Leita í fréttum mbl.is

Kreppan er hérna !

Óvenju hógvćr Steingrímur birtist í Kastljósinu í kvöld.  Eitthvađ er honum  brugđiđ ţví hendurnar gengu ekki upp og niđur á sama krafti og í rćđustól Alţingis á mánudagskvöldiđ.  Helst var ađ skilja á honum ađ kreppan vćri ađ hluta til huglćgt ástand. Hann vćri búinn ađ gera svo heilmikiđ í skuldavanda heimilanna.  ţađ ţyrfti ađ skođa hvađ vćri hćgt ađ gera meira. 

 Hann var ekki beđinn um skýringu á hversvegna gerđir greiđsluađlögunarsamningar vćru ađeins á annađ hundrađiđ talsins alls eftir allt starf ríkisstjórnarinnar.  En svo merkilegt sem ţađ er ţá er um fjórđungur allra ţessara greiđsluađlögunarsamninga  gerđur í litla BYR.  Afganginum er deilt á alla hina ríkisbankana sem Steingrímur hefur ráđiđ  allan tímann,  međan BYR, í andarslitrunum,  var ađ gera sína samninga.  En nú er Steingrímur búinn ađ skipta ţar um skrár og kennitölu undir sinni forsjá og sparkađi okkur stofnfjáreigendum útí hafsauga. Ţannig fór um sjóferđ ţá og alla okkar fyrirhöfn. 

En höfuđvandinn í gerđ ţessara greiđsluađlögunarsamninga er sagđur ţađ, ađ innheimtumenn ríkissjóđs, hverra yfirmađur heitir Steingrímur Jóhann,  og svo Íbúđalánasjóđur, hvers yfirmađur heitir Árni Páll, setja sig yfirleitt  ţversum í öllum málum og hindra framkvćmdir. Ríkisinnheimtan gengur á fullu hvađ sem Steingrímur skrafar um annađ.  Heimatilbúinn vandi ríkisstjórnarinnar sjálfrar  kemur í veg fyrir framkvćmdir viđ ţetta djásn hennar og auglýst stolt. 

Svona var eiginlega allur málflutningurinn hjá Steingrími Jóhanni, fjármálaráđherra og formanns Vinstri hreyfingarinnar,- grćns frambođs.  Allt er til vandlegrar skođunar og endurskođunar og leiđir okkur hugsanlega ađ lokum á grćna ódáinsvelli framtíđarinnar.  En ekkert virđist hafa komiđ í ljós á samanlögđum valdatímanum sem nálgast nú tvö ár, sem líklegt er til ađ vinna á uppbođsvandanum sem magnast međ hverjum degi.  Ţetta var svo mikill vandi sem helltist yfir ţjóđina í einu segir Steingrímur.  Ţetta segir sami mađurinn sem ćtlađi međ félaga Svavari  ađ leggja drápsskuldir Icesave á ţjóđina. Og er enn ađ reyna ađ koma ţessum aktygjum uppá  bak viđ tjöldin.  Bráđum hafa einir 60 milljarđar bara í vöxtum af samningnum sparast viđ ađ hafa fariđ í ţjóđaratkvćđagreiđsluna og afstýrt slysinu. Atkvćđagreiđslu sem Steingrímur og Jóhann lýstu óţarfa ţví ţau vćru međ góđan samning á borđinu.

 Fimm Héđinsfjarđargöng ađeins í vöxtum !

Steingrími  dettur ekki í hug ađ mótmćlin beinist gegn áframhaldandi setu hans sjálf í ríkisstjórn. Núna heimtar hann ađ stjórnarandstađan komi og fari ađ skođa ţetta međ ţeim Steingrími og Jóhönnu !  En međ ţví sklyrđi ađ ţau sitji  áfram í ríkisstjórn. Ekki er ţörf á neinni ţjóđstjórn nú međan völ er á óbreyttu ástandi sagđi Steingrímur.

Engar tillögur komu frá Steingrími í upplausn fyrirtćkjanna, sem bankarnir hafa innleyst. Ekki minnst á málefni  BYR, sem stóđ sig svona best í greiđsluađlögunarsamningum margnefndu.  Tjón okkar fyrrum stofnfjáreigenda er orđiđ algert og viđ horfum nú fram á innheimtu Íslandsbanka gegn okkur til greiđslu á skuldum vegna stofnfjáraukningarinnar sem viđ vorum plötuđ í af Jóni Ásgeiri og hans međreiđarsveinum.  Ađ vísu hikar gamli bankinn hans Jóns, nú Íslandsbanki,  eitthvađ viđ ađ leggja í hópinn á ţessari stund og býđur nú frestun innheimtu í eitt ár.  Var ţó áđur búinn ađ afskrifa slíkar skuldir hjá ólögráđa börnum stjórnarmanna sem hann hafđi lánađ viđ ţađ sama tćkifćri.  Sárast er fyrir hinn almenna stofnfjáreiganda ađ horfa uppá ţađ  ađ Sérstakur Saksóknari virđist ekki ćtla ađ lögsćkja nema helminginn af ţjófunum sem í krafti stjórnarsetu sinnar rćndu BYR innanfrá og settu hann á hausinn.

Steingrímur fór eins og köttur í kringum spurningar um afstöđu AGS til flatra höfuđstólslćkkana skulda. Sagđi ţćr verđa ríkinu svo ofbođslega dýrar og misvirkar.  Sagđi vandamálalánin vera 1200 milljarđar (heyrđi ég rétt?) og allir sćju ađ 10 % kostuđu 120 milljarđa.  En getur fólk á vergangi getur orđiđ meira vandamál ef ekki tekst ađ finna lausnir ?   Fréttir um ţau 1200 manns sem ţurftu ađstođ í dag til ađ seđja hungur sitt í dag bentu ekki til ţess ađ ríkisstjórnin hafi fundiđ lausnir á vanda heimilanna.  

Steingrímur  sagđi ađ mótmćlin á Austurvelli vćri áminning til allra ţingmanna ađ gera betur, ekki bara til sín og ríkisstjórnarinnar. Kokhraustur sagđi hann ađ stjórnarandstöđunni vćri sćmst ađ  hjálpa ríkistjórn hans viđ ađ leita ađ lausnum en ekki vera međ stöđugt áreiti viđ sig.  Kosningar vćru auđvitađ mesta óráđ ţar sem svo mikiđ vćri eftir óleyst framundan eins og kjarasamningar.  Allt  var greinilega mögulegt í stöđunni NEMA ţađ, ađ hann fari sjálfur frá ! 

Steingrímur skilur greinilega hvorki upp né niđur í ţví ađ hverju reiđi fólksins beinist. Hún beinist auđvitađ ađ ţingmeirihluta Alţingis  og úrrćđaleysi ríkisstjórnarinnar.  En Steingrími dettur ekki í hug ađ ţessi reiđi beinist ađ niđurstöđunni eftir tveggja ára starf hans sjálfs. Hann segir ađ ríkisstjórnin vćri vinnandi nótt og dag ađ lausnum en gengi bara ekki betur.  Honum finnst sjálfsagt ađ ríkisstjórnin haldi áfram ađ leita lausna, ţađ fari hugsanlega ađ birta eftir einhver ár.

Eiginlega fannst mér Steingrímur minna mig á ţađ ţegar  logiđ var uppá  Maríu Antoinette ađ hún hefđi sagt ţegar mótmćlendurnir hrópuđu fyrir utan gluggana á höllinni. "Af hverju  borđar fólkiđ ekki bara kökur ef ţađ hefur ekki brauđ?  "

Kreppan er ekki ađeins huglćgt ástand eins og Steingrímur lét ađ liggja.

Kreppan er hérna! 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sammála ţér í ţessu. Ég sat einnig og horfđi á vesalings manninn sem skilur hvorki upp né niđur í öllum ţessum látum á Austurvelli undanfarna daga. Talar svo um kreppuna sem huglćgt ástand!Ţvílík móđgun viđ fólk sem er ađ missa allt sitt. Erfitt ađ fá skilninginn í lag á ţeim bć sýnist mér. Ţađ er eiginlega alveg ótrúlegt hvađ Steingrímur og Jóhanna eru skilningslaus á ţau skilabođ sem er veriđ ađ senda ţeim ţessa dagana, fólk í ţúsundatali stendur fyrir framan Alţingishúsiđ međ kröfuspjöld og lýsa frati á ríkisstjórnina, krefjast ţess ađ ţau pakki saman og fari fyrir fullt og allt og helst í gćr, en ekkert virđast ţau fatta samt. Held satt best ađ segja ađ ţau skilji ţetta ekki fyrr en ţau verđa borin út, gćtu jafnvel ţá rekiđ upp stór augu og spurt hvađ vćri í gangi!

Edda Karlsdóttir, 6.10.2010 kl. 22:47

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Góđ grein Halldór, mér finnst ţú gleyma einu smáatriđi, eđa ef til vill ertu uppgefinn á ađ tala um ţađ, en ţar á ég viđ međhöndlun RUV á ráđherrum ríkistjórnar Jóhönnu. 

Álit mitt á Ţóru hefur aukist međ hverju Kastljósi sem hún stýrir viđtölum, hún hefur veriđ málefnaleg og leitt fram trúverđug svör frá viđmćlendum sínum.  Í gćr hrundi ţađ til grunna mér varđ illt af ţví ađ hlusta á hvernig hann SJS komst upp međ ţvćluna alveg gagnrýnilaust af hálfu spyrjanda. Er ţađ eđlileg veruleikafirring ađ telja ađ 8.000 manns hafi komiđ saman á Austurvelli til ađ mótmćla stjórnarandstöđunni, eđa svona í mesta lagi ađeins veriđ ađ áminna stjórnina um ađ hún vćri ef til vill ekki á alveg réttri leiđ.

Kjartan Sigurgeirsson, 7.10.2010 kl. 09:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418318

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband