðu í stuttan bloggpistil.
Mér finnst meira um vert hvernig aksturinn var hjá ökumanninum sem olli slysinu en það hvort hann kunni umferðarreglurnar.
Íslenska þjóðkirkjan hefur ekki breytt stafkrók í boðun sinni síðan 1550 að ég hygg.
Nóg um það mál allt og biskupana líka.
Árni Gunnarsson, 27.9.2010 kl. 13:49
Ég vil þakka ykkur báðum, Árna og Halldóri, fyrir stórskemmtilega ritrimmu. Þið hafið báðir töluvert til ykkar máls.
Halldór minn mér finnst þú gleyma því, að síðasti Landsfundur Sjálfst.-flokksins samþykkti ályktun um, að ákveðnir þingmenn hans legðu inn umboð sín til setu á Alþingi, eða man ég þetta ekki rétt ?
Árni,síðast er ég vissi til var Þráinn Bertilsson, þingmaður Hreyfingarinnar, sem áður hét Borgarahreyfingin , genginn í raðir Vinstri Grænna (rólegu deildina ? ), Er hann örugglega kominn heim í sinn gamla flokk, Framsóknarflokkinn ?
Með kveðju frá Siglufirði (Vesturbæ Fjallabyggðar), KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 28.9.2010 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.