Leita í fréttum mbl.is

Höftin halda

lengi áfram ef maður les yfirlýsingu frá Mávi Seðla frá 3.nóvember s.l.

Þar segir í 7. lið:

 ". Áður en ný áætlun verður kynnt gætu aðgerðir til að undirbúa afgerandi afnám hafta á fjármagnsútflæði litið dagsins ljós að því gefnu að ekki komi fram lagalegar eða aðrar hindranir. Hér gæti verið um að ræða aðgerðir til að leyfa, gegnum skipulögð uppboð, skipti á löglega fengnum aflandskrónum fyrir löglegar erlendar eignir innlendra aðila. Einnig kæmi til greina að leyfa fjárfestingu löglega fenginna aflandskróna í sérstökum langtíma verkefnum eða öðrum sértækum verkefnum á Íslandi.

8. Að gefnu því að það gæti dregist til áramóta að bæta úr hugsanlegri vöntun á eigin fé í bankakerfinu, þá er ekki raunhæft að ætla að önnur skref en þau sem lýst var í lið 7 verði stigin til að aflétta höftum á útflæði fjármagns fyrir árslok. Auk þess verða engin slík skref stigin áður en endurskoðuð áætlun hefur verið kunngerð. Ennfremur verða engar grundvallarbreytingar á núverandi reglum gerðar fyrr en í mars 2011 þótt endurskoðuð áætlun verði tilbúin fyrir þann tíma. Undanskildar eru reglur sem nauðsynlegar kunna að reynast til að framkvæma þá aðgerð sem rædd var í lið 7. Þessi skuldbinding erstudd af efnahags- og viðskiptaráðherra. Hafa ber í huga að heimildir í lögum um gjaldeyrishöft renna út í lok ágúst 2011. Hins vegar gæti tillaga um framlengingu lagaheimildarinnar orðið hluti af endurskoðaðri áætlun, sem eins og áður sagði mun verða lögð fram fyrir marsmánuð 2011"

Það þarf ekki að fara í grafgötur með það, að ekkert er að gerast í að aflétta gjaldeyrishöftunum. Þau verða hér fram í mars sem er að koma og þar með líklega út þetta ár í það minnsta.

Eftirtektarvert er að nú er allt í lagi með þennan EES samning þegar það passar krötunum og kommúnistunum. Við  höfum bara okkar hentugleika í fjármagnflæði eins og öðru þegar þeim passar. Í annan tíma er allt ófrávíkjanlegt þegar svo hentar þeim. . Rétt eins og bent var á þegar vitleysurnar hafa  verið knúnar í gegn undir yfirskyni samningsins svo sem RARIK-Orkusalan er klassískt dæmi um delluna sem var drifin í gegn á þeim forsendum. 

 Líklega er EES samningurinn, að öllu samanlögðu,  eitt það versta sem yfir þessa þjóð hefur komið.Til  hans má líka rekja hrunferlið beint, þar sem litla hagkerfið okkar varð berskjaldað fyrir starfsemi fjárglæframanna eins og rakið hefur verið til viðbótar við aumingjalega embættismenn og ráðamenn okkar, sem sváfu flestir á verðinum.  Flest hin verstu vandamálin sem við er að fást í dag má því rekja til  örfárra  Jóna, sem eiga það sameiginlegt að vera allir úr Samfylkingunni.

Þessari Jónísku leiðsögn í efnahagsmálum  þarf að ljúka sem fyrst ef við ætlum ekki að vakna upp óvart í Evrópusambandinu. Til næstu framtíðar halda höftin heljartaki um háls okkar og kyrkja athafnalíf þjóðarinnar hægt og bítandi.

. Það verður að gera útrás eða þjást áfram.Aðeins með nýrri áhöfn á þjóðarskútuna er pláss fyrir nýja hugsun í sovéthagkerfinu sem hér ríkir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband