Leita í fréttum mbl.is

Veggjöld hér en ekki þar?

Vegagjörðin Ríkisins ætlar að fjármagna vegaframkvæmdir hér sunnanlands með veggjöldum. Þetta er þekkt í Bandaríkjunum, þar sem víða eru innheimtir brautartollar. En þeir haga því svoleiðis til að að fólki er heimilar hjáleiðir sem ekkert kosta. En hérna er öllu líklegra  að íslenskur embættishroki muni þvergirða einu leiðina frá Reykjavík til Suðurlands.

Á meðan kostar ekkert í Vestfjarðagöng eða um Héðinsfjörð. Og skyldi verða rukkað í Vaðlaheiðargöngum?

Er líklegt að það verði sama hér og þar?. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Sennilega er þetta rétt hjá þér Halldór, það verður lokað öllum hjáleiðum, það er m.a. tillaga til að gera Vaðlaheiðargöng vænlegri fjárfestingarkost. 

Ég óttast svolítið að það verði íbúar höfuðborgarsvæðisins sem verði látnir borga öll göngin úti á landi, enda er ólíkt hvað íbúar landsbyggðar hafa miklu meiri áhrif á hvaða fólk velst til stjórnunar á landinu. 

Það getur varla verið að það standist jafnræðisákvæði almennt að eina fólkið á landinu sem kemst ekki að heiman, hvorki í sumarbústað né til útlanda öðruvísi en að greiða veggjöld séum við íbúar suðvesturhornsins, aðrir íbúar landsins þurfa bara að passa síg á að koma ekki til Reykjavíkur öðruvísi en með flugi. 

Þetta er gjörsamlega fáránlegt, en sennilega er þetta ekki nógu vitlaust til að við höfuðborgarbúar mótmælum öðruvísi en með tuði hér á bloggsíðum, ég tel ekki áhorfsmál að við eigum að mótmæla kröftuglega, það verður að gerast strax, áður en "ríkisstjórnin" verður búin að gera einhverja samninga um fjármögnun sem byggir á þessu ráni.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.12.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Halldór minn,

Þetta er alveg rétt, fólk verður að hafa val um hjáleið, til þess að heimild til vegatollgjalds sé veitt.  Þannig er það alla vega hér í Canada.

Birtingarmynd skattheimtu hvers konar, tekur nú á sig ljótar myndir, og þessar hugmyndir um skattheimtu á km út úr Reykjavík, er hryllingsmynd.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband