Leita í fréttum mbl.is

...og kallaðu á haustið

Ekki man ég svo langt að ég muni aðra eins gósentíð og verið hefur í veðri á þessu landi sunnanlands í allt vor, sumar og haust.

 

Mér varð hugsað til gamallar þulu frá honum langafa þegar ég stóð á tröppunum hér í Kópavogi og drakk í mig fegurð himinsins. Svo ótrúleg fegurð blasir við allstaðar í haustlitum höfuðborgarskógarins.

 

 

 " Komdu, komdu, kiðlingur,

komdu, mömmu grákálfur.

Komdu, kötturinn Branda,

komdu að mjálma að vanda.

Andarungar, eltið mig,

ekki er vert að fela sig.

Komið, grislingar gráir,

gangfærir vart, svo smáir,

og dúfurnar mínar

með fjaðrirnar fínar.

Glitrar dögg á meiði,

glatt skin sól í heiði,

og hásumar er nú og hvergi fremur,

og kallaðu á haustið,--  og það kemur.

 

Ég hef að sönnu ekki kallað á haustið,-  en það kemur hægt og óumflýjanlegt. Kannski er það bara  svona tillitsamt af því við erum orðin svo góðu vön í blíðunni í allt sumar.

  

Getur maður ekki fundið til vissarar  angurværðar þegar slíkt dýrðarsumar kveður og framundan er vetrarhvíld náttúrunnar ? Skemmtiferðaskipin sigld sinn sjó og túristarnir horfnir.

 

En hvort mun hún ekki iðjagræn, aftur upp rísa ?

 

Þessi jörð, sem við eigum þó eftir. Óveðsetta bönkunum, og án gjafakvóta á fegurðinni. Hreint vatn og hreint loft. Upphiminn fegri en augað sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Enginn man aðra eins gósentíð og hún er  vel staðfest með veðurmælingum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2010 kl. 01:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Fallegur pistill, Halldór Jónsson, svo langt frá argaþrasinu. Snart einhvern streng í mér. "Hreint vatn og hreint loft. Upphiminn fegri en augað sér." Kærar þakkir, gamli skunkur!

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 01:21

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Djúpt og tært í haustlitum sannarlega Halldór minn.

Megi óskir okkar um iðjagræna upprisu rætast.

Kveðja,

Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.10.2010 kl. 02:36

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Halldór minn!

Þú ert þá maður fagurra drauma eftir allt saman!

Það er gaman að heyra frá þér í þessum blíða tón.

Þetta hefði ég ekki alveg getað sagt mér, eftir alla þína pístla þar sem þú hefur slegið á svörtu nóturnar, svo undan svíður!

En ég geng með þér í gegnum þennan fallega heim sem okkur er skenktur í dag. Ekki snjókorn í Esjunni þrátt fyrir að einn þriðji sé liðinn af október.

Við skulum vona saman að betri tíð sé innan seilingar. Allir eru orðnir þreyttir á að vera fastir í sama farinu með stjórnarbílinn. Væri ekki ráð að fá bensín á hann frá N1 ?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.10.2010 kl. 14:24

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Reykjavíkurskógurinn er fallegur, en fallegri eru haustlitirnir í Haukadalsskógi, einum fallegasta skógi íslands.


Ágúst H Bjarnason, 10.10.2010 kl. 08:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta öllsömul. Já, landið er fagurt og frítt, en það fólkið sem vill afsala því í hendur óþjóða fyrir skammtíma ávinning einnar skitinnar kynslóðar Íslendinga af þeim tugum sem landið hafa erjað í sveita sín andlits og lagt lífið í sölurnar, það er ekki frítt heldur skítt.

Já frændi, Haukaldsskógur verður ávallt fegurstur í huga þeirra sem þar gengu sín léttustu spor. Hvert sem þeir fara um heimsins hálagler koma þeir til baka og sjá það sem þú hefur nú séð. 

Halldór Jónsson, 10.10.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3419729

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband