Leita í fréttum mbl.is

Kjarnorkukonur

voru í Útvarpi Sögu núna áðan, Borghildur Maack, Sigríður og María held ég þær hafi heitið. Þær eru frá samtökum sem heita BÓT. Markmið þeirra samtaka er að þau verði óþörf sem fyrst. En þangað til vilja þær vinna BÓT á fátæktinni á Íslandi sem þær segja ægilega um þessar mundir.

Fátækt hafi alltaf verið til í landinu en nú standi yfir hamfarir í fátækt. Þær fundu ekki rétta orðið en mér fannst þær meina það, að hreina örbirgð sé að finna meðal okkar smæstu bræðra og systra.  Þær sögðu dæmi af gamalli konu sem borðar hrísgrjón með tómatsósu annan daginn og spaghetti með sojasósu hinn daginn til þess að draga fram lífið. Ég er sannfærður um að þær segja þetta satt.

Þær ræddu um biðraðirnar eftir matargjöfunum sem mörgum eru þungbærar. Þær höfðu einfalda lausn á því. Útgáfu debetkorta sem fólkið fengi. Slíkt gáfað kerfi getur stýrt og skráð betur en nokkuð annað.  Mótbárur sem þær heyrðu væru þær helstar að fólkið sjálft myndi ekki fá þann afslátt sem fjölskylduhjálpin fengi.

Auðvitað er þetta manneskjulegri leið. Auðvitað getur fjölskylduhjálpin samið við verzlun um afslátt sem rynni til útgefandans gegn því að fá viðskiptin. Súllenberger og Jón Helgi myndu áreiðanlega vera til viðtals þó svo að Arijón banki yrði það ekki.Og þetta sparar líka afgreiðslukostnað og allt umstangið við að reka hjálparstöðina.

Þær röktu líka það fáránlega kerfi sem er í gangi hjá "Skerðingastofnun Ríkisins" sem þær nefndu svo, Hvernig bætur eru skertar ef bóta-eða lífeyrisþegi sýnir minnstu peninga einhversstaðar frá. Við þetta vinnur legíó af liði alla daga við að reikna út í kerfi sem er orðið svo flókið að enginn skilur það lengur.  í hlutverki Nasareddíns þegar hann var að skipta milli manna? 

Er það ekki líka svo að við erum farin að eyða alltof miklu við að leysa einföld mál. Það kostar bara meira að skerða hjá hinum snauða heldur en að láta hann í friði með einhverjar krónur sem hann getur harkað út. Getur einhver sannað þetta eða hrakið?

Þetta eru kjarnorkukonur sem þarna töluðu. Innblásnar hugsjónakonur.Svona fólk á að hlusta á og við hin ættum að reyna að styrkja þær í þeirra viðleitni.  Það er dýpkandi kreppa og versnandi ástand hjá fjölda fólks. Gleymum því ekki þó að lítið heyrist í þessu fólki.

Þetta samfélag getur ekki verið þekkt fyrir það að fólk svelti og veiklist af næringarskorti.

Vinnum að úrbótum með slíkum kjarnorkukonum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418432

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband