Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin og særingameistarinn

Guðni Ágústsson ritar góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar rifjar hann upp að við Íslendingar gætum ekki síður átt skaðabótakröfu á Breta eins og þeir kröfu á okkur vegna Icesave sem Steingrímur var búinn að samþykkja með Svavarssamningnum.

 Grípum niður í Guðna:(feitletranir mínar)

" Ég hef sannfrétt að útreikningar í Icesavemálinu séu með þeim hætti að hefði ríkisstjórnin komið samningi sínum áfram og gegnum Alþingi við Breta og Hollendinga án afskipta forsetans og þjóðarinnar í framhaldinu væru fallnir níutíu milljarðar í bara vexti á íslenska ríkið á tveimur árum, afborganir af upphæðinni þar fyrir utan.

Þannig að ég verð að segja að þeir sem vörðust og börðust gegn samningnum á Alþingi í fyrrasumar ásamt forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni sem kom þjóðinni að borðinu með eftirminnilegum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa unnið landi og þjóð gagn. Hefði samningurinn verið staðfestur á Alþingi væri fallin á fólkið í landinu vaxtaupphæð sem næmi öllum útgjöldum til heilbrigðisráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi Steingríms J Sigfússonar og ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2011.

Ég vil hér, umræðunnar vegna, rifja upp að það voru ekki allir alþingismenn sem horfðu í gaupnir sér þegar rothöggið reið af. Sem formaður í stjórnarandstöðuflokki lagði undirritaður eftirfarandi til í þingræðu á Alþingi 15. okt. 2008 og ræddi málið strax á sömu nótum í fjölmiðlum um leið og hryðjuverkalögin voru sett á Ísland. »Bretana á að kæra strax, kæra þá sem samstarfsþjóð á hinu Evrópska efnahagssvæði, kæra þá fyrir ólögmæta og einstaka aðför að lítilli vinaþjóð og fyrir að úthrópa Ísland gjaldþrota. Við eigum að kæra bresku ríkisstjórnina til Brussel vegna EES-reglnanna, kæra breska heimsveldið til hæstu skaðabóta. Ég tel ennfremur að við eigum að kæra breska forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans sem brotlega þjóð til alþjóðasamfélagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna því framferði þeirra er mannréttindabrot af verstu gráðu.« Svo mörg voru þau orð.

 

Enn stöndum við frammi fyrir Icesaverollunni. Hún á ekki að fara í okkar dilk á þessu hausti, hún er bresk rolla eða hana ber að segja til hreppstjórans í Brussel. Smalinn Össur Skarphéðinsson, sem fer jafnan mikinn, á að segja hana þangað með hinum markglögga bóndasyni frá Gunnarsstöðum. Nógu erfitt er ástandið hér þó við vísum vondum málum til föðurhúsanna og frelsum unga fólkið undan skuldaklafa sem er ekki okkar. Við munum bera höfuðið hátt þegar þetta mál hefur verið gert upp. Ég kann ekki að nefna upphæðina sem skaðabótakrafan á að vera. Hún er þríþætt eins og hér er rakið og telur þúsundir milljarða. .. "

Þýlyndi Samfylkingarinnar og Steingríms J. Sigfússonar gagnvart Evrópubandalaginu birtist meðal annars í því að þeir reyna hvað eftir annað að koma á samningum við Breta og Hollendinga vegna Iceasave. Þjóðarhagur skiptir þessa menn greinilega minna máli en einhverjir peningar sem þjóðin á að leggja fram, ef það greiðir fyrir  aðlögunarferlinu sem nú er í gangi. Hjá slíkum fjármálamönnum kemur engin skaðabótakrafa til álita sem er furðulegt. Jafnvel Össur hefði átt að geta áttað sig á að slík krafa geti komið á móti kröfu meistara sinna í Evrópusambandinu um frágang Icesave sem skilyrði fyrir framhaldi aðildarviðræðnanna, sem hann annars setur ofar öllu.

Mér finnst þetta þörf áminning frá Guðna. Menn eiga venjulega líka rétt en ekki bara skyldur. Takamarkalaus tilbeiðsla Samfylkingarinnar með aðstoð særingameistarans frá Þistilfirði á Evrópusambandinu má ekki yfirskyggja þá staðreynd hvað skoðanir sem annars kunna að hafa á aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Makalaus forherðing þessa löngu umboðslausa gengis,þurfum við að tvöfalda fjöldann í næstu mótmælum. KV.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 3418315

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband