Leita í fréttum mbl.is

"...og ló víđa til "

 

Össur Skarphéđinsson fer mikinn í fjölmiđlum til ađ gylla Evrópusambandsinngönguna fyrir Íslendingum. Eitt af ţví sem honum er tamt er ađ lýsa uppgangi Maltverja eftir inngöngu ţeirra. Ţađ er ekki á fćri vesćlla bloggar ađ etja kappi viđ mann sem hefur heilt ráđuneyti til ţess ađ matreiđa fyrir sig réttina. En reyna má stuttlega ađ skyggnast um í bođskapnum.

En hvađ er Malta?

 Ţetta er fátćkt ríki í litlu landi međ 406 ţúsund sálir og 65 ţingmenn. Algerlega háđ ferđamennsku ţar sem 35 % af tekjum ţeirra kemur ţađan. Ţýđir allstađar sama og láglaunastörf. Iđnađarframleiđsla er ađeins 25 % og ţjóđartekjur 24 ţúsund dollarar sem er ađeins ţrír fjórđu af međalatali eymdarinnar í 27 löndum öđrum en Ţýzkalandi í EU.  Atvinnuleysi er 7 % eđa svipađ og hér ţrátt fyrir ađ hafa haft evruna frá 2008. Landiđ er í Schengen og viđ vitum hvađ ţađ ţýđir. Malta er líka fríhöfn ţar sem erlend fyrirtćki geta athafnađ sig ađ vild.

Malta á ađ fá 840 milljónir evra í ţróunarstyrki frá Evrópusambandinu til 2013. Landiđ er sem sagt á framfćri Ţjóđverja í Evrópusambandinu međ hinum vanţróuđu ríkjunum. Fjórföldun á litlu ţarf ekki ađ vera mikiđ eđa skipta sköpum ţó ađ Össuri finnist ţađ.

Maltverjar róa ađ ţví öllum árum ađ lađa til sín „Tortolaliđiđ", vogunarsjóđi međ allsherjar skattleysi sem og erlenda skattsvikara til ţess ađ koma međ peninga og bjóđa eftirlitsleysi og frelsi í stađinn. Sjálfsagt skýrir ţetta tölur Össurar um aukningu erlends fjármagns á eyjunni. Međal annars er Actavis í mikilli uppbyggingu ţarna og vćru ţví hćg heimatökin fyrir Össur ađ afla sér upplýsinga um ástćđurnar. Íslendingar verđa ađ fá sér önnur stjórnvöld en Össur ef ţeir eiga ađ geta haft tćkifćri til svipađrar útrásar eins og er í gangi á Möltu og ađra međreiđarsveina en Steingrím J. Sigfússon og Má í seđlabankanum.  Kyrrstađa, höft, AGS  og bönn eru ekki ţađ sem Maltverjar eru ađ ţróa hjá sér.

Vonandi nennir einhver ađ rannsaka fullyrđingar Össurar um hitt og ţetta ţegar hann er ađ skrifa sínar áróđursgreinar međ Evrópusambandsađild. Ţegar hann talar um atvinnuuppbyggingu hérlendis á vegum Evrópusambandsins sem svar viđ atvinnuleysi okkar ţá talar hann um Möltu en ekki Spán, Írland og Litháen, ţar sem atvinnuleysiđ er margfalt. Vćntanlega fćr hann jarlstign   hjá ES fyrir liđveisluna viđ ađ koma landinu í hendur konungs eins og Gissur í gamla daga.

Íslendingar verđa ađ varast orđrćđur Össurar í Baugstíđindum um ágćti Evrópusambandsins. Um hann má segja eins og öđrum spunameistara var lýst eitt sinn, .."og ló víđa til".

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 631
  • Sl. sólarhring: 939
  • Sl. viku: 5507
  • Frá upphafi: 3196957

Annađ

  • Innlit í dag: 570
  • Innlit sl. viku: 4537
  • Gestir í dag: 509
  • IP-tölur í dag: 494

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband