Leita í fréttum mbl.is

Hugsjónir Halldórs Ásgrímssonar

voru kvótakerfið sem hann fann upp sjálfur með aðstoð LÍU og gáfumanna úr Sjálfstæðisflokknum. Í þeirra hópi var Hannes Hólmsteinn gjarnan fremstur í flokki án þess að fá borgað mikið sérstaklega fyrir.

En það voru aðrir sem fengu borgað. Í grein Guðmunda Andra í Baugstíðindum dagsins er þetta:

"Stundum leka fréttir frá heiðvirðu fólki innan úr kerfinu: Smábátaútgerðin Nóna, sem gerir út tvo báta og "á" kvóta upp á 2 milljarða, fékk afskrifaða 2,6 milljarða króna hjá Landsbankanum, sem að sjálfsögðu varðist allra fregna af málinu. Þetta fyrirtæki er í eigu sömu manna og eiga stórútgerðina Skinney-Þinganes og einhvern veginn hefur þessari smábátaútgerð tekist að steypa sér í skuldir upp á 5,3 milljarða króna árið 2008. Þar hefur verið glatt á hjalla. Samkvæmt fréttum voru þessar afskriftir svo færðar til bókar sem hluti af verulegum hagnaði Skinneyjar-Þinganess á síðasta ári..."

Það er að vonum að henni Ölmu hafi runnið í skap við Landsbankann við lokaðar dyr fjárhirslunnar. Það er að skiljanlegt að fólkið sem kemur til að fagna stefnuræðu Jóhönnu í kvöld sé pirrað þegar það sér hvernig þær hugsjónir sem streyma til lýðsins úr Alþingishúsinu enda oftlega með því að bæta hag hinna fáu meira en hinna smáu. 

Nú er komin reynsla nokkur á hugsjónir Halldórs Ásgrímssonar.Ennþá fæst varla að ræða breytingar á kerfinu sem hann kom á fót.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo ef litð er yfir ársreikninga þeirra fyrirtækja (í eigu SÖMU aðila) kemur fram, að vegna kaupa og sölu á skipum með kvóta, hefur eigendum verið greiddar himinháar fjárhæðir í ARÐ arð af skipum og söluhagnaði þeirra sem ekki fóru á sjó einu sinni.  Svona gerðu þeir líka hjá Samherja.

Svo er Bjarni Ármannsson að fá 400 millur í arð af fyrirtæki sem afskrifað var hjá yfir 800 milljónir. s.br Vísi í dag.

Hinumegin við hæðina eru svo menn að svipta sig lífi, ef marka má sjónvarpsmenn sem bjuggust við einum slíkum í viðtal.

Löffarnir maka króka sína blóði almennings sem boðin er upp og kastað út á Guð og gaddinn svona um miðjan des næstkomandi, svona rétt fyrir Jólin.

Svo virðast okkar menn sofa því ekkert heyrist í þeim, því ekki vilja þeir, að stuggað verði við ,eignarrétti " lánveitenda.

Menn verða að fara að hreinsa til á Alþingi svo um munar.  Með nýjum flokkum eð a algerri endurnýjun á þeim sem fyrir eru.

LÍ Júgararnis verða að missa grip sitt af hreðjum okkar manna.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.10.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418324

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband