Leita í fréttum mbl.is

Bændur passi rollurnar sínar

en ekki ég.

Í Bændablaðinu heimtar sveitavargurinn meira skattfé til að stunda hernað gegn frumbyggja landsins, íslensku tófunni. Þeir segja að hún bíti féð.

Þá skulu þeir bara passa það betur og hætta að reka það óvaldað á uppblásturinn á afréttunum sem rollubeitin hefur orsakað með þeim afleiðingum að mest allt Ísland er örfoka land.

Íslenski refurinn var hér á undan íslenskum framsóknarmönnum og á frumbyggjarétt.Þá var landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það er ekki svo lengur. Við þurrabúðarmenn erum að reyna að planta skógi á það aftur. Þá kemur rollukallinn og rekur á okkur fé, klippir á skóræktargirðingar og beitir á landið.   

Ég harðneita að borga skatt til að drepa hann rebba.  Bændurnir geta bara passað rollurnar sínar sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð K

Ég var búinn að „kaupa“ hitt viðhorfið þarna úti í bæ, að rebbi væri orðinn svo grimmur (hvernig hann leikur sauðféð og sum lömbin, almáttugur) og orðinn alltof margur og því réttdræpur, en svo kemur þú allt aðra sýn á málið alveg úr hinni áttinni og ert búinn að gera mig svolítið óvissan núna.

Ég held samt að við þurfum ekki að hafa áhyggjur þó að við hendum nokkrum milljónum í nokkrar duglegar afkastamiklar skyttur víðsvegar um land sem sæju þá um að halda refastofninum í skefjum. Ég hef heyrt að gífurleg fjölgun rebba sé farin að ógna varpsvæðum ýmissa fuglategunda hér við land og slíkt er náttúrulega ekki síður áhyggjuefni.

Alfreð K, 27.12.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband