Leita í fréttum mbl.is

Kosningar strax !

og hægt er ef þessi ríkisstjórn gefst upp. Það var vægast sagt illa tekið undir hugmyndir um það að Sjálfstæðisflokkurinn tæki sæti í ríkisstjórninni  sem nú situr á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun.

 Röksemdum sem þeim að málefnin sem biðu óleyst væru svo aðkallandi að flokkurinn væri að hugleiða að setjast í stjórnina með krötunum jafnvel þó það kostaði tilslakanir í Evrópumálunum, var vísað frá af þorra fundarmanna. Einn fundarmanna sagði að margir núverandi þingmenn yrðu að hverfa af þingi til þess að það væri starfhæft, þeir væru þvílíkt undirmálsfólk að ekki yrði búið við það á þeirra vegferð sem framundan væri. Ekki líkuðu öllum þau ummæli og varð nokkuð hark af.

Það var mikill hiti á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Fundarmenn vildu flestir alls ekki ganga til samstarfs við núverandi ríkisstjórn eða fólks úr henni. Þeir yrðu að leysa sín mál sjálfir úr því að þeir vildu ekki fara að ráðum Sjálfstæðisflokksins, hvorki fyrr né nú þegar flokkurinn kynnir tillögur undir nafninu "Gefum heimilum von".

Það var langt frá því að fundarmenn féllu aftur fyrir sig af hrifningu yfir þessu plaggi sem Jón Gunnarsson alþingismaður kynnti með vandaðri glærusýningu. En ráðgert er að flokkurinn fari i fundaherferð með kynningu á þessum tillögumi.    Hörð gagnrýni kom fram fjölmörg atriði sem þar var að finna. Spurt var hversvegna forystan þyrfti alltaf að vera með svona pukurspil að semja svona plögg án þess að leita álits hjá grasrót flokksins um það hvort sátt væru um þessi stefnumál. Voru menn hvassyrtir að vanda og töluðu tæpitungulaust. Frammíköll voru auðvitað alltof mörg og var rætt um að vanda þyrfti fundarstjórnina betur. 

Það er langt síðan að slíkur hitafundur hefur verið haldinn í Kópavogi. Venjulega lýkur þessum fundum fyrir tólf á hádegi. En þessi fundur stóð með hávaða til klukkan tvö þegar formaður sleit fundinum án þess að þeir hörðustu hefðu fengið nóg.

Andstæðingar flokksins hefðu gott af að kynnast hvílíkur kraftur er í Sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Þar er ekki liðið neitt hálfkák.

 VOGAR eru að koma með blað nú á næstu dögum til að minnast 60 ára afmælis blaðsins.

Undirritaður koma að útgáfu þessa blaðs í 17 ár.   Myndin af honum er frá í dag og heldur hann á einu fallegu tölublaði undir vængjum fálkans.ji_halldor3046197

 

Þjóðinni myndi farnast betur ef hún bæri gæfu til þess að sækja fram í atvinnumálum til þjóðlegrar og víðsýnnar umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis meða hagsmuni allra stétta fyrir augum.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar landsölustefnu kratanna og vill að Íslendingar verði áfram sjálfstæð þjóð í eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

41 tillaga um endurreisn hlýtur að innihalda eitthvað bitastætt. Mest var þetta þó löngu þekkt froða.

1) Auka kvótann um 35 þúsund tonn. Ekki orð um hvernig eigi að skipta þeim tonnum. Því hljóta allir að hugsa sem svo að aukningin verði ekkert annað en dúsa í LÍÚ gammana, sem þykjast eiga fiskinn í landhelginni. Góð tillaga?

2) Taka aftur skattaálögur á tveimur árum. Þá auðvitað líka tekjuskattinn, sem svo sannarlega hefur virkað þannig að fátækari borga minna en ríkir meira. Þeir ríkari eru D menn og þá ber að vernda. Góð tillaga?

3) Ekkert að sinni.

4) Eðlilegt að D menn í Kópavogi rífist um allar þessar umbúðir um fátt eitt innihaldið.

5) Þessar tillögur fara bara í jólabókaflóðið til þess eins að floppa þar.

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn minn,

ekki batnar þér. Þessar tillögur eru margar ágætar þó að umdeildar séu. Sjálfstæðismenn vilja þó gera eitthvað en þið kommatittirnir viljð bara gefast upp. Þú hefur kannski allt þitt á þurru og færð þitt kaup. En það eru margir sem eru ekki í þeim sporum. Það eru þeir sem Sjálfstæðisflokkurinn er að hugsa um. Hitt liðið er ekki að geera það.

Halldór Jónsson, 6.11.2010 kl. 20:47

3 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Halldór minn, ekki batnar mér, enda ekkert að mér. Gott að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að hugsa um allt fólkið sem hann svo sannarlega sveik. Mörg ár mun taka að uppræta og leiðrétta öll þau svik. Okkur mun hvorugum endast æfin til að sjá leiðréttingu þeirra svika allra. En hænufetið, sem fólgið er í tillögum ykkar, verður að teljast jákvætt, en hverfur einhvernveginn í þá glæpahít sem þið hafið leitt yfir þjóðina. Vildi gjarnan geta sagt eitthvað fallegra á síðunni þinni, sem er oftast ágæt, en fann og finn ekkert tilefni til þess. Því miður, minn kæri. Eigðu góða helgi, sem og allt þitt fólk. 

Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 02:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Björn minn og sama til þín.

Ég sný ekki aftur með það að mér finnst þú halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé miklu stærri en hann er eða var.Finn Ingólfsson, Ólaf Ólafsson, Sigurð Einarsson eða Heiðar Má, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Björgólf Thor, Bakkabræður, Halldór Ásgrímsson, hef ég aldrei séð á samkundum í höllum flokksins.  Að þessum frátöldum þætti mér gaman að vita hverjir helst troða glæpahítina hjá Sjálfstæðisflokknum að þín mati.

Halldór Jónsson, 7.11.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband