Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöftin þýða kreppa

áfram ef þeim verður haldið svona.  Ef við fáum ekki markaðsgengi og gjaldeyrisfrelsi þá sekkur atvinnulífið dýpra í svartholið.  Kyrrstaða eða afturför  ríkir hér áfram næstu ár. Eftirtaldar hugleiðingar eru settar saman af mikilli svartsýni, það skal viðurkennt.  Ég er ekki viss um að þær séu upplífgandi né uppbyggilegar. En mér sýnast horfurnar í þjóðlífinu vera dekkri en áður. Og ekki megum við heldur gleyma hvaða öfl stjórna landinu og ætla að gera það áfram. Það er ekki neinna stórra útspila að vænta af núverandi ríkissstjórn sem virðist ekki samstíga um neitt nema að hanga.

Vöruskiptajöfnuður landsins er hagstæður um meira en 100 milljarða  á ári og útflutningsaðilar hljóta að græða. Þetta gengi krónunnar er ekki eðlilegt til lengdar sé litið til meðalárferðis.  Skyldi Már í Seðlabankanum ætla að safna þessum afgangi  saman í svona 5 ár í viðbót svo hann geti borgað jöklabréfin á núverandi gengi? Manni hefur skilist að hann telji eins líklegt að höftin verði hér lengi enn.  Þessi leið er auðvitað ein leið. En  hún er en harðsótt og hryllilega leiðinleg og langdregin, því  atvinnuástandið mun ekki batna á meðan.

 Hér er lunginn úr atvinnulífinu á framfæri ríkisins og fyrirtækjalistinn er langur. Spilling grefur um sig í fjármálakerfinu eins og ávallt þegar höft ríkja.  Mest allt bankakerfið er ríkisvætt og pólitískt stýrt.  Flest öll nýsköpun  er stopp í þjóðfélaginu um þessar mundir utan útgerðar og stóriðju sem auðvitað gengur vel á þessu gengi.  Þetta stopp heldur  áfram að versna þó Steingrímur segi að landið sé að rísa. 

 Fólksflóttinn heldur áfram. En fólksflóttinn er ekki endilega það versta. Því  hvað væri ástandið slæmt ef allt þetta fólk væri ekki farið úr landi? 25 þúsundir atvinnulausar og enn lengri biðraðir að bíða eftir mat? Og kannski vorum við orðin allt of fjölmenn fyrir fiskveiðiþjóð?

Ef við létum gengið steypast duglega niður fyrir aflandsgengið með handstýringu, gætum við þá neytt eigendur erlendra innistæðna til að taka við uppgjöri á því gengi?  Eða binda innistæðurnar að öðrum kosti til lengri tíma hjá okkur.  Væri þetta ekki klár byssubófahegðun heillar þjóðar?  Líklega myndi einhver segja það. En hvað skal gera? Yrðum við ekki að setja neyðarlög frá Alþingi til að gera þetta?  Hreinsa út?. Eða getum við það ekki ?  Ekki yrðum við vinsælir í Evrópu af þessari aðgerð en hvað er til bragðs að taka?  Þessi kreppa mun að öðrum kosti vara hér árum saman og getur ekki nema versnað af sjálfri sér.  Er kannski hægt að ná böndum á jöklabréfin með hótunum einum á bak við tjöldin?

Þjóðfélagið myndi hiksta verulega um stund við svona aðgerðir, verslanir myndu loka á meðan gengið væri með þessum hætti, fyrirtæki stöðvuðust mörg hver og óróleiki yrði í samfélaginu. Þetta yrði að vera leifturaðgerð ef hún ætti að takast. Hugsanlega veit ég ekki eitthvað um þessi mál sem ég þyrfti að vita áður en ég fabúlera svona.  En maður hlýtur að mega hugsa hið óhugsanlega.

En ef ógn jöklabréfanna færi hinsvegar frá með svona snöggu falli, þá myndi alger stöðvun innflutnings og eftirspurnar eftir gjaldeyri, flugfarseðlum, bensíni og öllu öðru í kjölfar gengisfellingarinnar hafa skjót áhrif á gjaldeyriseftirspurnina sem yrði nánast engin. Gengið myndi því styrkjast fljótt aftur og sjokkið liði frá. Markaðsgengi myndi myndast aftur og þjóðfélagið færi aftur að starfa eðlilega. Kannski er einhver leið til önnur en þessi til að sigla þessu í höfn? En ef svo er ekki, þá er langt kuldaskeið framundan.

 En  það mun ríkja  hér kreppa svo lengi sem genginu er handstýrt með núverandi hætti. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Mikið eigum við Íslendingar undir pappír,sem var ekki til þegar við skrifuðum fornritin,sem þykja einstök.     Hvað segðu núverandi ráðamenn, leggði einhver það til  að selja handritin. Í þeirra huga er ekkert heilagt sem er íslenskt hvort sem er.

Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2011 kl. 00:49

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

ohf ert lausnin og fjölda leigu íbúðir undir vinnuaflið. Þegar hundrað fer í 60 þá er nægja 0,6 til að hægt sé að tal um um 1% hækkun. 

Ég spá að Ísland verði í 70 um 2041. 70/60= 16% raunhagvöxtur.  Sennilega vex hann með uppsveiflu veldisvísislega í lokinn, þegar næsta vinstristjórn tekur við.

Færeyingar er með 48.000 Dollara á þegn, Norðmenn 58.000 dollara. Norðmenn voru með 59.000 dollar 2009 og notuðu til lækka skulda stjórnsýlunnar af heildartekjum. Hér um 114 % en 50% í ríkjum sem stíga í vitið.

Tekjur þegar jafnt er skipt eru hér 37.000 á leiðinni niður í UK  tekjur á þegn. 

Júlíus Björnsson, 11.1.2011 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 3420587

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband