Leita í fréttum mbl.is

Afstaða Sjálfstæðisflokksins

til aðildarviðræðanna er alveg skýr. FLokkurinn vill hætta þeim skv. landsfundarsamþykkt.

Páll Vilhjálmsson skrifar svo á bloggi sínu: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra handvaldi Þorstein Pálsson fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins til að taka sæti í viðræðunefnd Össurar vegna aðlögunarferlis Íslands í Evrópusambandið. Þorsteinn átti að byggja brú mill Samfylkingar og aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum.

Orð Þorsteins um að ríkisstjórnin hafi ekki bolmagn til að ljúka aðlögunarferlinu staðfestir einangrun Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík.

Össur Skarphéðinsson og feigðarförin til Brussel eru gangandi pólitískt stórslys á vinstri væng stjórnmálanna. Það mun fljótlega renna upp fyrir samfylkingarfólki að til að ná vígstöðu á ný þarf að fórna umsókninni og Össuri með. Samfylkingin fórnaði Ingibjörgu Sólrúnu fyrir minni sakir. "

Páll Vilhjálmsson hefur rétt fyrir sér um þessar viðræður eins og síðar. En ekki um brúarbyggingar milli fylkinga. Það eru  nefnilega mjög fáir  aðildarsinnar EU  í Sjálfstæðisflokknum með einhver áhrif í flokknum. Lítill hópur reyndi að blása sig út á síðasta landsfundi en mistókst með öllu. Og gengu sumir á dyr þegar þeir voru að engu hafðir. Þorsteins Pálssonar hef ég ekki orðið var við á síðustu landsfundum né hvað þá  séð til hans við einhverjar brúarsmíðar í þá veru.

Páll Vilhjálmsson ofmetur stærð aðildarsinnahópsins innan flokksins því aðildarviðræður voru  felldar með ca. 95 % greiddra atkvæða. Slíkur flokkur er einhuga en ekki klofinn eins og aðildarsinnar og Samfylkingarfólkið og klofningurinn úr VG  eru sífellt að gefa í skyn.

Afstaða Sjálfstæðisflokksin til aðildarviðræðnanna í Brüssel undir forsæti Þorstein Pálssonar er alveg skýr.

 Flokkurinn vill hætta viðræðunum tafarlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum eru mjög fáir en ótrúlega háværir.

Hreinn Sigurðsson, 17.11.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þakka þér leiðréttinguna Halldór, trúlega hef ég látið fíflast af hávaðanum í þessum fáeinu sem eru aðildarsinnar í Sjálfstæðisflokknum.

Páll Vilhjálmsson, 17.11.2010 kl. 20:20

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn á góðan vin sem hefur setið landsfundi Sjálfstæðisflokksins um áratugi. Samræður við þann vin eftir síðasta landsfund sannfærir Predikarann um að það er rétt sem hér kemur fram um að það eru einungis fáeinir aðildarsinnar innan Sjálfstæðisflokknum. Á landsfundinum var að sögn vinarins kannski hámark 35 manns ´´i hópi aðildarsinna - og er þá víst ríflega talið. Vinurinn reyndi að kasta tölu á þá sem greiddu atkvæði gegn tillögunni um að hætta tafarlaust aðlögunarviðræðum, en hann sagði töluna minni - gaf þeim aukalega til að vera rausnarlegur. Samkvæmt upplýsingum flokksins um tölu þeirra sem seturétt hafa á landsfundi þá mun hún vera ríflega 1.900 mann.

Að því gefnu þá er réttast að segja að tala aðildarsinna sé undir 2 % . Þar með er það ríflega 98 % sem vilja ekkert með Evrópusambandið hafa innan Sjálfstæðisflokksins.

Þetta kemur heim og ssaman við samþykktir landsfunda til áratuga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.11.2010 kl. 10:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum heiðursmenn fyrir innlitið. Ég tek undir með prédikara að þetta gæti verið ofmat hjá mér um stofnstærðina á landsfundi  eins og Hafró um þorskana. Ég var víst að reyna að vera sanngjarn í mælingunni. Aðildar sinnar beittu mjög undirbúinni herlist í byrjun fundar þar sem þeir dreifðu þessum fáu mönnum sínum skipulega á öll umræðuborðin þar sem jafnvel tugir manna sátu. þannig tókst þeim að koma inn frækornum efa og athugasemda sem mátti svo nota til að meta stofnstærðina mun meiri.

En maður blekkir ekki landsfund svo glatt, hann veit sínu viti merkilegt nokk og stöðvar margann gosann í sporunum en hyllir svo stundum vitleysuna að manni finnst sjálfum. Landsfundur Sjálfstlðisflokksins er merkileg skepna sem maður skilur ekki fyrr en maður tekur í hornin á henni sjálfur, hún getur bæði fylgt þér eða stangað eins og hún gerði þarna með eftiminnilegum hætti  þannig að forystan fékk að finna fyrir því.

Halldór Jónsson, 18.11.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband