3.10.2010 | 13:18
Sannleikurinn um Geir og Landsdóminn
kemur fram í færslu Skafta Harðarsonar á blogginu. Ég hef varla lesið jafn kristaltæra lýsingu á atburðunum þannig að ég leyfi mér að birta hana hér og leggja útaf henni:(Leturbreytingar eru mínar)
Skafti segir:
" Þeir fjórir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákæru á Geir H. Haarde og á móti ákæru á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur komast á spjöld sögunnar fyrir ótrúlega hræsni, yfirdrepsskap, tvöfeldni og óþverraskap.
Þetta voru þau Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason.
Í alvörumáli leika þau sér að orðstír fólks og örlögum. Nú verður líf Geirs Haarde undirlagt þessum málaferlum í tvö ár ofan á allt sem hann hefur mátt þola.
Auðvitað má gagnrýna margt hjá Geir Haarde sem stjórnmálamanni. Það er til dæmis óskiljanlegt hvers vegna hann tók á móti 35 milljónum frá einu Baugsfyrirtækinu í framlag til Sjálfstæðisflokksins. Hitt er annað mál að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilað þessu fé á meðan Samfylkingin hefur ekki skilað hinum rausnarlegu framlögum Baugsfyrirtækjanna til hennar.
Það er líka rétt að oddvitar þáverandi stjórnarflokka, Geir og Ingibjörg Sólrún, daufheyrðust við síendurteknum viðvörunum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að bankarnir væru komnir í ógöngur vegna þess að þeir hefðu lánað of mikið út á vafasöm veð.
Hvernig gat einn maður, Jón Ásgeir Jóhannesson, á nokkrum árum safnað þúsund milljarða skuld við bankana og það án allra persónulegra ábyrgða? Og það þrátt fyrir síendurteknar viðvaranir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra gegn þessu ástandi? Jafnvel í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þessum spurningum ekki svarað á fullnægjandi hátt.
Þau Geir og Ingibjörg Sólrún báru hina pólitísku ábyrgð á bankahruninu þótt þau bendi réttilega á að ekki sé hægt að saka þau um það sem bankarnir gerðu nema að litlu leyti.
En frá þessu og að því að ákæra Geir einan (og ekki Ingibjörgu) er óravegur. Ég á eftir að sjá lögfræðinga sanna að Geir hafi gerst sekur um refsiverðan verknað. Allir vita að hann er góður og gegn maður og enginn glæpamaður. Hann er satt að segja einhver ólíklegasti maður sem hægt er að hugsa sér í fangabúningi.
En vita þau Helgi Hjörvar, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Skúli Helgason ekki að þetta er alvörumál? Ef Landsdómur fyndi Geir sekan um refsiverðan verknað, og dómurinn er að meirihluta skipaður pólitískt þá væri ein refsingin fangelsisvist.
Og hvað bíður þeirra Helga, Ólínu, Sigríðar Ingibjargar og Skúla ef í ljós kemur sem raunar augljóst er, að þetta var aðeins pólitískur leikur? Á það að vera refsilaust að baka manni svo mikið tjón, valda honum slíkum búsifjum?
Þau Helgi, Ólína, Sigríður Ingibjörg og Skúli voru ekki að gegna neinni þungbærri skyldu eins og þau segja sjálf, heldur létu þau stjórnast af hefndarþorsta, heiftrækni, hatri á Sjálfstæðisflokknum og löngun til klækja. Þau eru yfirborðsfólk og glamrarar sem eru á valdi einhverra yfirlýsinga og vígorða í nágrenni við sig.
Ef Geir Haarde verður sýknaður fyrir Landsdómi þá hlýtur þetta fólk að hætta í pólitík. Það ætti raunar að hætta nú þegar fyrir hræsni sína, tvöfeldni og yfirdrepsskap. En við sýknu yrði krafan um að þau fjögur hættu svo hávær að Samfylkingin gæti ekki staðið gegn henni."
Skafti segir að Geir og Ingibjörg hafi daufheyrst við aðvörunum Davíðs Odsssonar um bankana. En hvað segir forsætisráðherra fyrir utan banka sem honum ber að vernda vegna þess að annars gæti orðið upplausn í þjóðfélaginu af skelfingu? Hvað segir hann um mann sem borinn er sökum opinberlega en hefur ekki verið sakfelldur?
Hvernig stendur á því að gerendurnir sjálfir í bankamálunum svo sem Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigjurjón Árnason, Halldór Kristjánsson, Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Finnur Ingólfsson,Ólafur Ólafsson, Hannes Smárason, Pálmi Haraldsson og margir aðrir virðast bara hafa það ágætt hvað sem afdrifum Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi líður? Ekki hafði hann neina föðurlega stjórn á þessu fólki né getur verið ábyrgur fyrir eðli þess né uppeldi.
Mér finnst þessi samantekt Skafta Harðarsonar eiga erindi við hvern mann sem vill horfa á þetta mál og mynda sér skoðun. Í gegn um tíðina þá hefur Geir H. Haarde ávallt komið mér fyrir sjónir sem Þessi landsþekkti ljúflingur, hvers heiðarleika ég hef aldrei heyrt nokkurn mann draga í efa. Ávallt drengilegur í orðum og hófstilltur en fastur fyrir ef þess þarf með eins og Steingrímur J. gæti borið vitni um.
Á Geir H. Haarde núna að gjalda fyrir að það besta sem hann gat best gert 2008 var ekki nógu gott að mati þeirra allra sem greidu ákæru hans og sakfellingu atkvæði? Hvað mega fleiri en fjórmenningarnir úr Samfylkingunni hugsa ef Geir verður sýknaður? Skulda þá engir neitt fyrir að hafa ekki gert betur? Hvað með Framsóknarmennina fjóra og Lilju Mósesdóttir?
Nú er búið að sakfella Geir Haarde fyrir Landsdómi og skal hann afsanna ákærurnar fyrir þeim rétti ef hann vill sleppa við fangelsisdóm. Þetta er sannleikurinn um Geir Haarde og Landsdóminn.
Hvar erum við eiginlega stödd sem þjóð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður pistill. Geir Haarde var plataður ... enn hann er jafn ábyrgur fyrir því.
Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 21:21
Er maður ábyrgur fyrir því að gera eins og maður hefur vit til ef vitið sýnist eftir á ekki hafa verið nægt að dómi einhverra annarra, sem ekki hafa verið vitprófaðir sjálfir?
Hvert er vitsmunalágmarkið í stjórnarskránni?
Halldór Jónsson, 3.10.2010 kl. 22:13
Þetta snýst ekki um vitsmunamælingar hjá neinum. Ábyrgðin fylgir sjálfri stöðunni. Enda tala þessir menn ekki lítið um hversu mikil ábyrgð fylgir þessum stöðum.
Enda t.d. laun og launakjör mæld út frá því þó þau komi þessu ekki við.Hann lét plata sig og ber ábyrgð á því sjálfur. Það þýðir ekkert að vera ráðherra og segja síðan á eftir að "ég fattaði þetta ekki!".
Þá væri alveg eins hægt að skipta út öllum ráðherrum og nota tölvuforrit í staðin....
Ef Geir er ekki með næga greind til að gegna stöðunni, þá hefur hann kanski valið hana einmitt af þeirri ástæðu. Enn ég trúi því ekki upp á hann. Né að hann sé neitt óheiðarlegur yfirleitt.
Þó hann reynist síðan vitgrannur eða ekki eftirá. Þá leysir það hann ekki undan ábyrgðinni...
Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 22:22
En Óskar
Ég kaus Geir af því að ég er vitlausari en Geir. Hefði ég kosið hann annars? Ber ég þá ekki með kjósendum hans ábyrgðina meira en Geir? Frumorsökin er það ekki ég frekar en Geir?
Relatíf heimska er líka til. Spekingar með barnshjarta eru til.Illmenni plata þá og stela af þeim.
Sá yðar sem syndlaus er....
Halldór Jónsson, 3.10.2010 kl. 23:44
Það þarf bara að lesa Njálu til að sjá að allt frá landnámi hefur verið til á Íslandi fólk sem með undirförli og klækjum hefur bakað tóm vandræði og vígaferli af ýmsum toga. Nú er það Geir sem verður fyrir barðinu á þessu liði.
Jón Pétur Líndal, 3.10.2010 kl. 23:48
Mér finnst að það ætti nú frekar að leggja áherslu á að sækja bankamennina sem þú nefnir til saka. Maður fær á tilfinninguna að það sé að reynast of erfitt og þá reyni menn að sækja stjórnmálamennina til saka í staðinn, svona til að róa lýðinn.
Hins vegar tel ég engan verða látinn hætta í pólítík þó Geir verði sýknaður, ja þá í mesta lagi tímabundið. Menn virðast alltaf geta komist aftur inn á þing þó þeir klúðri einhverju, jafnvel brjóti lög. Það hafa dæmin margoft sannað.
Jón Ólafur Ólafsson, 4.10.2010 kl. 10:25
Góð grein Halldór, eina sem ég finn að henni er að þú notar "Ef Geir verður sýknaður" í staðinn fyrir "Þegar Geir verður sýknaður" . Ég hef nú ekki svo mikla trú á heiðarleika þessa fólks að ég búist við að þau segi af sér þingmennsku, en vona að þau skammist sín í það minnsta.
Kjartan Sigurgeirsson, 4.10.2010 kl. 14:00
Þetta hefur ekkert með Geirs gæafur að gera eða neins annars. Þetta er spurning hver á að hafa ábyrgðina. Sá sem situr stöðunna, og þá í þessu tilfelli Geir, eða einhver annar. Heiðarlegur maður getur alveg gert mistök í starfi og á hann þá ekki að bera ábyrgð á mistökunum?
Síðan hvort hann er fórnardýra illþýðis, þá er ég alveg sammála því. Þeir sem rúlla um heiminn og plata saklausa pólitíkusa og ráðherra um öll lönd kallast fyrir "ConGamers" og þá er að finna út um allt í efnahagslífinnu. Og þeir eru slípaðir og menn eins og Geir eiga enga möguleika á undankomu frá þeim.
Þetta eru sérfræðingar, efnahagsleg rándýr sem lögregla er að elta um allan heim. Nema á Íslandi auðvitað. Þar fá þeir fálkaorðuna fyrir hvað þeir eru duglegir í fjármálum...
Geir á bara að vinna við eitthvað annað. Hann hefur aldrei verið neinn pólitíkus.
Óskar Arnórsson, 4.10.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.