Leita í fréttum mbl.is

Á grundinni við réttarvegginn

situr myndarkona úr sveitinni.  Hún fleygir vænu beini í hundaþvöguna fyrir utan réttina. Þar verður uppi fótur og fit og bendan snýst í æðislegu gjammi og glefsi. Slagsmálin fanga athygli allra réttargesta og allt annað eins og óþurrkarnir og sprettuleysið gleymist.  Konan brosir til fjallkóngsins og saman fá þau næði til að velja vænstu sauðina úr safninu.

Þegar beinið er uppurið og fólkið fer aftur að horfa inn á fjársafnið fyrir innan kemur konan með annað bein og fleygir útfyrir, Og það verður aftur friður fyrir innan en æðislegt fjör fyrir utan.

Þetta finnst réttarfólkinu hin besta skemmtan og  dáir konuna fyrir myndugleikann, rausnarskapinn og hugmyndaflugið. Það felur sig henni og fjallkónginum á vald því það er svo margt sem upp kemur í umræðunni um þessa atburði.  Slíku fólki sem fangar athygli fólksins er best treystandi fyrir því fjársafni sem fyrir innan er þó engin séu heyin í augsýn né fólkið fyrir utan myndi sig  til að draga í dilkana.

Svo verður bráðum líka kosið til stjórnlagaþings. Og svo.. og svo.. 

"Á grundinni við réttarvegginn gengið er í dans..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þetta er væntanlega sagan af Jóku og Steina.

Hárbeitt háð.

Hreinn Sigurðsson, 19.11.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband