Leita í fréttum mbl.is

Vopnahlésdagurinn

í stóra stríðinu er runninn upp og var afmælið kl 11 mínútur yfir ellefu. Nærri fjörtíumilljónir hermanna höfðu þá særst, týnst eða fallið(10milljónir) í átökunum beint auk einhverra milljóna óbreyttra borgara. Drepsóttin mikla, spánska veikin, sem var með á orrustuvöllunum á síðasta stríðsárinu, drap líklega 100 milljónir til viðbótar um allan heim til 1920. Sem þá var um 3 % alls mannkyns. 3 % íslensku þjóðarinnar geta menn séð fyrir sér sem þrjátíu dauðsföll á dag í heilt ár.

Friðarsamningarnir í Versölum 1919 tókust ekki betur en það að þeir greiddu Adolf Hitler leiðina til valda og fjöldafylgis við hefndarhugsunina sem fékk útrás í einni heimstyrjöldinni. Í því stríði féllu meira en helmingi fleiri hermenn en í því fyrra, og þeim mun fleiri borgarar þannig að á áttunda tug milljóna týndi lífi.

Bæði þessi stríð leiddu til örrar framþróunar tækni og framleiðslugetu sem mannkynið býr að í dag. Og víst væri margt öðru vísi ef þau hefðu ekki komið til. Mannkynið hefur meira en tvöfaldast (6.880.853.407 kl 12.54 í dag) síðan í fyrri heimstyrjöld og vex enn. Tæknin heldur lífinu í þessum fjölda. Ef lífskjör geta ekki vaxið meira þá þarf mannkyni að fækka hvernig sem á það er litið. Fremur finnast manni drepsóttir og hungur líklegri til þess verks en styrjaldir eins og tölurnar sýna.

Hvort aðrir slíkir atburðir sem heimstyrjaldirnar verði á jörðinni innan tíðar er erfitt að spá um. En víst er að stór hluti mannkyns vill heldur berjast við þá sem það telur óvini sína heldur en láta í minni pokann og semja. Líklegra en ekki er því að stórar styrjaldir muni verða eftir því sem fleiri brjálæðingar komast yfir kjarnorkuvopn en áður. Trúarbrjálæði sem blandað er saman við óupplýsta afstöðu fjölda fólks vill beinlínis fara með hernaði á hendur þeim sem þeir telja villutrúarmenn án þess að hafa vit til að meta áhættuna. Stór hluti mannkyns er og vill beinlínis vera á þessu miðaldastigi og er því ekki á leið þaðan. Eitthvað getur því brostið í heiminum fyrr en varir þó að skipulögð vígvæðing sjáist ekki eins og var fyrir báðar heimstyrjaldirnar.

Allavega er hollt að hugsa til þessara nýliðnu atburða sem heimstyrjöldin fyrr var. Mannskepnan sjálf hefur ekkert breyst og mannlíf eins og við þekkjum það sáralítið. Borgarlífið í London er ekki mikið breytt til dæmis ef maður les bókina hans Cecil Lewis, Sagittaríus Rísandi. Kóngar hafa fallið og átrúnaðargoð steypst, Landamæri hafa hnikast til. Lífskjör víða um heim hafa batnað en versnað annarsstaðar.

Hvernig verðu útlits 11.nóvember árið 2210? Sá dagur nálgast óðfluga.

Quo vadis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband