11.10.2010 | 17:12
Tveir menn, tveir heimar
Í dag les ég greinar eftir tvo menn. Annar þeirra er lífsreyndur læknir, Emil Als, og skrifar grein í Mbl. í dag. Ég tilfæri eina málsgrein í grein hans:(Leturbreytingar mínar að vanda.) Emil segir m.a.:
...."Við höfum rætt eina meginástæðuna fyrir tilraunastarfsemi höfundanna að ferðaáætlun Evrópubandalags; en er ekki fleira í hugarfylgsnum þeirra? Er ekki rétt að minna á gremju Frakka vegna dugnaðar hinna enskumælandi þjóða og þess hversu mjög þær eru í fréttum? Eitt ófeimnasta árásar- og ofbeldisríki seinni tíma ætlar sér mikinn hlut í Evrópusambandinu; þetta ásamt fleiru truflar nætursvefn Frakka og auðvitað fleiri þjóða. Við munum sjá vaxandi hroka og afskiptasemi af hálfu þessa bandalags eftir því sem miðstjórnarvald þess eykst. Andsvar Íslendinga við þrýstingi meginlandsins er krafan um eðlilega og góða samskiptahætti. Samningsstaða Íslendinga er sterk meðan þeir dreifa viðskiptum sínum í austur og vestur; sambönd þjóðarinnar eru mikilvæg og traust hjá hinum enskumælandi þjóðum kringum Atlantshafið...."
Mér finnst hér nokkuð ofsagt um Þýskaland. Líklega óttast engin þjóð hernaðarpólitík eins og þeir,- vegna fenginnar reynslu. En það má ekki gleyma því hverju Þjóðverjar fórnuðu með því að samþykkja evruna fyrir Frakka. Þeir fluttu inn gríðarlega verðbólgu þar sem flest hækkaði um helming í verði og eignirnar rýrnuðu að sama skapi. En verðbólgan hjá þeim vex þaðan í frá helmingi hægar en hinumegin og nú er auðvitað svo komið að það þyrfti að gengisfella evruna allstaðar nema í Þýskalandi. Eða að Þjóðverjar segi skilið við myntbandalagið og taki upp markið aftur. En hinsvegar er það rétt hjá lækninum að utanríkisstefnu er hægt að breyta og það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur eins kallinn sagði. Kínverjum finnast til dæmis 50 ár ekki vera langur tími.
Næsta rödd er frá miklu yngri manni og hvatvísari. Dr. Össur Skarphéðinsson sem gegnir embætti utanríkisráðherra hefur þetta að segja í Fréttablaðinu:
...."Íslendingar standa á krossgötum. Ein leið okkar inn í betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Við eigum þar kost á traustara og stöðugra efnahagsumhverfi sem mun stuðla að því að skapa þau 30 þúsund störf sem þurfa að verða til á næstu tíu árum til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Reynsla smáþjóða, þar á meðal Eista, Maltverja og Slóvaka, sýnir ljóslega að erlendar fjárfestingar aukast í kjölfarið. Við fengjum þar einnig kost á að taka upp nýja og miklu öflugri mynt, evruna, ef við viljum. Íslendingar eiga að fá að velja sjálfir hvort þeir kjósa að fara þessa leið þegar fullgerður samningur liggur á borðinu.Samningarnir um aðild eru nú komnir af stað eftir að ég hóf þá formlega fyrir Íslands hönd 27. júlí. Það væri ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og umheiminum að hætta í miðri á. Þeir sem berjast fyrir því í krafti úreltrar kreddufælni gegn útlöndum eða vegna innri valdabaráttu í flokkum eru að vinna hagsmunum Íslands ógagn...."
Þetta eru náttúrlega ekki röksemdafærslur á neinn hátt heldur miklu fremur hreint trúboð. Þó enginn hafi séð guðinn né heyrt með eigin skinni skulum við samt trúa á hann. En síðan má spyrja sig hvort þjóðin eigi að fara að æsa sig upp yfir einhverju sem frá Össuri kemur frekar en Árna Páli eða ríkisstjórn þeirra beggja?
Ég vit ekki hvort þjóðin almennt trúir því að hér verði til 30 þúsund störf við það eitt að ganga í Evrópusambandið? Eiga menn að horfa til Írlands og Spánar í því sambandi þar sem allar forsendur eru fyrir hendi sem Össur segir okkur sárvanta hérlendis?
Ég spyr því með lækninum hvort Íslendingum hafi ekki gefist vel að hafa verslunarfrelsi til allra átta? Er líklegt að tollastefna og viðskiptahindranir í aðrar áttir en ´"þá einu réttu" sé það sem okkar þjóð vantar mest? Því Evrópusambandið er auðvitað tollabandalag sem er beint gegn hundrað öðrum þjóðum. Samband sem múrar sig inni í sérreglum eins og þeim til dæmis þeim sem Arngrímur Jóhannsson lýsti sem flugmálastefnu Evrópusambandsins um helgina. ESA sem heimtar að við borgum Icesave sem við eigum ekki að gera.
Hversvegna skyldi ein vesæl kynslóð skuldara, útrásar-og eyðsluseggja, eins og Össur tilheyrir, að hafa réttara fyrir sér en önnur kynslóð sem man tímana tvenna á landinu? Er ein slík uppakynslóð til þess bær að gera nýjan "Gamla sáttmála" á einni nóttu án tillits til erfiðis kynslóðanna við að vinda ofan af þeim gamla? Getur hún afgreitt hana eins og Össur gerir að hún sé bara "að vinna hagsmunum Íslands ógagn."
Þarna töluðu tveir menn af tveimur heimum. Vonandi geta menn greint muninn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419728
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Fjárfestingar í Möltu sköpuðu fullt af störfum fyrir íbúa Norður Afríku, Lúxemburg fylltist upp af Portugölum. Vilja Íslendingar vinna þessi fjárfestingarstörf almennt. Í augum Brussel er hægt að fjárfesta hér í þeim tekjum þjóðarbúsins sem nú rennur í hlutfallslega alltof stóran vaxtaskattageira og launtengum gjöldum sem honum fylgir.
Júlíus Björnsson, 13.10.2010 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.