Leita í fréttum mbl.is

"...og ló víða til "

 

Össur Skarphéðinsson fer mikinn í fjölmiðlum til að gylla Evrópusambandsinngönguna fyrir Íslendingum. Eitt af því sem honum er tamt er að lýsa uppgangi Maltverja eftir inngöngu þeirra. Það er ekki á færi vesælla bloggar að etja kappi við mann sem hefur heilt ráðuneyti til þess að matreiða fyrir sig réttina. En reyna má stuttlega að skyggnast um í boðskapnum.

En hvað er Malta?

 Þetta er fátækt ríki í litlu landi með 406 þúsund sálir og 65 þingmenn. Algerlega háð ferðamennsku þar sem 35 % af tekjum þeirra kemur þaðan. Þýðir allstaðar sama og láglaunastörf. Iðnaðarframleiðsla er aðeins 25 % og þjóðartekjur 24 þúsund dollarar sem er aðeins þrír fjórðu af meðalatali eymdarinnar í 27 löndum öðrum en Þýzkalandi í EU.  Atvinnuleysi er 7 % eða svipað og hér þrátt fyrir að hafa haft evruna frá 2008. Landið er í Schengen og við vitum hvað það þýðir. Malta er líka fríhöfn þar sem erlend fyrirtæki geta athafnað sig að vild.

Malta á að fá 840 milljónir evra í þróunarstyrki frá Evrópusambandinu til 2013. Landið er sem sagt á framfæri Þjóðverja í Evrópusambandinu með hinum vanþróuðu ríkjunum. Fjórföldun á litlu þarf ekki að vera mikið eða skipta sköpum þó að Össuri finnist það.

Maltverjar róa að því öllum árum að laða til sín „Tortolaliðið", vogunarsjóði með allsherjar skattleysi sem og erlenda skattsvikara til þess að koma með peninga og bjóða eftirlitsleysi og frelsi í staðinn. Sjálfsagt skýrir þetta tölur Össurar um aukningu erlends fjármagns á eyjunni. Meðal annars er Actavis í mikilli uppbyggingu þarna og væru því hæg heimatökin fyrir Össur að afla sér upplýsinga um ástæðurnar. Íslendingar verða að fá sér önnur stjórnvöld en Össur ef þeir eiga að geta haft tækifæri til svipaðrar útrásar eins og er í gangi á Möltu og aðra meðreiðarsveina en Steingrím J. Sigfússon og Má í seðlabankanum.  Kyrrstaða, höft, AGS  og bönn eru ekki það sem Maltverjar eru að þróa hjá sér.

Vonandi nennir einhver að rannsaka fullyrðingar Össurar um hitt og þetta þegar hann er að skrifa sínar áróðursgreinar með Evrópusambandsaðild. Þegar hann talar um atvinnuuppbyggingu hérlendis á vegum Evrópusambandsins sem svar við atvinnuleysi okkar þá talar hann um Möltu en ekki Spán, Írland og Litháen, þar sem atvinnuleysið er margfalt. Væntanlega fær hann jarlstign   hjá ES fyrir liðveisluna við að koma landinu í hendur konungs eins og Gissur í gamla daga.

Íslendingar verða að varast orðræður Össurar í Baugstíðindum um ágæti Evrópusambandsins. Um hann má segja eins og öðrum spunameistara var lýst eitt sinn, .."og ló víða til".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband