Leita í fréttum mbl.is

Sólkóngurinn

Lúðvik 14. hafði líklega meiri völd og réði stærra ríki en nokkur maður hefur gert í veraldarsögunni. Ekki varð hann sjálfur ofsæll af því og lá í stöðugum styrjöldum. En dýrðin hans var líka mikil. Fallegt og stórfenglegt er í Versölum þar sem andi hans svífur yfir vötnunum. Skuldadagarnir komu seinna.

Mér finnst að Íslendingar eigi nú sinn sólkóng. Hann ber nafnið Steingrímur Sigfússon. Enginn Íslendingur hefur haft meiri völd í sínum höndum en þessi maður síðan Þórður Kakali leið. Ekki er ofmælt að hver maður í landinu verði að sitja og standa eftir hans boði. Heil þjóð er undir hans stjórn. Allt fjármálakerfi landsins, lýtur hans valdboði. Hann talar sjálfur um fjármálastofnanir landsins eins og þær eigi sér sjálfstætt líf. En með þessu blekkir hann lýðinn því hann fer með beint skipunarvald yfir þeim. Það sem kallast fjármálakerfi Íslands er ríkisrekið af þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á. Tugir stærstu fyrirtækja landsins eru líka í umsjá hans og hans manna og Seðlabankinn sömuleiðis. Steingrímur stjórnar gengi krónunnar og gjaldeyrisreglum sem verða hérlendis næstu mörg ár.

Öllu þessu hefur hann náð með því að leyfa hópi fólks að stefna Íslendingum inn í Evrópusambandsaðild. Sem svo líklega verður til einskis þannig að góð kaup hefur hann gert.

Sólkóngurinn þarf ekki sjórnmálaflokk á bak við sig fremur en Loðvík fjórtándi. Hann hafði Colbert en Steingrímur hefur Svavar Gestsson. Smávegis kurr í bændum er þaggaður niður og þeir falla fram sem öreigar í auðmýkt eftir eina heimsókn á útnesið.

Steingrímur fyrsti er sólkóngur Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband