Leita í fréttum mbl.is

Icesave skal í ykkur !

Stöð 2 sagði frá því kl. 18.30 að samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands hafi komið sér saman um grundvallaratriði nýs samkomulags um Icesave-málið. Þar er talað um 40–60 milljarða kr. höfuðstól og 3% vexti. Hér kunna samningaviðræður, sem voru teknar upp aftur í júlí, að vera að nálgast sín endalok.

Í peningamálum Seðlabanka er sagt svo:

"Enn er mikil óvissa um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave-skuldbindingarnar"

Styrmir Gunnarsson segir svo á Evrópuvaktinni:

..."Hverjir gengu einna harðast fram í því á eftir Bretum og Hollendingum að halda því fram, að okkur Íslendingum bæri skylda til skv. EES-samningunum að greiða Icesave? Það voru ekki sízt Danir og Svíar.nóvembermánuði 2008 áttu íslenzkir sendimenn fund með fulltrúum Dana og Svía hjá Evrópusambandinu, sem töluðu með augljósum hætti niður til Íslendinganna. Í skýrslu þeirra um fundinn sagði m.a.:

"....fyrst yrðum við að viðurkenna greiðsluskyldu okkar. Þetta hefði mikil neikvæð áhrif á trúverðugleika okkar nú og til framtíðar. Sagði danski sendiherrann, að þeir væru að gefa okkur ráð, sem við ættum að fara eftir svo að við gætum haldið andlitinu. Það væri bezt fyrir Ísland."

Í desember sama ár sagði Jan Henriksson, Svíi, sem þá átti sæti í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlanda, að Norðurlöndin mundu engin lán veita til Íslendinga nema þeir viðurkenndu skyldu sína til að borga Icesave.

Það hefði verið gagnlegt ef sænski forsætisráðherrann hefði notað tækifærið og útskýrt fyrir okkur Íslendingum hvers vegna Svíar gerðu þessar kröfur á hendur okkur í máli, sem sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðurkennt að við bárum enga ábyrgð á.

Ein Norðurlandaþjóðanna veitti okkur ótvíræðan stuðning. Sú fátækasta (fyrir utan okkur Íslendinga). Færeyingar sýndu okkur einstæðan drengskap. En það sama verður ekki sagt um Svía og Dani. Norðmenn fóru með löndum en hölluðu sér frekar í hina áttina en til okkar. Hvernig stendur á því, að enginn íslenzkur þingmaður á þingi Norðurlandaráðs hafði dug í sér til þess að vekja athygli á þessum staðreyndum? „

Halda hinar Norðurlandaþjóðirnar virkilega að þetta sé gleymt? Halda þær að afstaða þeirra muni engin áhrif hafa á samstarf okkar við þær á næstu árum? Það er mikill misskilningur.

Eða það skyldi maður ætla.

Er kannski enginn þingmaður á Alþingi, sem er tilbúinn til að standa upp á alþjóða vettvangi og verja málsstað sinnar eigin þjóðar?"

Íslenska þjóðin hafnaði greiðsluskyldu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Íslands ætlar samt að semja við Breta og Hollendinga um að borga skuldir einkafyrirtækisins Landsbanka Íslands.

Maður skilur að Össur Skarphéðinsson og gestasveit hans er tilbúin að greiða hvaða verð sem er til að koma föðurlandi okkar undir vald Evrópusambandsins. Hann hlýtur dóm Íslandssögunnar fyrir vikið.

En hvað gengur Steingrími J. Og félaga Svavari til ?. Maður hélt að þeir hefðu ekki verið svo hallir undir alþjóðaauðvaldið að þeir myndi falla fram á ásjónur sínar í svaðið með þessum hætti.

Það er ömurlegt að vera undir stjórn þvílíkra afla sem ætla að keyra Icesave í okkur hvað sem tautar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband