Leita í fréttum mbl.is

Lítill fugl

er að tína eitthvað upp í sig í rennusteininum þegar ég kem æðandi á stórum bíl með ljósum eftir götunni. Fuglinn hoppar uppá gangstéttarkantinn meðan ég fer framhjá og sé í baksýnisspeglinum að hann hoppar niður aftur og heldur áfram að tína.

Getur einhver sagt mér hvernig þessi litli fugl með svona agnarlítinn heila getur farið að því að vita það að bíllinn minn, sem hlýtur að líta út eins og risaolíuskip í mínum augum sé ekki nærri eins hættulegur og kötturinn sem lúrir í garðinum og situr um hann. Hvernig getur þessi litli fugl vitað að það er land hálfan hnöttinn í burtu  sem bíður þess að hann komi þangað eins og venjulega? Og hann gleymir því ekki á sólarströndinn í hitanum þar að á Íslandi er bjart allan sólarhringinn á sumrin?

Er ekki lífið undursamlegt og makalaust ?  Hvernig getur svona lítill fugl vitað öll þessi ósköp? Eða þá hvernig laxinn getur ratað um hin rámu regindjúp til Borgarfjarðar?

Er maður ekki í raun stoltur af því  að tilheyra mannkyninu þegar maður sér myndir frá Hubble- sjónaukanum af endimörkum alheimsins billjón ljósár í burtu? Að svona lítill maur eins og maðurinn geti vitað allt þetta?  Og svo hversu lítið hann veit um margt annað ? Hvernig þráin eftir því að eignast kjarnorkusprengju til að geta hent á hina óguðlegu knýr hann áfram til hetjudáða fyrir Guð og ættjörðina

Hvað á þessi litli fugl? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Það gleður mig oft að lesa bloggið þitt, þó aldrei meir en þegar þú sýnir þínar viðkvæmu hliðar.

Það fer þér afskaplega vel og þú mættir gjarnan gera meira af því !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 28.11.2010 kl. 21:40

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skemmtilegar vangaveltur og þakka þér Halldór fyrir margt ágæt.  Það er líka skrítið að þar sem við myndum drepast úr hungri þar geta maurar og ormar lifað góðu lífi.  Ein viðmælandi Gísla af Lundareykjadal sagði að ormar væru ekki svo slæmir ef maður bara slökkti ljósið.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mælir svo fallega nýr maður á Stjórnlagaþingi Íslendinga? Þá er von! Takk!

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þú ert skáld kallinn!  Ég kemst við! Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður Helufsen,

þakka þér fyrir góð tilskrif sem endranær. Maður veðrast allur upp þegar maður fær svona kveðjur.Það sama gildir um hana Helgu, ég ykkur báðum mjög þakklátur fyrir ykkar orð.

Björn minn Birgisson, ég á nú ekki von á því að svo margir hafi greitt mér atkvæði að ég komist á þingið. Þekkirðu einhvern hefði hugsað um það ef hann hefði farið á kjörstað?

Já Hrólfur,

Þetta er allt spurning um vana. Ormar eru margir geðslegri en maður heldur þegar maður fer að skoða þá greyin. Þeir eru stórmerkilegir líka eins og ánamaðkurinn er og hans líf. Ég hef oft hugsað um það hvílíkt kvikindi maður er sem ætti skilið helvítisvist og brennistein fyrir að beita þessum vesalingum á öngul. En svo bítur laxinn á og maður breytist í algerlega blóðþyrsta skepnu sem drepur án þess að depla augum og rífur svo í sig kótiletturnar úr nestiskassanaum og segir meeee við kindurnar í haganum.

Halldór Jónsson, 29.11.2010 kl. 14:54

6 Smámynd: Elle_

Þekkirðu einhvern hefði hugsað um það ef hann hefði farið á kjörstað?  Og ég sem var að enda við að segja í öðrum þræði að ég hefði kosið þig.  Og fínn pistill.  Verður maður kannski líka að segja að þú sért skáld til komast í náðina?

Elle_, 30.11.2010 kl. 15:33

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Gamla bloggvinkona Elle, þú ert sko alltaf í náðinni hjá mér.

Halldór Jónsson, 30.11.2010 kl. 23:14

8 Smámynd: Björn Birgisson

Færslan er gullfalleg og allrar athygli verð. Sé það einhvers virði, þá varstu á mínum kjörseðli, einn 25 frábærra Íslendinga. Lítill fugl í Grindavík hugsaði til þín. 11 af þeim 25 sem ég kaus komust að. Ekki þú, en karlmennið grætur það ekki. Glottir út í annað og fær sér sítrón með góðvinum!

Bestu kveðjur, Björn

Björn Birgisson, 1.12.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband