Leita í fréttum mbl.is

Gáttaður

og kexaður er maður gersamlega að lesa í Morgunblaðinu á aðfarir Landsbankans og Jakobs Valgeirs Flosasonar  í kvótabraski. Ekki seinna vænna að þessi maður fái sinn hlut í aukningu veiðiheimilda eins og Friðrik í LÍÚ heimtar fyrir hans hönd.

 

,,,,,,"félag, sem áður hét Salting ehf., skiptir einnig um nafn og heitir nú Völusteinn ehf.

Hið nýnefnda félag Salting er svo selt öðru félagi, B15 ehf., og er salan gengin í gegn 1. september. Þann dag tekur ný stjórn Salting til starfa, en hana skipa þau Jakob Valgeir Flosason og Björg H. Daðadóttir, eiginkona Jakobs. Félagið B15 ehf. er að öllu leyti í eigu Bjargar. Verðið sem B15 greiddi fyrir Salting mun vera rúmur milljarður króna og var að stærstum hluta yfirtaka á skuldum félagsins við Landsbankann. Var það gert með samþykki bankans. ..."

Ég vona að sem flestir lesi þessa grein í Morgunblaðinu um athafnir mannsins sem lék lykilhlutverk í fjárglæfrunum sem í ljós komu þegar Stímabrakið í Glitni féll með Jóni Ásgeiri og Pálma í Fons í fararbroddi.  En Pálmi þessi  auglýsir núna hvað mest hversu góður hann sé við þjóðina í nafni  félags síns Iceland Express.

Er ekki rétt að Jakob Valgeir fari að vekja athygli þjóðarinnar á því hversu góður hann sé og konan hans séu? Væru ekki heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu  góð byrjun fyrir bæði þau og Jón Ásgeir?

Er þetta birtingarform endurreisnarframlags ríkisstjórnarinnar til bráðnauðsynlegrar uppbyggingar nýja Landsbankans, sem auglýsir sig svo  sem stoð og styttu almennings í landinu?  Er það þetta sem fólkið í skuldavandanum vantar mest?

Er það bara ég sem er gáttaður og kexaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Halldór, þú ert ekki einn um að vera gáttaður á þessu braski. Ætli þjóðin sé það ekki öll, að undanskildum nokkrum LÍÚ körlum kannski.

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 13:37

2 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Nei Halldór ég er líka jafn gáttaður á siðleysinu sem er að sjálfsögðu enn ein lengingin á Gosanefi ríkisstjórnar "réttlætis og norrænar velferðar" verkstjórum Nýs Íslands

Sveinn Egill Úlfarsson, 28.11.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3419910

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband