Leita í fréttum mbl.is

Hvað er satt?

Björn Bjarnason segir á Evrópuvaktinni að Íslendingar séu ekki í aðildarviðræðum við EU heldur aðlögunarferli, sem muni standa yfir í nokkur ár.

Kratarnir eru þá að ljúga því að okkur að verið sé að kanna hvað í boði sé eins og séra Þórir vinur minn heldur.Kratarnir segja líka að áður en landið gangi inn verði greidd atkvæði um það. Aðrir segja hinsvegar að fyrst verði Alþingi látið samþykkja inngönguna og svo megi þjóðin greiða atkvæði ef Alþingi ákveður. Sem er ekki vitað hvort verður.

Björn segir:

"Hlutverk sendinefndar ESB á Íslandi er að miðla upplýsingum til Íslendinga um eðli ESB og tengsl Íslands og ESB. Sendinefndin hefur fallið á fyrsta prófinu með því að snúast ekki gegn rangfærslum utanríkisráðuneytis Íslands um eðli viðræðna Íslands og ESB."

Er Þorsteini Pálssyni þá ekki treystandi til að segja Sjálfstæðismönnum satt um gang viðræðnanna?

"Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar að flestir ljúga."

Hver orti þetta annars?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Á sínum tíma voru gerður milliríkja samningur þáverandi  Meðlima-Ríkja EU, um útvíkun: Undanfari eru svo kallaðir forréttinda nágranna samningar sem fela í sér regluverk  og ávinningur um inngöngu að því heimfærðu síðar. Ég geti ekki skilið annað en aðlögunarferlið hafi hafist 1994. Hinsvegar mun ekki síst kratar hafa gert Íslands efnahagslega  ófært um að fara inn í fulla samkeppni næstu 10 til 15 ár.

Júlíus Björnsson, 19.11.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband