Leita í fréttum mbl.is

Sigurvegarar vikunnar

eru tveir. Sá fyrri var Silvio Berlusconi. Gefum okkur að blóðhiti skipti máli í eðli þjóða, þá held ég að Ítalir séu tilbúnir að fyrirgefa duglegum kvennabósa meira en öðrum mönnum. Byggi þetta mat á því hvernig Frakkar tóku fréttunum um að Mitterand hefði átt hjákonu.

Sá seinni er Jón Ásgeir. Hnausþykkt og ískalt blóðið í Íslendingum hreyfðist samt ekki neitt þó að þessi afreksmaður hefði sigur í New Yoirk. Nú er eiginlega málið afgreitt því íslenskt réttarkerfi ræður ekki við  nema " innbrot í sjoppur." Loksins getur þessi afreksmaður, sem Jón Ásgeir er hvað sem hver segir þó hann sé ekki viðurkenndur glaumgosi né kvennagul, um nýfrjálst höfuð strokið. Hersveit lögfræðinga hans hefur þegar sýnt hvernig hún handleikur íslenska dómstóla svo við skulum fagna þessu langa hléi sem nú verður á Baugsmálum með Jóni Ásgeiri.   

Ég vorkenni hinsvegar vinum mínum hjá Price Waterhouse Coopers endurskoðunarskrifstofu. Þeir hafa verið þvílíkt í fjölmiðlabaði vegna þessa máls, að það verður leitun að því fjölmiðlafólki sem treystir sér til að fjalla um endurskoðendur og störf þeirra yfirleitt af yfirvegun og skynsemi. Það er oft erfitt að fást við Alþingi götunnar eins og menn þekkja. En tíminn læknar líka öll sár um síðir og það sem heitast brennur núna er gleymt á morgun eða hinn.

En á meðan þá gleðjumst við ef einhverjum gengur vel, en hlökkum auðvitað áfram yfir óförum annarra. Þannig er okkar íslenska blóð nú einu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418232

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband